Æskan - 01.11.1964, Page 34
1
S T I N A
ÖIl þau börn, sem
heyra sögu litla
lambsins, munu
kynnast lífi dýra og
náttúru betur en
áður. Bókin kostar
aðeins kr. 61,70.
Litla lambið.
Þetta er íslenzk sveitasaga, eftir séra
Jón Kr. ísfeld, með fögrum teikning-
um eftir Þórdísi Tryggvadóttur lista-
konu. Saga þessi mun verða kærkorn-
in handa þeim yngstu, og ætti fremur
öðru heima í jólapökkum þeirra í ;lr.
Öll þau börn, sem heyra sögu litla
lambsins, munu kynnast lífi dýra og
náttúru betur en áður.
Annar þáttur bókarinnar hefst svona:
Skeifhyrna var úti á túni og stóð nú
og sleikti nýfœdda lambið sitt. Hún varð
að ]>vo með tungunni sinni, því að liún
átti hvorki svamp né handklæði til þess
að þvo ])ví með. En litla lamhið kunni
ekki almennilega við þetta og reyndi að
hrölta á fætur. En það gekk illa. I’að jarm-
aði ])á ósköp vesældarlega og sagði við
mömmu sína, að það væri svangt. Mamma
]>ess svaraði engu, en hélt bara áfram að
sleikja ]>að. En litla lambið reyndi að
hrölta á fætur, þegar mamma þess hætti
loks að sleikja það. Eftir margar mis-
heppnaðar tilraunir tókst því að risa á
fætur. Svo reyndi það að ganga, en riðaði
ákaflega og ætlaði livað eftir annað að
detta um koll. En það gafst ekki upp og
áður en löng stund var liðin, komst það
að júgrinu á mömmu sinni og náði á ann-
an spenann. En livað þvi fannst mjólkin
góð. Það drakk og drakk, þangað til ]>að
var orðið ]>reytt í kjálkunum af því að toga
spenann og kreista l)ann. l>að varð hara
að hætta vegna þreytunnar. I>á fór mamma
litla iambsins að þvo ]>vi aftur. Þegar hún
liafði þvegið því eins mikið og l)enni
fannst nauðsynlegt, labbaði hún svolitið
frá því og fór að kroppa.
Eitla lambið sagði ekki neitt, en hristi
öðru hverju litla höfuðið. Svo fór það að
reyna að átta sig á þvi, hvar það væri nú
eiginlega.
Bezta telpusaga ársins er sagan um
hana Stínu og vinstúlkur liennar.
Stína litla er falleg og elskuleg stúlka
og skemmtilega brún eftir sólskinið í
sumarleyfinu með pabba og mömmu.
Hún hlakkar til að byrja í skólanum
og fara með bækur, blýanta og liti í
skólatöskunni sinni nýju.
Stína er á sjúkrahúsinu, en þar er
Villa líka, svo að það er hægt að sætta
sig við það.
Hitt er verra, þegar skólinn byrjar,
að vera öðruvísi en aðrir, verða fyrir
aðkasti eða vera settur hjá. Það er
heldur ekkert ánægjidegt að láta aðra
kenna í brjósti um sig. En það er
furða, hvað við getum, ef við bara er-
um við sjálf.
Bókin hlaut I. verðlaun í mikilli
barnabókasamkeppni í Noregi haustið
1962. Sigurður Gunnarsson skólastjóri
þýddi bókina.
☆
litra
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliu^