Æskan - 01.11.1957, Qupperneq 21
Jólablað Æskunnar 1957
AÐ var jóladagur og allir voru
farnir til kirkjunnar nema amma
og ég. Ég held að við höfum ver-
ið aleinar í öllu húsinu. Okkur
hafði ekki verið leyft að fara,
því önnur var of gömul, en hin ekki
nógu gömul. Og okkur fannst báðum
mjög leiðinlegt, að fá ekki að hlusta á
guðsþjónustuna og sjá jólaljósin.
En þegar við sáturn þarna í einver-
unni, fór amma að segja frá:
„Einu sinni var maður,“ sagði hún,
„sem fór út í svartnættismyrkur til að
fá eld. Hann gekk bæ frá bæ og barði
á dyr. Hjálpið þið mér, lijálpið þið
mér! sagði hann. Konan mín hefur al-
ið barn og ég verð að kveikja upp eld
til þess að hlýja henni og barninu.
En þetta var um miðja nótt, svo
allir sváfu. Enginn svaraði honum.
Maðurinn hélt áfram. Loksins sá
hann bjarma af eldi langt undan.
Hann stefndi þangað og sá að bjarm-
inn kom frá báli, sem kveikt hafði
verið úti á engi. Kringum eldinn lá
sauðahjörð og svaf, en garnall maður
sat hjá og gætti hópsins.
Þegar maðurinn, sem ætlaði að fá
eldinn, kom að fjárhópnum, sá hann
að þrír stórir hundar lágu sofandi við
fætur fjármannsins. Þeir vöknuðu all-
ir þrír, þegar hann kom og glenntu
upp ginin eins og þeir væru að búa
sig til að gelta, en það heyrðist ekkert
hljóð. Maðurinn sá, að þeir fitjuðu
upp á trýnið og það gljáði á vígtenn-
urnar á þeim í bjarmanum frá eldin-
um og svo réðust þeir á hann. Hann
fann að einn þeirra beit í fótinn á
honum, annar í höndina, en sá þriðji
beit á barkann á honum. En kjálkarn-
ir og tennurnar, sem hundarnir ætl-
uðu að bíta með, dugðu ekki eins og
hundarnir vildu.
Nú ætlaði maðurinn að halda áfram
til þess að ná í það, sem hann hafði
verið að leita að. En kindurnar lágu
svo þétt saman, að hann gat ekki kom-
izt að eldinum. Þá steig maðurinn of-
an á kindurnar og gekk á þeim að
eldinum. En engin kindin vaknaði
eða hreyfði sig.“
iiiiiiiiimiimiiiniiiiiiimiiniiiimmiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiii
| Eftir Selmu Lagerlöf. |
lÍMiiiiinn 111111111111 r.
Hérna var amma komin í sögunni,
þegar ég gat ekki stillt mig um að
grípa fram í. „Hvers vegna hreyfðu
þær sig ekki, ammaí" spurði ég. „Það
færðu að vita bráðum," svaraði amma
og hélt áfrarn sögunni:
„Þegar maðurinn var rétt kominn
að eldinum, leit fjármaðurinn upp.
Hann var gamall og önuglyndur, óvin-
gjarnlegur og harður við alla menn.
Og þegar hann sá ókunnugan mann
koma svona nærri, greip hann brodd-
staf, sem hann var vanur að styðja sig
við, þegar hann rak féð sitt á haga, og
kastaði honum eftir manninum. Og
broddstafurinn kom þjótandi beint á
manninn, en áður en hann hitti, kippt-
ist hann til hliðar og flaug fram hjá
honum og langt út á völlinn."
Þegar amma var komin hingað, tók
ég aftur fram í fyrir henni: „Amma,
af hverju vildi stafurinn ekki hitta
manninn?“ En amma svaraði ekki
þessari spurningu, en hélt áfram sög-
unni sinni:
Nú kom maðurinn til fjárhirðis-
ins og sagði við hann: „Æ, hjálpaðu
mér og lofaðu mér að fá eld hjá þér.
Konan mín hefur alið barn og ég verð
að kveikja upp eld til þess að hlýja
henni og baminu."
Fjárhirðinn langaði mest til að
segja nei, en þá mundi hann eftir að
hundarnir höfðu ekki getað gert
manninum neitt illt og að kindurnar
höfðu ekki hreyft sig, þegarhann kom,
og að broddstafurinn hans hafði ekki
viljað granda honum, og varð hálf
smeikur við þetta og þorði ekki að
neita honum um bónina.
„Taktu eins mikið og þú þarft,“
sagði hann við manninn.
En eldurinn var nærri því útbrunn-
inn. Þar var enginn hálfbrunninn við-
arkubbur eftir, heldur aðeins glæður,
og ókunni maðurinn hafði hvorki
reku né skál til þess að bera glæðurn-
ar í.
Þegar fjármaðurinn sá þetta, sagði
hann: „Taktu eins mikið og þú vilt!“
og honum þótti gaman að því, að
maðurinn skyldi ekki geta tekið neitt.
En maðurinn beygði sig niður og
týndi glóðarkögglana úr öskunni með
berum höndunum og safnaði þeim
í kápulrornið sitt. Og glóðin brenndi
ekki hendurnar á honum, þegar hann
snerti liana, og sveið ekki heldur káp-
una hans, og maðurinn bar þær burt
með sér, eins og það hetðu verið hnet-
ur eða epli.“
En hér var tekið fram í söguna í
þriðja skipti. „Amma, af hverju vildu
glóðarkögglarnir ekki brenna mann-
inn?“
„Það færðu að heyra síðar“, sagði
amma, og svo hélt hún áfram:
„En þegar fjármaðurinn, sem bæði
var slæmur maður og geðvondur, sá
allt þetta, þá varð liann undrandi og
spurði sjálían sig: „Hvaða töfranótt
getur þetta verið? Hundarnir bíta
ekki, kindurnar eru ekki styggar, staf-
urinn minn hittir ekki og eldurinns
brennir ekki.“ Hann kallaði á eftir
ókunna manninum og segir við hann:
„Hverskonar nótt er þetta? og hvernig
stendur á því, að allir sýna þér misk-
unnsemi?"
Þá svaraði maðurinn honum: „Ég
get ekki sagt þér það, úr því að þú.
sérð það ekki sjálfur." Og svo flýtti.
hann sér á burt til þess að komast semi
157