Æskan - 01.11.1957, Qupperneq 19
Jólablað Æskunnar 1957
an9 sem aldrei var fcyýýS
Helgisögn eftir Hugo Gyllander.
YRIR mörgum öldum var land nokkurt, sem
var auðugt a£ borgum, kirkjum og klaustr-
um. Þar voru einnig frjósamir akrar og engi,
reisulegir kastalar og riddarahallir.
í höfuðstað landsins var ungur húsameistari. Hann var
dáður fyrir dugnað, nákvæma útreikninga og smekkvísi,
og þótt hann væri á ungum aldri, hafði hann þegar reist
margar hallir og enn þá fleiri venjuleg íbúðarhús.
Hann var þess vegna mjög eftirsóttur, og starf hans
og listfengi hafði aflað honum mikilla auðæfa og ver-
aldargæða.
Þá bar svo við, að einn göfugasti borgari bæjarins
ákvað að láta reisa kirkju til heiðurs dýrlingi sínum og
til þess að frelsa sál sína. Virtist honum, að ekki væri
hægt að verja auðæfunum betur. Hafði hann misst konu
sína og börn og var nú orðinn ellimóður og einmana.
Hann sneri sér til húsameistarans unga.
Varð hann glaður við og leit á tilboð höfðingjans
sem mikinn heiður. Auk þess voru launin, sem höfð-
inginn bauð, mjög rífleg og því freistandi. Hann fékk
líka strax áhuga fyrir hugmyndinni, því að enga kirkju
hafði hann byggt, enda þótt hann lifði á þeirri öld, er
kirkjubyggingar voru mjög tíðar.
En það lá mikið á, því að öldungurinn vildi fá að sjá
kirkjuna fullgerða fyrir andlát sitt.
— Ef'tir nokkra mánuði hef ég lokið við útreikninga
mína og uppdrætti, sagði húsameistarinn öruggur. Hóf
hann svo þegar undirbúning verksins.
En þá fannst honum skyndilega sem eitthvað skorti
á þekkingu sína.
Kirkja var engin venjuleg bygging. Ef til vill þurfti
einhverja sérstaka hæfileika til þess að reisa kirkju, sem
hann hafði ekki.
Hann reif fyrsta uppdráttinn sundur. Hann var ekki
ánægður með hann. Einhver rödd innra með honum
hvíslaði því að honum, að andann vantaði.
Andann? Hann var alls ekki trúlaus í venjulegum
skilningi. En innst inni hafði hann ávallt litið á trúar-
brögð sem einskonar skáldskap, sannan á sinn hátt, en
aðallega fagran — nokkurs konar fallegan draum.
Hann hafði gengið í kirkju við og við, a£ vana, ei:
lifað sem heimsins barn, sólginn í gull og heiður. Og
harður hafði hann verið við verkamenn sína og hjarta-
laus við fátæka.
í borginni voru fjölda margar kirkjur, sumar glæsilegar
og háreistar. Honum skildist, að liann hlaut að þurfa að
athuga þær og reyna að finna andann bak við steininn.
Þegar gamli borgarinn kom til hans að þrem mánuð-
um liðnum og spurði, hvort teikningarnar væru tilbúnar,
þá svaraði ungi maðurinn utan við sig og hikandi:
— Ekki enn þá. Það er eitthvað, sem vantar. En eftir
aðra þrjá mánuði, þá vona ég.........
Hann heimsótti kirkjurnar stöðugt, mældi og reikn-
aði. En er hann loks hafði fest uppdráttinn á blöð sín,
var hann óánægður. Alltaf fannst lionum eitthvað vanta.
Musteri guðs. Musteri fyrir ,Krist hinn krossfesta.
Gat maður reist það með því að athuga súlur og hvelf-
Frá jólaskí-m in(nn í Austurbæjarskólanum i Reykjavík.