Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1947, Qupperneq 28

Æskan - 01.12.1947, Qupperneq 28
Jólablað Æskunnar 1947 að koma,“ sagði hún. Þegar drengurinn sá hana, varð hann svo undarlega klökkur. Honum lá við gráti. Fyrst nú fann hann til leiða yfir því, að vera útilok- aður frá mannlegu félagi. 4. —■ -—■ Nóttin var niðdimm. Svarta- þoka lá yfir landinu, og nú voru allir i fastasvefni, nema Wilson og majórinn, sem voru á verði. Það kom í þeirra hlut að vaka fyrstu varðtíðina. Þeir lágu hvor sínum megin við runnann og urðu lengi vel ekki neins varir. En skyndilega heyrði Lindsay óljóst þrusk á bak við sig, eins og eitthvert dýr væri að nálgast þá í hægðum sínum. „Gætið yðar, Wilson. Það er eitthvað á ferli þarna,“ hvislaði hann. Hann var varla búinn að sleppa orðinu, þegar skerandi blístur barst að eyrum þeirra. Á svip- stundu hafði þeim félögum verið stungið í bönd og kefli stungið i munn þeirra. Áður en hinir höfðu haft tækifæri til að skjóta úr byssum sínum, höfðu þeir hlotið sömu meðferðina. 5. — — Þegar við vorum búin að synda, kipptum við skónum á okkur og fórum í berjmó. Við gáf- um Eiríki öll berin, sem við fundu'm, og ég réði því. Það átti að vera nokkurs konar þakkar- fórn fyrir það, að hann lofaði mér að njóta þessara dásemda í friði og lék sér eins og blessaður guðs engill í sandinum. Það var annars ósköp gaman að sjá hann, Jiegar hann skreið fram og aftur um sandinn með fangið fullt af steinum eða blómum. Hann byggði sér bæði Babylon og Ninive, sem ég hef sagt honum frá í kristinfræðatímunum, bara til þess að njóta svo ánægjunnar af því að rifa þær niður aftur. Strákar eru skrítnir. Þeir skemmta sér bezt við að rífa og skemma. 6. •—- — Friðrik settist á stein og beið sólarlagsins. Og brátt breytt- ist liturinn á vatninu. Fyrst var það skínandi, eins og glóandi gull, síðan dumbrautt. Og svo lengdust skuggarnir meir og meir, og loks hvarf siðasti geisl- inn. Þá sá Friðrik kynlega veru koma upp úr vatninu. Það var fossbúinn. Hann hafði hvann- grænt hár, sem náði niður á ökla. Hann klifraði upp á stein og lét fæturna lafa niður í vatnið. Tók hann svo að greiða hár sitt með fingrunum. 7. ------Við hófumst nú handa og byggðum okkur kofa á strönd- inni. Ég er viss um, að það er sá skrítnasti kofi, sem nokkru sinni hefur verið byggður. Sjálfur Ró- binson Krúsó hefði eklti getað byggt furðulegri vistarveru. Þrir veggir hans voru hlaðnir úr vist- um okkar, en stórt segl notað fyrir þak, og hvíldi það á nolckr- um plönkum. Öflugasta vegginn hlóðum við gegn aðalvindáttinni. Var hann hlaðinn upp af korn- sekkjum, sem hvíldu á dósum, er höfðu niðursoðið grænmeli inni að halda. Enn fremur not- uðum við í bygginguna kartöflu- poka, varningskörfur, fullar af lauk, tunnur, fatapoka, já, jafn- vel svínslæri og reykt flesk. 8. ------Já, Grýla var orðin fjarska gömul, þegar þessi saga gerðist. Leppalúði, maður hennar, var dauður fyrir mörgum árum, og börnin hennar voru öll orðin full- orðin. Sum voru gift og farin að búa annars staðar. En sum voru enn heima og hjálpuðu mömmu gömlu að draga mat i búið, þvi að Grýlufólkið þurfti fjarska mikið að borða. Leppur var nú að veiða silung suður við Fiskivötn. Skreppur var að veiða fisk norður við Grímsey og átti að koma við í Drangey og ná þar í svartfugl. Skrápur var á fuglaveiðum uppi á Arnarvatns- heiði og Leiðindaskjóða var að tína ber og fjallagrös inni á heiði, því að Grýla notaði það i súpu og þótti mikið sælgæti. 9. ------Gústi átti áð fara í sigling- ar. Það varð grátur og gnístran tanna í barnastofunni daginn, sem Þrúða kom þangað upp og sagði, að Thomsen skipstjóri sæti í dagstofunni og væri að tala um, hve oft honum hefði tekizt að gera nýta menn úr ódælum strákum, sem hann hefði verið beðinn fyrir. Erfiðsvinnan og reglusemin á Aalabama hefði svo góð áhrif á þá, sagði hann. Mamma grét, því að henni þótti þetta erfið vinna fyrir Gústa, þó 138 Hver samdi jólasálminn. Jólasálmurinn „Heims um ból“ er eftir prestinn Jósep Mohr og saminn á jólanóttina árið 1818. Mohr átti heima á Hallein, sein er lítill en æva- forn bær i austurísku Ölpunum.. Vin- ur hans Franz Xavier Gruber, í sama bæ, samdi svo á jóladaginn þetta sama ár lagið við sálminn. Eftir að sálmurinn hafði verið sung- inn við guðsþjónustuna í hallarkirkj- unni í Pleissenburg, konungshöll Saxlands, á aðfangadagskvöld árið 1832, hóf hann sigurför sína um víða veröld og nær ávallt síðan, eins og boðskapur jólanna, til allra þeirra, sem þrá frið á jörðu og velþóknun drottins á mönnunum. að liann væri aðeins ráðinn til eins árs. Gústi væri bezti dreng- ur, hann hefði ætlað að taka byssuna traustataki, ekki stela henni-----------. 10.--------- Nú fórum við alltaf hærra og hærra upp í loftið, og seinast vorum við komin í 10 000 feta hæð. Finnst þér það ekki ægi- legt? Þú skalt bera það saman við hæstu fjöll heima. Þarna uppi var hræðilega kalt. Við vöfðum tepp- unum utanum okkur og dugði varla til. Góða stúllcan brosti hughreystandi og gaf okkur kjöt- seyði og brauð. Það höfðu ekki allir matarlyst, en ég át eins og hestur. Það var ævintýralegt að svífa þarna ofar skýjum og hafa allt í einu eignazt 'nýjan himin og nýja jörð-----------.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.