Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 43

Æskan - 01.11.1957, Blaðsíða 43
4 Jólablað Æskunnar 1957 ViltxjL verða lánsamur? Sé svo, þá varastu reiíSi og illgirni. Lofaðu fáu, en vertu orðheld- inn. Sem l)ig að háttum siðsamra manna, en ekki fávísra ráð- íeysingja. Vertu ekki of fljótur að trúa óhróðri og umfram allt, segðu hann ekki öðrum. Vertu öllum góður, svo l)ú haldir vinum þínum og sættist við óvini ])ína. Gef gaum að öllum hjálpar- meðulum, sem geta orðið ])ér til stuðnings. Reyndu að komast að raun um, hvaða lífsstarf þér hentar hezt og varastu að þrengja þér inn í þá stöðu, sem þú ert ekki liæfur til. Dægradvöl. Spumingagátur. 1. Hvaða skegg er liárlaust? 2. Hvað gerir hver sá lilutur, sem lifir á jörðinni, syndir í vatninu og sveimar i loft- inu, allt þangað til hann deyr? 3. Hvaða bræður eru það, 5 að tölu, sem fara hver 1 annars föt? 4. Hvað áttu að gera, þegar þú dettur? 5. Til hvers eru vindlar reykt- ir? (i. Hvert fljúga fuglarnir að jafnaði? 7. Hver étur járn og stál án þess að skemma maga sinn? 7. Hvaða hanar éta ekki bygg? 8. Sá, sem tekur hann, þekkir hann ekki; sá, sem slær hann, segir það ekki; sá, sem þekkir hann, tekur hann ekki. Hver er það? 10. Hví getur ekki rignt tvær nætur samfleytt? 11. Hvar getur þú setið, en ég ekk i ? 12. Hvað er það, sem lengist og styttist í senn? 13. Hvað er það, sem gengið er, ckið, riðið og siglt á? 14. Hver er sá, er fellur illa, en meiðir sig ekki; liður, en barmar sér ekki; sundrast, en deyr þó ekki? 15. Hver er sú, sem hleypur fótalaus; skilst, þótt hún þcgi, en sýður, ef henni er lijálpað til þess? 16. Hver er það, sem hefur liausinn niðri í sér og hal- ann út um munninn? 17. Fimm fara inn um einar dyr, en koma þó i sitt her- bergið hver. Svör á eru á blaðsíðu 178. Jólamerki. Árið 1904 fékk danskur póst- meistari hugmyndina um út- gáfu jólamerkja og það sama ár var fyrsta jólamcrkið gefið út í Danmörku. Siðan var liug- myndin tekin viðs vegar um heim og nú eru jólamerki gefin út i um það bil 50 löndum. Þessi einfalda hugmynd uin jólamerki hefur orðið til hless- unar fyrir milljónir manna i heiminum, þvi að andvirði þeirra hefur fyrst og fremst verið notað til þess að kosta baráttuna við útbrcidda sjúk- dóma. Hér á íslandi hófst útgáfa jólamerkja einnig árið 1904, fálkamerkin þrjú til ágóða fyr- ir barnahæli, og siðan 1913 hefur Thorvaldsensfélagið í Reykjavík gefið út jólamerki ó- slitið að undanskildu árinu 1917. Á Akurcyri hefur Kvenfélag- ið Framtiðin gefið út jólamerki mörg undanfarin ár til styrkt- ar fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Mörg íslenzku jólamerkjanna eru sérstaklega fögur, enda teiknuð af ýmsum færum lista- mönnum, svo sem Kjarval, Tryggva Magnússyni o. fl. Á síðasta vori kom út bók, sem ncfnist „íslenzk jóla- merki“. Er hún ætluð þeim áhugamönnum, sem vilja safna islenzkum jólamerkjum i eina bók, en áhugi fyrir þeim hefur farið vaxandi, bæði hér á landi og viða um heim. Nýtt írínterlti. íslenzka póststjórnin sendi frá sér nýtt frímerki 16. nóv- ember s.I. Frímerki þetta var gefið út í minningu um 150 ára afmæli Jónasar Hallgrímsson- ar. Verðgildið er kr. 5,00. Frí- merkið teiknaði Stefán Jónsson og er prentað i tveim litum, svörtum og grænum. Veízíu Jícttn ttm Kínverja? Kínverjar gráta, þegar þeir gleðjast, en hlægja, þegar þeir hryggjast. Kínverjar ganga i hvitum ldæðum, þegar þeir syrgja. Iíínverjar taka í höndina á sjálfum sér, þegar þeir hitt.a góðan kunningja. Kinverjar taka af sér skóna en eklci hattinn, þegar þeir koma í hús. Kinverjar ganga oft á skyrt- um utan yfir yfirhöfninni. Kinverjar drekka heitt te til þess að svala sér i hitanum. Kínverjar teljast eins árs þegar þeir fæðast. 1. Sá, sem ekkert vit liefur sjálfur, en hefur einungis lært mikið i belg og biðu, þekkir ekki meiningu fræðibókanna, fremur en spónninn finnur bragð að súpunni. 2. Greindarlaus maður er einnig viljalaus maður. Sá, sem elcki hefur greindina, lætur aðra leiða sig afvega, blekkja sig og nota fyrir verkfæri. Sá einn, sem hugsar, er frjáls og sjálfstæður. 3. Fáir eru svo skynsamir, að þcir fyrirliti lof lieimskunnar. 4. Tem þér að leyna þján- ingum þínum. Fáir munu skeyta um að heyra, að þú haf- ir tannpínu eða hlustarverk. . 5. Lestu daglega litinn kafla i góðri bók í þrjá mánuði og hugsaðu um efnið rækilega þrisvar sinnum lengur en þú varst að lesa það. Með þessu verður þú leikinn í að hugsa og tekur ótrúlega miklum fram- förum. 6. Eyddu aldrei öllu, sem þú vinnur inn, hversu lítið sem það er. 7. Göfugar hugsjónir koma eklti frá liöfðinu, heldur hjart- anu. 8. Notaðu aldrei annað en það, sem þú átt, og kauptu aldrei annað en það, sem þú getur borgað sjálfur. 9. Allir eru jafnir i augum guðs, hvort sem þeir eru mik- ilsmetnir eða litilsvirtir af mönnum. 10. Til eru menn, sem i neyð- inni ákalla guð, án þess að þeim skiljist, að guð stendur ætið við hlið þeirra. Elzta málverk, sem til er af Maríu mey, er síðan árið 150. Það er eftir óþekktan málara og fannst i Rómaborg. 179

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.