Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1947, Page 7

Æskan - 01.12.1947, Page 7
Jólablað Æskunnar 1947 „Einhvern tíma ætla ég sjálfur að eiga skip,“ hrökk alll í einu út úr honum. „En ég vil hafa það stærra en þessi, liærri siglutré og fleiri segl.“ Og liann skálmaði fram og aftur um gólfið hnakkakert- ur og vingsaði handleggjunum. Þetta var sjáanlega gamall óskadraumur. „Það líkar mér,“ sagði gamli maðurinn. „Kannske þú eignist eitt af stóru, hraðskreiðu skipunum, sem þeir eru farnir að smiða núna.“ „Já, það er einmitt það, sem ég vil, söng í snáðan- um. „Stórt, hásiglt skip með fannhvitan skrokk og gljáan<li þiljur og háseta, sem hlýða eins og skot um leið og þeir lieyra i mér!“ Og um leið smellti hann með fingrunum og gall við: „Upp með akkerið! Allir eitt!“ Hann steinþagnaði, hálfsneyptur, hálfruglaður, þvi að gamli maðurinn skall upp úr og veltist um að hlæja. En þegar Binni tautaði fýlulega: „Mér finnst þetta ekkert ldægilegt,“ steinþagnaði hann og varð grafalvarlegur. „Já, livaða skipshöfn sem er, mundi hrökkva í kút við svona skipun. En yfirmenn eru elcki vanir að smclla svona með fingrunum. Og svo er dálítið bros- legt að heyra dreng tala um lilýðni, þegar hann er sjálfur ólilýðinn við móður sina.“ Og hann leit fast og alvarlega í augu drengsins. Binni varð að líta undan. En karlinn hélt áfrani: „Ef þú strýkur að heiman, fer um þig eins og ungan viðarteinung i skógi, sem er höggvinn of snemma. Hann er of grannur og veikur til þess að verða að nokkrum notum. En ef hann hefði fengið að standa og vaxa, hefði hann getað orðið úrvals efni í hæsta siglutré.“ Drengurinn starði á gamla manninn, en hann hélt áfram: „Tré er lengi að vaxa lil þess að verða hæfur sigluviður. Það verður að vera beinvaxið, þétt og seigt til þess að standast alla bylji og ofviðri. Og álíka kostir þurfa að vera inngrónir þeim, sem á að verða góður skipstjóri. En drengur, sem strýkur að heiman og lætur mömmu sína og litlu systur einar eftir, er ekki ríkur af þeim.“ Binni þaut upp. Hann var fölur, og varirnar titr- uðu. „Nei, skipstjóri, það er ekki af þvi að mig langi svo afskaplega á sjóinn, sem ég ætla að gera þetta. Það er annað.“ „Nú, livað er það þá, góði minn?“ sagði gamli maðurinn hlýlega. „Ég gæti liugsað til að vera áfram heima, ef elcki gengi allt svona illa. Þú manst, hvað pahhi var dug- legur að hamast í verkunum heima, þegar vertíðin Fiskiskúturnar komu siglandi inn höfnina, hvtt seglin dúðu eins og voldugir vængir og sjórinn hvltlöárandi um stefni. var úli. Nú er enginn til að gera neitt og allt er í ólagi og ég ræð ekki við neitt.“ Skipstjórinn kinkaði kolli, og drengurinn hélt áfram. „Núna hefur mamma verið að reyna að spara og draga saman til þess að geta haft allt eins og vant var á jólunum, sérstaklega vegna liennar Lillu. Hún hefur verið að rella um brúðu með hár, 117

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.