Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1964, Blaðsíða 38

Æskan - 01.11.1964, Blaðsíða 38
Jólagjafir tíðkuðust í fyrndinni meðal höfð- ingja. Á íslandi mun þetta hins vegar aldrei hafa þekkst meðal almennings í neinum mæli, fyrr en á seinustu áratugum, og mjög lítið fyrir aldamót. Ævinlega mun þó hver maður að jafnaði hafa fengið nýja sauðskinnsskó á jólum, og nefndust þeir jólaskór. Voru þeir fegurstu litaðir svartir, en bryddir með hvítu eltiskinni. Eina aðra flík að minnsta kosti hafa flestir fengið, því að sagt var, að þeir, sem enga flík fengju, færu í jóla- köttinn eða „klæddu jólaköttinn“. Jólakötturinn var einhver lítt skýrgreindur óvættur, sem át þá, sem enga flík fengu, eða að minnsta kosti jóla- skammtinn þeirra. Þó er einnig til sú skýring á orðtakinu „að klæða jólaköttinn“, að þeir, sem enga flík fengu, áttu að klæða kött í buxur á jóla- Jólagjafirnar. nóttina í augsýn alls heimilisfólksins, og hafi þetta þótt hin mesta háðung. Yfirleitt munu hús- bændur liafa gefið heimilisfólkinu þessar fata- gjafir, að minnsta kosti þeim, sem ekki voru hysknir við vinnuna á jólaföstunni. Mun því sögn- in um jólaköttinn og aðrar þvílíkar skriftir hafa þjónað þeim tilgangi, að börnin kepptust við vinnuna jafnt og aðrir. Snemma á 19. öld hefur það verið orðinn sjálf- sögð regla að gefa öllum börnum kerti í jólagjöf, og þó oftast öllu heimilisfólkinu. Þóttu þetta hin- ir beztu gripir, því að ólíkt var kertaljósið dýr- legra en það, sem grútarlampinn veitti. Kertin voru tólgarkerti, og var steyping þeirra eitt af því, sem vinna þurfti fyrir jólin. Kveikti hver maður á sínu kerti við sitt rúm, og má nærri geta, að það hefur sett hátíðablæ á baðstofuna. Síðar á 19. öld hafa jólagjafirnar aukizt nokkuð, komu þá til sögunnar spil, sápur, vasaklútar, húfur, treflar og annað slíkt, og síðar bækur. En það er ekki fyrr en á stríðsárunum síðari, sem þær aukast svo gífurlega í það horf, sem enn ríkir. En það rigndi svo mikið, að hún mundi ekki einu sinni eftir föður sinum. Hún gat ekki fest hugann við annað en œgilegan hvininn í veðrinu og svörtu kynjamynd- irnar, sem birtust fyrir hugskotssjónum hennar. Hún óskaði sér einskis annars en þess, að hún væri komin heim lieil á húfi, heim i stoí'u, þar sem eldurinn logaði glatt, og Ijósið frá Iampanum féll á andlit inóður hennar og á myndirnar á veggjun- um. Vindurinn feykti henni áfram. Hann æddi áfram í æðisgengnum rokum, og þeg- ar þær dvinuðu, fannst henni hún ætla að detta aftur yfir sig. Hún var lioldvot. liennvott hárið á henni slóst framan i liana, og pilsið hennar Ioddi við hana eins og sundföt. Hetjan unga kostar aðeins kr. 58,00. Móðir og barn í tilefni af 65 ára afrnæli barna- blaðsins Æskunnar hefur Bókaútgáfa Æskunnar gefið út eitt af verkum ind- verska spekingsins Tagore. En Tagore er eina Nóbelsverðlaunaskáld Austur- landa, og hlaut þann mikla heiður árið 1913. Bók þessi, sem er 91 blað- síða að stærð, er gefin út í sérstakri há- tíðarútgáfu og er þýdd af Gunnari Dal, rithöfundi. Þessi bók er ein af perlum heimsbókmenntanna. Tagore fæddist árið 1861 og lézt 1941. Eftir hann lágu um 100 verk. Bókin Móðir og barn, er skipt í eftiríalda kafla: Húsið, Á ströndinni, Hvaðan komstu?, Litla barnið, Hátíðasýning, Svalan, Upphafið, Veröld barnsins, Hvers vegna?, Rógur, Dómarinn, Barnagull, Stjörnufræðingurinn, Ský og öldur, Champa-blómið, Álfheimar, Land útlagans, Regn, Bréfabátar, Sæfarinn, Handan fljótsins, Blómaskólinn, Kaupmaðurinn, Samúð, Köllun, Stóri bróðir, Litli stóri maðurinn, Klukkan tólf, Rithöfundarlíf, Svikull póstur, Hetjan, Endalokin, Minning, Fyrstu jasmínurnar, Banyan-tréð, Blessun, Gjöfin, Ljóð mitt, Englabarnið, Síð- ustu kaupin. 370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.