Æskan - 01.11.1957, Qupperneq 35
Jólablað Æskunnar 1957
Hrei/sti — krnftur — fegurd
Þar sem er nýafstaðin „karlakeppni“
í Reykjavík um titilinn: „íslendingurinn
1957“, er gaman að segja ykkur frá Steve
Reeves, þeim yngsta Bandarikjamanni,
sem unnið liefur heiðUrstitilinn: bezt vaxni
maður i heimi af atvinnumönnum.
Steve Reeves er fæddur í fylkinu Mon-
tana í Bandarikjunum 21. janúar 1926.
Hann var á unga aldri, þegar hann missti
föður sinn. Á sumrin dvaldi hann hjá
frænda sínum, sem átti húgarð, og mikil
var gleðin hjá unga drengnum, þegar
liann gat verið á hesthaki. Frá þvi að
Steve man eftir sér, þráði hann útiveru,
göngur og hjólatúra og að komast á liest-
bak, þá var Steve virkilega í essinu sínu.
Fluttist til Kaliforníu.
Þegar Steve var 12 ára, fluttist móðir
lians til Oakland í Kaliforníu — dásam-
leg sólskinsborg við Ityrrahafið. Þar
hagar þannig til, að i sveitinni þar i
kring er hæðótt og mikið land og Steve
kunni vel við sig í þessu nýja umhvert'i.
í gagnfræðaskólanuin í Oakland var lyft-
ingaklúbbur. Eins og hinir strákarnir
fékk Steve áhuga fyrir lyftingum, en
lians aðaláhugamál var að þjálfa sig og
fá fallegan og karlmannlegan líkamsvöxt.
Einn af vinum hans þjálfaði sig heima
við húsið i garðinum hjá sér, og Steve
æfði sig með honum.
Boginn í bakið.
Nú var Steve 15 ára gamall. Eins og
flestir drengir á þessum aldri var lianu
boginn i bakið.
Nú æfði Steve reglulega og af miklum
áhuga. Hann gekk i tvö fimleikafélög.
Honum til happs var hann í Kaliforniu,
þar sem er mikið um slík félög, svo hann
gat valið um.
Þegar Steve var 18 ára var liann kall-
aður i herinn. Næstu tvö árin gat liann
litið sem ekkert æft, því að hann gegndi
herþjónustu á Pliilippines-eyjum, þar
sem liann var fótgönguliðsmaður og var
með í innrásum á margar eyjar í Kyrra-
hafinu, sem Japanir voru fyrir. Steve
vann sér frægð og hciðurspeninga fyrir
hetjulund og hreysti. í ]>essum orrustum '
særðist hann og þjáðist af malaríu. Rétt
áður en hann var leystur frá herþjón-
ustu, var liann kvaddur til að gegna her-
þjónustu i Tokio og þar tókst honum að
ná í lyftingatæki og nú æfði hann sig af
krafti og tókst að ná góðum árangri áður en
liann fór til baka til Kaliforniu sem frjáls
maður. Þetta var árið 1946 og þá var
Steve svo lánsamur að mæta Alan Step-
han, „bezt vaxna manni Ameriku", sem
var ]>á staddur i Kaliforníu. Þessi fund-
ur — að mæta Alan Stephan, hafði þau
álirif á Steve, að hann ákvað að taka þátt
í næstu keppni um titilinn „Bezt vaxni
maður Bandaríkjanna“, og sá viðburður
skeði næsta ár, að Steve vann í keppn-
inni og var kjörinn „Bezt vaxni maður
Bandaríkjanna 1947. Sá allra yngsti sigur-
vegarinn í sögunni — ])á aðeins 21 árs.
m
Einvígið við Grimek.
Árið 1948 fór Steve til Lundúna til að
taka þátt í keppninni: „Bezt vaxni mað-
ur í heimi“, og aðalkeppinautur hans var
John Grimek — stjarna, sem Steve hafði
dáð, þegar hann var byrjandi. John var
næstum helmingi eldri en Steve. Steve
var annar í þessari keppni, en hann þurfti
eliki að skammast sín fyrir það, þvi Gri-
mck var kallaður: „Iíonungur líkams-
ræktarmanna“ og hafði verið það i mörg
ár.
Árið 1950 fór Steve til Lundúna til að
taka aftur þátt í keppninni: „Bezt vaxni
maður heims“ og í þetta sinn var aðal-
keppinautur hans Reg Park. Það lilýtur
að hafa verið erfitt verk fyrir dómarana,
þegar þessir tveir risar stóðu lilið við
hlið. Eini sýnilegi mismunurinn var, að
Steve var grennri um mjaðmirnar. Stevc
Reeves vann þessa keppni og hlaut heið-
urstitilinn: „Bezt vaxni maður alheims-
ins 1950“ og þarna rættist draumurinn,
lengra var ekki hægt að komast.
Steve Reeves
ekki sungið með þeim, því að hann kunni ekki það, sem
þau sungu. Hann hafði aldrei verið eins sæll og þetta
kvöld. „Nú sé ég, að hann vill líka, að mér líði vel,“ hugs-
aði hann; „hann vill, að öllum börnum líði vel.“
Þegar jólin voru liðin, fór hann heim aftur, ekki í
rifnu fötunum sínum gömlu, heldur í fallegu fötunum,
sem börnin færðu hann í, þegar hann kom. Þau gáfu
lionum fötin. Það má geta nærri, að hann hefir verið
þeim þakklátur, en vænst af öllu þótti honum samt um,
að þau gáfu honum eina af bókunum, sem þau höfðu
sungið á um þann, sem vildi að öllum börnum liði vel.
Sig. Júl. Jóhannesson.
171