Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.02.1999, Blaðsíða 15
þessa nóms. Ég sat við minn keip og kvikaði ekki frá minni ætlun, en seinna sá ég að Eiríkur hafði haft al- veg rétt fyrir sér þama eins og venjulega. Ég sá það hvað best eftir að ég var byrjaður að kenna. Sumt af þeim fráðleik sem ég hafði aflað mér í skólanum, hafði ekki haft tíma til festa nægilega rætur í huga mínum og var ekki til staðar, þegar ég þurfti á honum að halda. Eftir að ég var sestur að í Reykhús- um hjá fóni frænda mínum og hans ágætu ráðskonu, Kristínu Stefáns- dóttur frá Kristnesi, barst þessi námsáætlun stundum í tal milli okkar Eiríks og alltaf var hann að reyna að hafa mig ofan af henni, en ég vildi ekki víkja út af henni að óreyndu. Seinast hélt Eiríkur ræðu yfir mér, sem endaði á þessum orð- um: „Þetta getur í mesta lagi einn af hverju þúsundi og þú getur varla vænst þess að vera þessi eini." „Það er einmitt það sem ég er að vona," svaraði ég og þar með var þetta útrætt mál með okkur Eiríki og hann gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að áætlun mín gæti staðist. Heimiliskennari hjá Eiríki Brynj- ólfssyni var Eiríkur Kristinsson, ffændi okkar beggja. Hann er sá fjölhæfasti kennari sem ég hefi kynnst. Hann var nánast jafnvígur á að kenna hvaða fag sem var og hann var ótrúlega fljótur að koma fólki til að skilja flóknustu viðfangs- efni. Ég hafði sem sagt þá bestu að- stöðu til náms, sem nokkur maður getur haft, enda gekk námið mjög vel framan af vetri. Eiríkur Brynjólfsson samdi við Þór- arinn Bjömsson, skólameistara á Akureyri, um að ég mætti koma til prófs í landsprófsdeild M. A. vorið eftir. Eiríkur Kristinsson hafði einnig samband við Þórarinn öðm hvom, svo hann fylgdist alltaf með því, hvemig mér miðaði í náminu. Edda, dóttir Eiríks Brynjólfssonar, las heima undir stúdentspróf og Auður, systir hennar las undir landspróf. Við Auður áttum því stundum samleið í námi. Þá tók ég gjarnan reynslupróf í sömu fögum og hún. Eiríkur Kristinsson kenndi einnig yngri systkinunum, Þcrsteini og Guðríði. Þegar vorið tók að nálgast, fór ég að verða þreyttur í augum og gat ekki lesið eins lengi fram á kvöldið. Ég fór þá til augnlæknis, sem skoð- aði augun mjög vandlega og tjáði mér síðan, að ég hefði veikbyggð augu og þyrfti að fá gleraugu. Ég fékk þau samdægurs og þá gekk lesturinn betur, en samt varð ég ekki jafngóður í augunum. Þegar komið var að landsprófi var ég orð- inn verri í augunum en nokkm sinni fyrr, en ég las samt meðan ég gat haldið augunum opnum. Að lokum var ég hættur að þola venju- lega dagsbirtu og þá gafst ég loks upp, þegar komið var alveg að markinu. Það þarf varla að lýsa vonbrigð- um mínum með þessi endalok á náminu. Ég tók saman eigur mínar, kvaddi þessa miklu velgjörðarmenn mína og hélt heim í Torfufell hrygg- ur í huga og bjóst ekki við að fara meira í nám. Enginn þeirra, sem greiddu götu mína þennan vetur, vildi taka neitt fyrir aðstoð sína við mig. Án þess að ég vissi af var ýmislegt gert fyrir mig eftir að ég var farinn heim. Það fannst nefnilega fleirum en mér þetta vera slæm endalok á námi. Ég hef áður tekið fram að Þórar- inn Björnsson fylgdist alltaf með því hvernig mér miðaði áfram í nám- inu þennan vetur. Sennilega hafa þeir nafnar talað mínu máli við hann og einnig talaði Eiríkur Brynj- ólfsson við Bjarna Vilhjálmsson, sem þá var formaður landsprófs- nefndar. Árangurinn af þessum samtölum var sá, að Þórarinn Björnsson gaf út yfirlýsingu um það, að hann efaði ekki, að ég hefði staðist landsprófið ef ég hefði haft heilsu til að fara í það. Bjarni Vilhjálmsson taldi að ekki væri hægt að láta þessa yfirlýsingu hins reynda skólamanns eins og vind um eyrun þjóta og mælti með því að ég yrði tekinn inn í Kennaraskól- ann samkvæmt henni. Bjarni kenndi sjálfur við Kennaraskólann og var nákunnugur Þórarni Bjöms- syni. Útkoman af þessu varð sú að ég var tekinn inn í Kennaraskólann um haustið. Haustið 1954 var ég orðinn hálf- fertugur og þá settist ég á skólabekk með fólki, sem var rétt um tvítugt. Ég kveið því nokkuð að ég mundi ekki eiga samleið með því, en sá ótti reyndist alveg ástæðulaus. Ég var tekinn inn í hópinn eins og ég væri jafhaldri hinna. Þessi ár var mjög lítil aðsókn að Kennaraskólanum, svo þar vom all- ir teknir inn, sem sóttu um inn- göngu, ef þeir höfðu eins konar gagnfræðapróf. í fyrsta bekk vom ekki nema 18 nemendur og þeir höfðu fengið mjög misjafnan undir- búning, en allir höfðu þó tekið landspróf eða gagnfræðapróf nema ég. Fyrsti bekkur var hafður dálítið erfiður og hann var notaður sem sía til að vinsa lélegustu nemendurna úr hópnum. Af þessum 18, sem vom í fyrsta bekk þennan vetur, féllu 6 um vorið, eða þriðjungurinn af bekknum. Það kom aldrei til tals að ég færi með konu mína og dætur til Reykja- víkur. Ég varð að skilja þær eftir heima. Þær vom þar í góðum hönd- um og ekkert amaði að þeim. Til að frámfleyta okkur seldi ég tvær kýr um haustið og andvirði þeirra dugði til að framfleyta okkur um veturinn. Ég fékk húsaskjól hjá Elín- borgu,1' föðursystur minni og mat fékk ég þar kvölds og morgna. Upp í það lagði ég til dálítið af söltuðu og reyktu kindakjöti, öðm kostaði ég ekki til fýrsta veturinn, nema flug- ferðum milli Akureyrar og Reykja- víkur, sem urðu mér dálítið dýrar. 1) Elínborg Lárusdóttir frá Tunguhálsi í Skaga- fírði (1891 - 1976), þekkt skáldkona og rithöf- undur á fyrri hluta þessarar aldar. Heima er bezt 55

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.