Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1964, Page 11

Æskan - 01.11.1964, Page 11
ÆSKAN Músið hans Jóhannesar skógarhöggvara stendur innst í dalnum í unduríögru álí’alandi, og eins er með það og verustaði álfanna, að það sést ekki iyrr en alveg er komið að því. Það er aðfangadagur jóla, og enginn er heima nema hún Sóllind litla, dóttir skógarhöggvarans, hún situr við gluggann. Pabbi hennar og mamma fóru eldsnemma á fætur í morgun, pabbi til að höggva við, sem hann flytur á sleða niður í þorp- ið, en mamma til að hjálpa við hússtörf, því allir hafa svo rnikið að starfa fyrir jólin. Hún Sóllind litla er 9 ára og eina barn skógarhöggvarahjónanna og ljómandi falleg, með fjósgult liár fléttað í tvær fléttur, augun eru stór og blá, hún horfir brosandi út, allt er svo fagurt. Jólin eru að koma og hún Sóllind litla hlakkar svo mikið til, hátíð allra hátíða er að nálgast, því þá fæddist blessað Jesúbarnið. Úti korna litlu fugf- arnir að í smáhópum, vetrargestirnir, sem hún þekkir svo vel, og gleymir afdrei að strá brauðmof- Húsið hans Jóhannesar skógarhöggvara. % „Þú ert kominn til að heyra jólaboðskapinn." um til út á fönnina, loks er komin stór breiða, þeir eru eins og trítlandi ljósálfar, svo litlir og léttir, en einn þeirra sker sig út úr hópnum og kemur alltaf nær gfugganum tif hennar. Litla stúlkan fylgist með honum fulf eftirvæntingar. „Hvað er það, elsku litli íuglinn rninn, hvað viftu mér?“ segir hún. Hann trítlar nær og nær, foks er liann kominn alveg að glugganum og horfir á hana. Loksins skilur hún livað hann vill. „Þú ert kominn til að heyra jóla- boðskapinn.“ Litli fuglinn kinkar kolli til sam- þykkis, og Sóllind hefur frásöguna um fæðingu frelsarans. Fyrir nærri tvö Jtúsund árum l’æddist Jesú, Guðs elskandi sonur, í fjárhúsi, því það var ekkert rúm fyrir foreldrana í gistihúsum borgarinnar Betfehem, en þau voru þar stödd til að fáta skrásetja sig, og móðirin bjó um biessað litla barnið í jötu, sem skepnunum var ætluð, en í kringum það skein liimnesk birta. Fjárhirðar voru að gæta hjarða sinna á völlunum fyrir utan borgina. Allt í einu stóð engill Drottins hjá þeim, og dýrð drottins ljómaði í kringum þá, og engillinn sagði: „Yður er í dag frelsari fæddur," og fjöldi himneskra her- sveita lofuðu Guð og sögðu: „Dýrð sé Guði í upp- hæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á,“ og fjárhirðarnir fóru og fundu Maríu og Jósef, föreldra Jesú, og litla barnið liggjandi í jötunni. Vitringar nokkrir komu frá Austurlöndum. Þeir L. 343

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.