Æskan - 01.11.1957, Qupperneq 20
Jólablað Æskunnar 1957
Hjálpíð
Hans og Grétu.
Öll ykkar kannist við söguna af
Hans og Grétu. Hér sjáið þið þau sitj-
andi uppi í tré og telja pönnukökurn-
ar á þakinu á húsi galdrakerlingarinn-
ar. Þau hafa margtalið, en geta ekki
orðið sammála um, livað þær séu marg-
ar. Nii ætlum við að biðja ykkur um
að hjálpa þeim að telja þær og senda
okkur svör ykkar fyrir 15. janúar 1958.
Þrenn verðlaun, sem verða útgáfu-
bækur ÆSKUNNAR í ár, verða veitt
fyrir rétt svör. — Senda skal svör við
hverri þraut sér á blaði.
ingar? Varð maður ekki að finna andann, sem frá örófi
alda hafði skapað þessar byggingar? Andinn bak við
efnið.
Húsameistarinn ungi sneri sér frá hvelfingum, múr-
veggjum og súlum og horfði á helgimyndirnar og hina
auðmjúku og trúuðu, sem lágu á bæn frammi fyrir þeim.
Hann hlustaði á sálmasönginn og á ræður presta og
munka.
Mikið af því, sem hann heyrði, fór inn um annað eyr-
að og úl um hitt, en eitthvað sat þó eftir í huga hans
og hjarta. Og smám saman vaknaði hjá honum trú eða
réttara sagt eins konar grunur.
Skyldi þetta geta verið satt? Var það ekki aðeins fag-
iur draumur heldur veruleiki, sannleikur, sannleikur?
Húsameistarinn ungi gleymdi starfi sínu og bygging-
unni, sem hann átti að reisa, það hvarf út í fjarskann.
En daglega fæddust í huga hans nýjar, undarlegar hugs-
anir og strangar, göfugar kröfur. Það var andinn, hið
innra með honum, sem var tekinn að byggja.
Hann dró sig meira og meira út úr skarkala daglegs
lífs og hugsaði ekki lengur um gull og heiður. Hann varð
gjafmildur og góður fátækum, sjúkum og lítils metnum.
En höfðinginn gamli, sem hafði áminnt hann aftur
og aftur og beðið hann að halda áfram og flýta verkinu,
sneri sér til annars húsasmiðs, sem lét ekki bíða eftir
sér.
Árin liðu. Húsameistarinn hvarf heiminum og heim-
urinn hvarf honum. Menn leituðu ekki framar til hans.
Hvað hefði það líka stoðað? Hann tók ekki að sér að
reisa neinar byggingar.
— Sorglegt, sagði fólk. — Svona gáfaður maður að
verða að engu á bezta aldri.
156
Enginn sá byggingu þá, sem óx dag frá degi og varð
æ hærri og fegurri í sál meistarans.
Auður hans eyddist smám saman og fór allur til góð-
gerða og hjálpar sjúkum og fátækum. Sjálfur varð hann
að lokum fátækur í elli sinni. Úr lélegu hreysi var hann
borinn til moldar og lagður í gröf innan um fátæklinga.
— Það fer svona, þegar menn nenna ekki að ávaxta
sitt pund, sögðu hinir vitru og efnuðu borgarar bæjarins.
En gamall munkur, sem liafði hlýtt á skriftamál hins
dána, tók svari hans.
— Hann fann að minnsta kosti það, sem hann leitaði
að, sagði munkurinn. — Hann ætlaði að byggja kirkju
sjálfum sér til heiðurs og ábata, kirkju úr steini. En hann
varð gripinn af andanum. Og sterkari meistarahendur en
hans breysku hendur, sem verða nú brátt að dufti, reistu
í sál lians hægt og hávaðalaust göfugra musteri og óendan-
lega fagurt. Hann sá það í fjarska, meðan augu hans
voru að bresta, og síðustu orð lians voru þakkarbæn til
drottins, sem hefði af náð sinni vísað honum veg.
Þannig er sagan um húsameistarann, sem aldrei byggði
kirkjuna sína.
En það er svo margt hér á jörðu, sem aldrei verður
fullgert, og þó að einhverju sé að fullu lokið, þá hefur
það jafnan einhverja galla, sem mennirnir finna og setja
út á. Og að síðustu fellur allt til grunna og gleymist.
En það, sem maðurinn byggir hið innra með sér, í sál
sinni, það varir, ef grundvöllurinn er sannur og traustur.
Það ljómar ekki og glóir í heimsins augum og fæstir
renna grun í hið þögla, orðlausa erfiði, sem á bak við
liggur.
En sá, sem rannsakar hjörtun, hann dæmir rétt. Og
hann bjargar slíkum byggingum fyrir eilífðina.
Margrét Jónsdóttir þýddi.