Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1947, Page 11

Æskan - 01.12.1947, Page 11
Jólablað Æskunnar 1947 að koma til sín hérna upp á lofíið. Og hann bauðst til að selja mér seglasaumastofuna sína og vera hjá mér, meðan hann væri að kenna mér.“ „Ug hvað sagðir þú?“ „Ekkert fyrst. Ég þurfti að hugsa mig um. Mér fannst ég sjá sjálfan mig sitja hokinn og kýttan til æviloka við að staga segl. En svo datt mér allt í einu í liug, að þétta byði lífið mér i bætur fyrir það, sem það hafði rænt mig. Og ég fann, að ég varð að taka til starfa og sjá, að hverju það yrði.“ „Og livað svo?“ „Allt í einu sneri Jóel gamli frá glugganum og sagði: — þei, þei, nú vagga litlu bátarnir! Ég skildi þetta ekki, og þá sagði hann mér gamla lielgisögn, sem sögð hefur verið mann fram af manni liér á ströndinni. Seztu, ég skal segja þér hana.“ Og hann hóf söguna, hægt og liátíðlega. „Það var nóttina sem Jesús fæddist í borg Davíðs og hirðarnir komu að leita lians. Á leið sinni rákust þeir á fiskimann, sem var á leið til Betleheinsgisti- hússins með fislckörfu á bakinu. Þegar þeir sögðu honum gleðitíðindin, sagði liann: „Ég kem með ykkur að leita að syni guðs.“ Þegar þeir komu að gistihúsinu, skilaði fiskimað- urinn körfunni. Er hann kom út aftur, stóðu hirð- arnir og störðu á dásamlega fagra stjörnu, sem stóð yfir fjárliúsinu. Þeir sögðu, að engillinn liefði sagt þeim, að barnið myndu þeir finna i fjárhúsjötu. Þeir fóru því inn i fjárhúsið, og þar fundu þeir barnið. En fiskimaðurinn var hryggur af því, að liann sá, að allir aðrir liöfðu einliverja gjöf að færa hinum nýfædda konungi, en hann hafði enga. Þá mundi hann, að hann átti i mal sínum tvo fiska, sem hann hafði ætlað sér til matar daginn eftir. Hann tók þá og lagði með hinum gjöfunum. Nokkru síðar var liann morgun einn i þann veg- inn að stíga á bát sinn á vatninu. Þá sá liann álengdar koma mann með asna í taumi, og á hon- um sat kona með barn, og þau virtust flýta sér mjög. Hann grunaði, að þau þyrftu hjálpar, steig upp úr bátnum og batt hann og fiýtti sér til þeirra. Og mikill fögnuður gagntók hann er liann sá, að þetta vorii móðirin og barnið, sem hann hafði tignað í Betlehem nóttina minnisstæðu. Þegar Jósep sagði honurn, að þau væru á flótta undan mönnum Heródesar til þess að bjarga lífi barnsins, kallaði hann á son sinn og bauð honum að í'ela asnann. Siðan flýtti hann sér með hjónin og barnið út í bátinn. „Þetta er blessað hæli,“ sagði móðirin, þegar hún kom undir þiljur á bátnum. „Þegar ég sá bátinn, óskaði ég svo innilega, að hann mætti vagga litla, 121

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.