Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1957, Page 37

Æskan - 01.11.1957, Page 37
Jólablað Æskunnar 1957 ið og teikna eitthvað í kring um skærin, svo að úr ])ví verði mynd. Þetta er hreint ekki erfitt, eins og ])ið getið séð á mynd- unum hér, sem maðurinn lánaði okkur. 4. Hvað er í körfunni? Þessi leikur er skemmtilegur og maður verður að hafa dálitla glóru í kollinum, ef maður vill ná góðum árangri. Maður nær sér í innkaupakörfu og lætur í hana sitr- ónu, gamlan vettling, liarðsoðið egg, votan svamp, kartöflu, gulrót og sex eða sjö aðra hluti. Siðan á að breiða yfir körfuna; allir fá blýant og blað og svo eiga bátttakendur að þreifa hver á eftir öðrum i körfunni i eina minútu og skrifa svo upp, hve marga hluti þeir gálu þckkt og munað eftir. Hringjaspil í jólaleyfinu. Þetta er ágætt innanhússspil, ef það er ekki haft of stórt og fyrirferðarmikið. Það er auðveit hverjum laghentum dreng eða stúlku að búa það til. Þú þarft tréplötu um 15x15 sm á stærð og viðartein, sem getur verið allt upp í ’/í m á hæð. Pinnann verður þú að tálga til, svo hann komist í gatið, sem þú borar á tréplötuna. Pússaðu plötuna með sand- pappfr, svo að enginn fái flisar i fingurna. Siðan þarftu að útbúa nokkra liringi. Þú þarft í minnsta lagi 3, en skemmtilegra er að liafa þá mun fleiri. Hægt er að búa þá til úr mjóum kaðli, sem þú vcfur saman. Einnig er hægt að nota viðigreinar, þær eru vel beygjanlegar og hægt er að binda þær saman með seglgarni. Svo geturðu sjálfur ákveðið, hvernig ]>ú villt spila þetta, en auðvitað er vandinn að koma sem flestum hringjum á trétein- inn. Hvers vegna að kaupa dýra jólastjörnu, þegar þú getur sjálfur búið til aðra úr pappa eða krossviði, sem bæði er ódýrari og endingarbetri? Þessa fallegu jólastjörnu skerðu út úr þykkum pappa eða þunnum krossviði. Þú getur sjálfur teiknað stykkin A, B og C i réttri stærð og hana getur þú sjálfur ákveðið; 10—15 sm frá oddi til odds er ósltöp hæfilegt. Rifurnar, sem skornar eru inn í, skulu vera af sömu breidd og þykkt og efni stjörnunnar. Rifan i A á að ganga inn i löngu rifuna í stylski B (berðu lim á kantana). Þú verður að búa til tvö stykki af C, sem eiga að fara i styttri rif- urnar á B. Þegar limið er þurrt, berðu lím eða gólflakk á alla stjörnuna og dreifir svo brons- eða silfurgliti yfir hana. Svo gcr- irðu gat i einhvern oddinn og liengir stjörnuna upp i glugga. Þar er næstum alltaf einhver súgur, svo að stjarnan verð- ur alltaf á einhverri hreyfingu og hún verður fallega glitrandi að sjá, þegar glit- ið endurkastar ljósgeislunum. Hvar er hálshindið? Helga og Jón eru ný trúlofuð. Þau sitja hér í kvikmyndahúsi, en í miðri sýningu verður Helga vör við, að Jón hefur tapað hálsbindi sínu. Getið þið nú ekki hjálpað þeim að finna það áður en sýningunni verður lokið. Tök- um okkur nú öll til og finnum háls- bindið, það á að finnast hér í þessu blaði ef þið leitið vel. — Ráðningar sendist blaðinu fyrir 15. janúar 1958. Þrenn verðlaun, sem verða útgáfu- bækur ÆSKUNNAR, verða veitt fyr- ir rétt svör. — Senda skal svör við hverri þraut sér á blaði. Fyrstti jólahortin. Talið er, að jólakort séu upp runnin i Englandi. Á rikisstjórnarárum Önnu drottningar, sem sat að völdum frá 1704— 1714, tíðkaðist það, að börn sendu foreldr- um sinum og ættingjum kort með sýnis- horni af rithönd sinni. Voru kort þessi oft með útskornum röndum og myndum, sem börnin lituðu sjálf. Sennilega var það þó ekki meginhlutverk þessara korta að flytja jólakveðjur eins og nú tiðkast, held- ur öllu fremur til að sýna hverjum fram- förum sendandinn tæki i hinni göfugu rit- list frá ári til árs. Á hinn bóginn var það siður fullorðna fólksins að senda ættingj- um og vinum jólabréf. Fyrsta jólakortið í svipaðri mynd og nú tiðkast var gefið Viktoríu drottningu árið 1845. Gefandinn var frægur málari. Á kort- inu var olíumálverk, og mun listamaður- inn hafa þrykkt nokkur afrit af þvi handa vinum sinum. Árið eftir bar svo til, að að- alsmanni einum i Bretlandi vannst ekki timi til að skrifa jólabréf sín eins og venjulega. Fékk hann þá þekktan lista- mann til að gera jólakort fyrir sig. Lista- maðurinn gerði mynd af fjölskyldu, við jólaborðið, og þrykkti myndina á nokkur kort, sem hann handlitaði siðan, og voru þau að því leyti lík jólakortum barnanna. Áletrunin á þessum kortum var mjög lík þvi, sem gerist enn þann dag I dag. Á þvi stóð aðeins: Gleðileg jól og farsælt kom- andi ár! 173

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.