Æskan - 01.11.1957, Síða 24
Jólablað Æskunnar 1957
Kristur læknar sjúka. — Guðm. Thorsteinsson.
saumaði út. Margar af myndum hans eru úr svo lélegu
efni, að þær eru nú þegar úr sér gengnar eða eyðilagðar
með öllu, þó eftir sé nægilega mikið til þess, að varðveita
listamannshróður hans í framtíðinni.
Flestar teikningar hans fjalla um efni úr ævintýrum,
sem hann ýmist samdi sjálfur, ellegar tók úr íslenzkum
þjóðsögum. Þjóðsögunum var hann gagnkunnugur, og
var það mikið tjón, að hann skyldi eigi hafa tækifæri
til að gera fleiri myndir úr þeim. — Vinna að myndum
í nýja útgáfu þeirra.
Til eru myndir eftir Guðmund úr einum 10 íslenzkum
þjóðsögum. Ein af skemmtilegustu myndum hans er mynd-
in af þvi, er skrattinn fór að skapa mann, en tókst ekki
Smalastúlkan. — Guðm. Thorsteinsson.
160
hönduglega, því í staðinn fyrir að skapa mann, varð
köttur úr því, og þó vantaði á hann skinnið.
Teikningar hans eru sumar með miklum gáska og
varpa skýru ljósi yfir ýmsar smásögur þjóðsagnanna. Aft-
ur er efni annarra tekið úr ömurlegum draugasögum,
er hann tók vafalaust mjög alvarlega, því dulspekitrúar
var hann inn við beinið, eins og margir íslendingar.
Hann vildi ekki vel kannast við það, og sló slíku í glens.
En í bréfum hans kemur það fram hvað eítir annað, að
t. d. saklaus draumur, gat eyðilagt fyrir honum ánægju
dagsins og gert honum gramt í geði. Hjátrúarfullur var
hann eins og spákona.
Vel er hægt að líta svo á sem Guðmundur Thorsteins-
son sé norrænn listamaður, vegna þess, að viðfangsefni
lians eru norræn, einkum íslenzk, og íslenzkur er sá
ævintýraheimur, er gaf honum hugmyndir til teikninga
sinna. En list hans hefur ekkert beint samband við aðra
íslenzka myndlist. Og þó hann hafi notið kennslu á Tekn-
iska skólanum í Höfn, og stundað nám um skeið á aka-
demíunni þar, þá er hann í list sinni ekki lærisveinn
neins sérstaks kennara. Hann lagði ekki grundvöll að verk-
um sínum með því að leita fyrirmynda í bókum um
myndlist. Og er hann var á ferðalögum, eyddi hann ekki
tíma sínum í að skoða listasöfn. Hann vann sjálfum
sér til skemmtunar eða þegar „andinn inngaf honum“.
Mestan hluta ævi sinnar var hann svo efnum búinn, að
hann gat leyft sér að haga vinnu sinni þannig.
Guðmundur Thorsteinsson skildi vel hugsunarhátt og
hugsanalíf barna. Því var honurn sérlega lagið að teikna
myndir í barnabækur. Stafar það af íólksfæðinni á ís-
landi, og erfiðleikum á bókaútgáfu þar, hve þessir hæfi-
leikar hans komu að litlum notum. Myndir eru til eftir
hann í tveim barnabókum. Er önnur þeirra þulur Theö-
dóru Thoroddsen. Þulur Theodóru komu út í Reykja-
vík 1916. Önnur myndabók, sem komið hefur út eftir
hann, er „Negrastrákarnir" frá árinu 1917. Einkum sú
bók er ágæt, og ættu myndirnar það skilið, að þær næðu
útbreiðslu utan íslands. Myndirnar eru teiknaðar við al-
kunna gamankvæðið „10 litlir negrastrákar".
Árið 1921 var hann á leið með flutningaskipi frá ís-
landi til Ítalíu. Á leiðinni gerði hann myndabók með
lesmáli handa systurdóttur sinni, Helgu Egilson. Heitir
bókin „Ævintýrið um Dimmalimm kóngsdóttur", og um
prins í álögum. Hann er í svanaham, og losnar eigi úr
álögunum nema kóngsdóttir kyssi hann. Er kóngsdóttir
kyssir svaninn, fellur hann dauður niður. Þá syrgir öll
náttúran, trén gráta. Hvert barn, sem sér þá mynd, hlýt-
ur að komast við.
Myndir þær, sem hann gerði úr glitpappír, eru meðal
helstu listaverka hans. Þær eru þannig gerðar, að hann
límir á grunnflöt ræmur af allavega litum glitpappír.
Framhald á siðu 154.