Æskan - 01.11.1964, Blaðsíða 31
Ljónið stökk upp á herðarnar á mér, en ég greip um
höfuð þess og náði góðu taki og kastaði því yfir höf-
ið mér svo það skall í gólfið fyrir framan mig. Eig-
andi ljónsins kom þá inn í búrið og krafðist þess,
að ég hætti, því að Ijónið lá máttvana á gólfinu.
Ég var blóðugur og þreyttur, en ánægður, því að
ég hafði ráðið við ljónið.
Svo rann upp hin stóra stund. Tuttugu þúsund
manns komu þetta kviild, til þess að sjá bardaga
milli ljóns og manns. En það var varla hægt að
kalla þetta bardaga. Eftir mikinn undirbúning var
komið með ljónabúrið. Mikil eftirvænting var hjá
mannfjöldanum, jiegar Sandow opnaði dyrnar á
ljónabúrinu og réðist til inngöngu, tilbúinn að
berjast við ljónið, en þegar ljónið sá Sandow vildi
það ekki berjast. Það var búið að fá nóg af fyrri bar-
daganum, það fór í burtu og hnipraði sig úti í horni.
Þrátt fyrir tilraunir Sandows til að egna það, bar
J^að engan árangur. Hann greip þá í halann á ljón-
inu og togaði í af öllum kröftum. Þá var eins og
Ijónið lifnaði við. Það gerði veika tilraun til að
stökkva á Sandow, en Jjað var létt fyrir Sandow að
forða sér undan. Eldsnöggt greip Sandow um dýrið
og kastaði Jrví í gólfið og Ijónið var ánægt að liggja
Jrar. Sandow greip ])á um miðju Jtess og kastaði Jdví
upp á axlir sér og gekk þannig unr gólf ljónabúrsins
með ljónið á öxlunum.
Það varð Jwí ekkert úr bardaga í Jætta sinn og
ástæðan var sú, að ljónið var hrætt við Sandow, það
hafði fengið né)g í fyrra skiptið. Það viðurkenndi
Sandow sem sigurvegara. Eugen Sandow var um
Jretta leyti viðurkenndur „sterkasti maður í lieimi“.
Fáir hafa gert meira fyrir líkamsræktina í heimin-
um en hann. Hann ferðaðist um allan heiminn og
gekk alltaf með sigur af hólmi, sem glímu- og afl-
raunamaður. Á Jressu ferðalagi um Ameríku í þjón-
ustu Flórenz Ziegfields græddi Sandow eina milljón
dala. Síðan fór hann aftur til Englands og setti á
stofn líkamsræktarskóla (Health Studio). Sandow
dó í bifreiðaslysi árið 1925 aðeins 58 ára gamall.
Hann var fæddur árið 1867. Þegar hann dó hafði
liann áunnið sér ódauðlega l'rægð á sviði líkams-
ræktar og þjálfunar. Nafn hans og orðstír mun lifa
svo lengi, sem menn hafa áhuga á að Jyjálfa líkama
sinn. Það er álit sérfróðra manna, að Sandow hafi
náð fullkomnun í að þjálfa líkama sinn og hann
vildi líka hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama.
Bjarni Sveinsson.
Híað Mta |ai?
Hér sjáið þið einn jólasvein, sem hefur tek-
ið tækni nútímans í Jijónustu sína. Hann ferð-
ast nú á skíðaflugvél, því til margra bæja og
borga verður hann að ná fyrir jólin. Hér er
hann að nálgast einn bæinn, og ætlar sér að
færa fjórum góðum börnum gjafir. Börnin eru
tvær stúlkur og tveir drengir. Stöfunum í
nöfnum þeirra hefur verið ruglað, en nú ættuð
þið að hjálpa jólasveininum að raða nöfnun-
um upp að nýju og sjá hvað j)essi fjögur börn
heita. — Fern verðlaun verð'a veitt fyrir rétt
svör. Verðlaunin eru nýjar bækur frá Bókaút-
gáfu Æskunnar. Svör verða að hafa borizt fyr-
ir 20. janúar næstkomandi.
363