Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1957, Side 44

Æskan - 01.11.1957, Side 44
Jólablað Æskunnar 1957 Nú rennur jólastjarna og stafað geislum lœtur á strák i nýjum buxum og telpu á nýjum kjól. Hve kertaljósin skina og sykurinn er sœtur og söngurinn er fagur, er börnin halda jól. Og mitt i allri dýrðinni krakkakríli grcetur — það kemur stundum fyrir, að börnin gráta um jól — en bráðum gleymist sorgin, og barnið liuggast lœtur og brosir gegnum tárin sem fifill móti sól. Þá klappa litlar hendur og dansa fimir fœtur, og fögrum jólagjöfum er dreift um borð og stól. Nú rcetast margar vonir og draumar dags og nœtur. Ó, dœmalaust er gaman að lifa svona jól. Og ellin tekur hlutdeild i helgi jólanœtur, er heimur skrýðist Ijóma frá barnsins jólasól. En innst i hugans leynum er litið barn, sem grcetur — og litla barnið grœtur, að það fcer engin jól. Örn Arnarson. Molbúa saga. Einu sinni grófu Molbúar brunn; kom ])á upp heill haugur af mold við gröftinn. Þeir fóru þá að ráðgast um, hvað þeir ættu að gera við svona mörg vagnhlöss nf mold, því að ekki mætti moldin sitja þarna og vera fyrir. Þeir, sem hyggnastir voru, stungu upp á því, að þeir skyldu grafa stóra holu og moka svo moldinni ofan i hana; á þetta féllust þeir allir, en litlu siðar spurði einn þeirra töluvert efa- blandinn: „Já, en hvað eigum við að gera við moldarhrúguna, sem upp úr þeirri liolu kemur?“ En hyggni Molbúinn svaraði: „O, við verðum eklfi í vandræðum með það; við gröfum bara nýja holu svo stóra, að hún taki hrúgurnar úr hinum báð- um 1“ T ÓMnstu.nda.h.'Völd. í október sl. liófst tómstundastarfsemi í vegum Ungtemplara I.O.G.T. í Reykjavík. Leiðbeint er í föndri, framsögn og skák. Kunnáttufólk leiðbeinir i hverri grein. Auk þess hafa húsakynni reglunnar á Frikirkju- vegi 11 V'við opin til frjálsra afnota 3 kvöld vikunnar, og er þar iðkað borðtenn- is, bobb og skák, og auk þess hafa þar farið fram kvikmyndasýningar. Starfsem- in hefur hingað til verið miðuð við ung- templara á aldrinum 14—20 ára. Ferðalag í járnbrautarlest. Hjón nokkur í Ameríku voru á ferðalagi með drenginn sinn. Þau ferðuðust i svefn- vagni i járnbrautarlest, og var sá litli lát- inn sofa i efra rúmi í klefanum. Þeim litla varð ekki um sel, þegar Ijósin voru allt í einu slökkt i klefanum, og kallaði: „Pabbi, ertu hérna?“ „Já, ég er hérna,“ svaraði faðirinn, „en farðu nú að sofa, góði minn.“ Eftir litla stund kallar sá Iitli aftur: „Mamma mín, ertu hérna líka.“ „Já,“ svar- aði móðirin, „vcrtu nú ekki að þcssum lirópum, farðu strax að sofa.“ Ekki varð sá litli ánægður með þessi svör, og eftir stutta stund byrjar hann að spyrja á nýjan lcik. Maður nokkur, sem var í sama jórnbraut- arvagni missti nú þolinmæðina og hrópaði: „Já, faðir þinn og móðir eru hérna og allir þínir ættingjar lika. Farðu nú að sofa, og liættu þessum lirópum." Það leið samt ekki á löngu, þar til sá litli lét heyra til sín að nýju, og nú var hann alvarlega liræddur: „Mamma min,“ sagði hann, „var það guð sjálfur, sem var að tala við mig?“ TH-i ~rryr~ ri -™. y Kemur út einu sinni í mánuði, og auk þess fá skuldlausir /Ír / v » Inw /\ l^j kaupendur litprentað jólablað. — Árgangurinn kr. 35.00. mmmmmmmi^mmmmmmmmmm Gjalddagi er 1. apríl. Afgrciðsla: Kirkjutorgi 4. Sími 14235. Utanáskrift: Æskan, pósthólf 14. — Ritstjórar: Grímur Engilberts, simi 12042, póst- hólf 601, og Heimir Hannesson, sími 14789. Afgreiðslumaður: Jóhann Ögm. Oddsson, simi 13339. — Útgefandi: Stórstúka fslands. — Prentsmiðjan Oddi h.f. 180

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.