Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1957, Side 39

Æskan - 01.11.1957, Side 39
Jólablað Æskunnar 1957 af ljósgrænum silkipappir niður í smá agnir, sem við dreifum svo yfir greinina. Pappirsagnirnar límast fastar A greinina og lita út eins og græn blöð. Járnbrautarbrúin, sem lestin verður að geta ekið i gegnum, cr á mynd 5. Þú þarft 3 spjöld af slífum pappir (mynd 4). Tvö lengri spjöldin beygir þú eins og sýnt er á myndinni. Þá eru koinnir 2 þríhyrn- ingar, sem þú limir saman með lim- pappír. Milli þrihyrninganna límir þú svo þriðja pappaspjaldið. Brúna geturðu málað eða klætt með lituðum pappír. Við brúna þarf að vera merki. Á mynd G sérðu, livað þú þarft til þess: Tvinna- kefli, trépinna og pappabút. Meira þarftu ekki að vita til þess að geta búið til merki. En nú vantar það mikilvægasta -— lest- ina sjálfa. Við byrjum auðvitað á eim- reiðinni. Á mynd 8 eru tveir venjulegir eldspýtustokkar, — scm við límum þannig sainan, að sá aftari standi upp á end- ann. Við vefjum saman stífu pappaspjaidi og höfum það fyrir rcykliáf. Þakið er úr sama efni (mynd 9). í reykháfinn er hægt að stinga bóm- ull. Eimreiðina málum við svarta eða klæðum hana með svörtum pappír (mynd 10). í smiði í skólanum geturðu fengið að saga tréhjól undir lestina. Á mynd 11 geturðu séð botninn á eimreiðinni. Eldspýtubútar eru notaðir í öxla. Oxlarn- ir cru festir með limpappir. Með eim- reiðinni er ágætt að liafa kolavagn (mynd 13). Búið sjálf til jólakortin. 1>lð eru<'1 senr»lcga þegar byrjuð á ..... = jólaundirbúningnum, já, og jafn- vel byrjuð á þeim jólagjöfum, sem þið búið til sjálf, jólaskrauti o. s. frv. Hafið þið hugsað til þess, að þið getið sparað peninga og glatt þá, sem ættu að fá frá ykkur jólakveðju, ef þið útbúið sjálf jólakortin. En munið að kaupa umslögin. Ef þið hafið engar hugmyndir til þess að teikna, þá eru hér nokkrar. Teiknið myndirnar á pappa og litið þær íallega og vandlega. Ef þið hafið gaman að því að ljósmynda, er enginn vafi á því, að þið setjið á kortið myndir, teknar af ykkur sjálfum. Nú fer ég. Prestur einn, er þótti fremur lélegur ræöumaður, var orðinn svo vanur þvi, að kirkjubekkirnir væru þunnskipaðir, að hann messaði oft, þótt ekki væru nema þrir menn i kirkjunni, auk prestsins og meðhjálparans, og þegar þeim fór að leið- ast ræða prestsins, stóðu þeir upp og gengu út. Lítilli stund síðar fór meðhjálp- arinn upp í stólinn til prestsins og mælti: „Hérna er lykillinn, prestur minn, þér gerið svo vel að loka á cftir yður, þegar þér eruð búinn, því að nú fer ég.“ Hann datt í sjóinn. Ósyndur nirfill datt i sjóinn. Eftir mikla fyrirhöfn og lifshættu auðnaðist manni nokkrum að bjarga honum. Þegar nirfill- inn hafði fengið fast land undir fætur, rétti hann lifgjafa sínum 50 aura. Þeim, sem viðstaddir voru, blöskraði nirfilshátt- urinn, og liöfðu óspart orð á þvi. En lif- gjafinn sagði með mestu liægð: „Látið ekki svona, góðir h&lsarl — Itarlskepnan veit bczt sjálfur hvers virði liann erl“ 175

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.