Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 40

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 40
Jólablað Æskunnar 1957 SSSS2S2S2S2SSSSSSSSSSSSS8SSSSSSS2SSS2SSS2SSSSSSSSS2S2SSS Erla Þorsteinsdóííir. Ein allra vinsælasta dægurlagasöngkona okkar í dag mun vera Erla Þorsteinsdóttir. Hún er 24 ára gömul, dóttir þeirra merkis- hjónanna á Sauðárkróki, Ingibjargar Kon- ráðsdóttur og Þorsteins Sigurðssonar. Eria er gift dönskum manni og eiga þau lijón tvö börn. Hún hóf söngferil sinn í Dan- mörku, en fyrst kom hún opinberlega fram hér heima á skemmtikvöldvökum Góð- templara að Jaðri. Erla hefur nokkrum sinnum sungið í útvarp og á skemmti- stöðum i Danmörku. Alls hefur hún sungið inn á 10 plötur, 8 íslenzkar og 2 danskar. Síðasta plata hennar kom út á síðasta sumri og á henni eru annars vegar Bamli- ínó og hins vegar Tango for two, hvort tveggja með íslenzkum texta. Hljóðfæra- verzlunin Fálkinn í Reykjavík gefur plötur hennar út. W Hattkur MLorthen.s» Haukur Morthens er einn af vinsælustu dægurlagasöngvurum landsins. Hann hef- Haukur Morthens. Heims um ból helg eru jól, signuð mœr son Guðs ól, frelsun mannanna, jrelsisins lind, frumglceði Ijóssins, en gjörvöll mannhind meinvill í myrkrunum lá :,: Heimi i hátið er ný, himneskt Ijós lýsir ský, liggur í jötunni lávarður heims, lifandi brunnur hins andlega seims, :„ Konungur lifs vors og Ijós. :,: ★ ★ ★ Heyra má himnum í frá englasöng: „Allelújá Friður á jörðu, þvi Faðirinn er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér :,: samastað Syninum hjá. :,: Sveinbjörn Egilsson. ★ ★ ★ ■ ■■■■■■■■■■■■■■. ■■■■(!■■■■■■■■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■"■ ■"■■"b ■■■■■■ ur nú sungið í 13 ár opinberlega á skemmti- stöðum og i útvarpinu. Fyrst kom hann fram opinberlega 12 ára í Drengjakór Reykjavíkur, sem Jón ísleifs- son söngkennari stjórnaði. Árið 1944 tók Haukur að syngja á skemmtunum. Hann lærði prentiðn og stundaði hana, þar til fyrir 4 árum, að liann helgaði sig ein- göngu söngnum. Á síðasta ári birtist í einu dagblaði Reykjavikur viðtal við söngvar- ann, þar sem hann ræðir um vín og tóbak. Hér koma smá glefsur úr þvi viðtali. „Ég hef aldrei bragðað vín,“ segir Hauk- ur. „Það hefur aldrei komið fyrir að mig liafi langað í áfengi, — ég lief aldrei þurft að grípa til áfengis eða neinna deyfilyfja, — ég hef ekki heldur reykt eina einustu sígarettu á ævinni. — Þegar ég tólc að sækja dansleiki 17—18 ára gamall, var það oft að félagar mínir smökkuðu áfengi, og sumir fullmikið, lentu jafnvel í ryskingum og rifu föt sin. Fyrsta veturinn dansaði ég ekki, en sat og hlustaði á músikina. Þegar ég hitti félaga mína á mánudögum, vissu þeir stundum eklti livað hafði gerzt á laugardagskvöldunum, þeir höfðu orðið svo miður sín, — þá óleit ég slíka hegðun ekki mikla skemmtun. Og þegar ég tók að syngja á samkomum, var oft gleðskapur, og menn hafa komið til mín og boðið mér að vera með og dreypa á, en ég hef aldrei þegið þær veitingar." Haukur Morthens hefur sungið inn á fleirri hljómplötur en nokkur annar is- lenzkur dægurlagasöngvari hefur gert til þessa. Útgefandi hefur verið hljómplötu- verzlunin Fálkinn h.f. í Reykjavík. 176

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.