Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 30

Æskan - 01.12.1947, Blaðsíða 30
Jólablað Æskunnar 1947 3. Spurning: í hvaða átt cr sólin ura hádegi? Svar: Ætli þú sjáir liuna ekki í suðri. Spurningar og svör verða að ganga hratt og fjörugt ef leikurinn á að vera skcmmtilegur. Ef spyrjandinn vill, má hann syprja liinn sama margra spurn- inga, og alltaf verður orðið að koma i svarinu. Spyrjandinn vcitir því þá athygli, hvaða orð þar er, sem kemur fyrir í öllum svörunum. Hanastrlð. Þessi leikur er að vísu heppileg- astur úti á grasflöt að sumarlagi, en vel má leika hann inni i rúmgóðu her- bergi, en ekkert má vera inni, sem hætt er við að brotni eða velti um og skemmist. Þeir tveir, sem eiga að berjast, eru teknir og bundnir á höndum og fót- um. Fæturnir eru bundnir saman urn mjóalegginn eða öklann, hendurnar um úlnliði. Síðan eru hendleggirnir settir fram yfir hnjákollana og ýtl svo langt niður, að hægt sé að stinga priki undir hnésbæturnar og standa endarnir út fyrir, ofan við handlegg- ina. í þessum stellingum sitja bardaga- mennirnir, og fyrst látinn vera urn það bil einn mctri á milli þeirra. Síð- an hefst viðureigiiin, og þeir eiga að reyna að velta hvor öðrum um koll. Hefur sá sigrað, sem tekst að velta andstæðingi sinum, og má þá senda annan á móti honum, og svo koll al' kolli. Þetta getur verið allra skemmti- legasta viðureign, og líklega ætti eftir- leiðis að heyja allar styrjaldir þannig, að stjórnmálaforingjar og hershöfð- ingjar ættust við á þennan hátt. Flugferð. Áhöldin, sem þarf við leik þennan, eru breið fjöl eða lítil borðplata og tveir spýtukubbar, sem plalan er látin vega salt á. Þeir þátttakendur í leiknum, sem vilja fljúga, eru látnir fara út áður en undirbúningurinn hefst, og látnir koma svo inn einn i einu, og auðvitað bundið fyrir augu þeirra áður. Farþeganum er nú boðið að stíga upp í flugvélina, það er að segja upp á plötuna. Hann er látinn styðja hönd- um á axlir eins leikfélaga, sem stendur fyrir framan hann. Tveir aðrir taka sinn undir hvorn enda plöt- unnar og lyfta henni nokkra senti- metra frá gólfinu og rugga henni lítið eitt og róla til. Jafnframt beygir sá, sem hann styður sig við, hægt og hægt í hnjám, unz hann lnikir alveg á hæl- unum. Farþeganum finnst, að fjölin, sem hann stendur á, hafi lyfzt, og þegar sá, sem hann sfyður sig við, losar hendur hans af öxlum sér, vill liann ekki sleppa, hann er lofthrædd- ur, skjögrar, fálmar út í loftið, finnst hann hátt nppi og muni detta. Loks er hann beðinn að stökkva út úr flug- vélinni. Ef hann vill það ekki, er fjölinni hallað. Líklega æpir hann upp um leið og hann hrapar — fáeina sentimetra! Þetta getnr verið bráðskemmtilegur leikur. Áhorfendurnir geta aukið á skemmtunina með þvi að vara hann við: „Varaðu þig á lampanum! Beygðu þig — rektu þig ekki upp undir!“ Forboðin tala. Þú býður félaga þínum að veðja um, að þú getir fengið hann til að nefna töluna 36 á móti vilja sínum. Auð- vitað er hann viss um, að þú getir þetta ekki, og svo byrjar samtalið, t. d. á þessa leið: — Hvað er 29 og 2? 31. — Já, og 2 við? — 33. — Já, og 2 við? — 35. ■— Hana, nú sagðirðu það! —- Onei, það voru 36, sem ég mátti ekki nefna! — Alveg rétt, og nú gerðir þú það! — Æ! Að standa á stól. Fáðu félaga þinn til að stíga npp á stól og bjóddu honum að veðja um, að hann geti ekki staðið þar á meðan þú gengur þrisvar sinnum í kringum hann. Það er mjög liklegt, að hann bíti á agnið. Nú gengur þú tvo hringi í kringuin stólinn, ferð svo i sæti þitt og segir rólegur. „Jæja, nú ætla ég að hvíla mig, og svo geng ég þriðja hringinn í kringum stólskömmina á morgun.“ Hvort skyldi hann nú kjósa, að standa á stólnum til morguns eða viðurkenna ósigur sinn? Spilagaldur. Láttu einhvern draga spil úr stokkn- um, líta á það og setja á sig, hvað það er. Auðvitað mátt þú ekki sjá það, En i laumi lítur þú undir stokkinn og setur á þig spilið. Síðan setur þú spilið, sem dregið var, undir stokk- inn. Svo lætur þú einlivern draga, og ef fleiri vilja draga, má það gjarnan. Siðan tekur þú spilabunkann og flettir /ESKAN er jólablað barnanna. — Safnið nýjum kaupendum. 140

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.