Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1964, Side 41

Æskan - 01.11.1964, Side 41
Hann fer ört vaxandi sá hópur ung- linga, sem neytir tóbaks og áfengis, og miklum fjármunum er eytt í þennan óþarfa, og cr hörmulegt til þess að vita. Ef þa'ð væri þó ekki annað en pen- ingaeyðslan við neyzlu þessara vara, væri lítil hætta á ferðum, en þetta mál er miklu alvarlegra en svo. Allir hafa heyrt, hvað tóbaksreykingar eru hættu- legar heilsu manna. Fólk hefur veikzt af krabbameini, og hafa lælcnar talið, að lungnakrabbi stafi af reykingum, sérstaklega ef fólk byrjar snemma að reykja. Fólk, sem reykir, verður þolminna til allra verka, einnig til allra íþrótta, og er þvi sérstaklega mikilvægt, að íþróttamenn reyki ekki. Áfengisneyzlan er einnig mjög hættuleg öllum mönn- um, og er voðalegt til þess að vita, hvað margir neyta áfengra drykkja. Það er ömurlegt að sjá útúrdrukkinn mann eða konu. Þó er það enn átakanlegra að sjá unglinga um eða yfir fermingu undir áhrifum víns, og er sárt til þess að vita, að fullorðnir eiga stundum sök á því. Það eru mörg heimili i þessu landi, sem eiga um sárt að binda sökuin þess, að heimilisfaðirinn er drykkjumað- ur, og hefur áreiðanlega margt tárið fallið hjá mörgu barninu þess vegna. Við hér i Siglufirði eigum okkar tómstundaheimili, og ættum við að leggja leið okkar þangað, en ekki í sjoppurnar, þvi að þar sitja alltof margir unglingar tímunum saman og reylcja og drekka gos, og er það oft byrjun á annarri og verri óreglu. Væri ekki rétt að liugsa svolítið út í að eyða ekki peningum i þessar óþörfu og hættulegu vörur, og leggja þá heldur í banka og eiga þá þar til seinna, er okkur liggur á að gripa til þeirra. Við, sem viljum halda uppi heiðri þessa bæjar, gerum það með því að neyta hvorki tóbaks né áfengis, og verðum þá sjálfum okkur og öðrum til ánægju. Anna M. Skarphéðinsdóttir. því, sem á dagana hafði drifið að undan- förnu. Til dæmis hafði það farið í kapp- hlaup við tvö önnur lömb fyrir fáum dög- um. Annað lambið hafði orðið nokkuð langt á undan því að markinu, en hitt rétt á eftir. Þetta hafði litla lambinu ekki fund- izt nógu góður árangur hjá sér, svo að það hafði nú á hverjum degi æft sig meira og minna að hlaupa. Þegar það teldi sig orðið nógu æft, þá ætlaði það að skora á hin lömb- in að koma í kapphlaup. En hvað þau yrðu undrandi, þegar það rynni fram úr þeim. Og litla lambið kipptist við, þegar því varð hugsað til þessa. Mamma litla lambsins var að kroppa í ró og næði skammt frá því. Allt í einu heyrði hún litla lambið segja með mjög höstum rómi: „Farðu! Svona, farðu burtu! Eg vil ekki sjá þig! Það eru svo afskaplega ljót í þér augun! Þú hefir líka andstyggilega ljót- an munn! Svona, farðu, segi ég!“ Mamman leit upp og til litla lambsins. Það stóð þarna og stappaði annarri löppinni í jörðina. En nú hrökk mamman við og hljóp eins og örskot til litla lambsins. Rétt hjá því stóð stór mórauður refur með gap- andi gin og ætlaði auðsjáanlega að fara að stökkva á litla lambið. En þegar refurinn sá, að mamma litla lambsins kom þjótandi og ætlaði að renna sér beint á hann, þaut hann eins og örskot burtu og loðið skott hans hvarf fljótlega á bak við stóran, gráan stein. „Hamingjunni sé lof, að ekkert hefir 0*(KKbKhKhKKhKKHKKKKKKKKKKKKKKH>^«hKKKBKhKBK>íKBWKKKH>^^ 373

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.