Æskan - 01.11.1964, Qupperneq 12
ÆSKAN
Hann hóf frásöguna um Jesúbarnið.
höfðu séð nýja stjörnu, skæra og bjarta, renna upp
og vildu veita hinum nýfædda Gyðingakonungi
lotningu.
En þegar konungurinn Heródes heyrði þetta varð
hann hræddur og sendi eftir fræðimönnunum, hann
spurði þá:
„Hvar á Messías að fæðast?“ i>eir svöruðu: „í
Betlehem,“ og Heródes konungur lét þá fara til að
finna barnið og bað þá að gera sér aðvart, þegar
þeir hefðu íundið það, svo að einnig hann gæti
veitt því lotningu, og stjarnan stóra og bjarta vís-
aði þeim leið og staðnæmdist þar ylir, sem barnið
var. Þeir gengu inn í húsið og fundu barnið ásamt
Maríu móður þess og iéllu fram og vottuðu því
lotningu, þeir opnuðu fjárhirzlur sínar og færðu því
gjafir: Gull, reykelsi og myrru.
Heródes konungur hafði ætlað sér að láta deyöa
barnið, en Guð gaf vitringunum bendingu í draumi
um það að fara ekki aftur á fund hans.
„Þetta er jólaboðskapurinn, litli fuglinn minn,
og þannig er það, að allir vilja gleðja hvern annan
á jólunum, fæðingardegi frelsarans, eins og vitring-
arnir, en fegursta gjöfin, sem gefin hefur verið,
er Jesúbarnið, því Drottinn Guð gal sinn elskaða
son, Jesú Krist, til frelsis öllum mönnum. Og bless-
að litla barnið þroskaðist að vizku og vexti hjá
Guði og mönnum, og síðar kenndi hann og gerði
kraftaverk, læknaði sjúka og synduga menn, og allir
vegir hans voru Guði til dýrðar. En mennirnir
handtóku hann loks og dæmdu til krossfestingar,
en sigur hans var mestur á krossi og í dauða með
upprisu hans og himnaför, og sífellt vakir hann
yfir okkur öllum og vísar okkur leið til Guðs föður,
skapara allra hluta."
Þegar hún hafði lokið frásögunni stóðu tvö tár
í augum litla fuglsins, sem féllu nú niður á mjöll-
ina. Allir fuglarnir voru þá flognir og var hann
einn eftir og trítlaði frá glugganum, þá leit hann
til baka til hennar og hóf sig til iiugs.
„Gleðileg jól! vinurinn minn, við eigum eftir að
sjást aftur, því að við eigum sama Föðurinn á himn-
um, og við þekkjum hann bæði,“ segir hún og veifar
til hans, og henni sýnist ekki betur en hann blaki
til sín vængjunum og tísti Gleðileg jól! Loks hvarf
hann inn í greniviðinn^ í fjallshlíðinni og fann þar
bræður sína í skjólinu, liann settist mitt á milli
þeirra, og þeir röðuðu sér kring um liann, og hann
hóf frásöguna um Jesúbarnið, íegursta ævintýrið á
jörðinni.
Þeir hölluðu höfðum sínum og hlustuðu hug-
fangnir. En Sóllind litla stóð við gluggann og horfði
á blettinn, ]jar sem litli fuglinn hafði staðið, en
hvað var þetta? Tvær logandi og skínandi perlur
skinu x mjöllinni, tár litla fuglsins höfðu orðið að
dýrindis perlum.
Hún fór út í snjóinn og tók perlurnar varlega
upp á milli fingranna og klemmdi þær síðan í lóf-
anum, hrædd um að týna þeim. Síðan settist hún
344