Æskan - 01.11.1964, Síða 42
ÆSKAN
orðið þér að meini, elsku litla lambið mitt,“
sagði mamman og varpaði öndinni léttilega
og horfði ástúðlega á litla lambið.
„Þetta var andstyggilegt dýr, mamma.
Hvað heitir það eiginlega?“ spurði litla
lambið og horfði í þá átt, sem refurinn hafði
hlaupið í.
„Þetta var nú hvorki meira né minna en
einn allra hættulegasti óvinur litlu lamb-
anna. Hann er kallaður refur. Hann vill
taka lítil lömb og borða þau. Þú verður al-
varlega að gæta þín fyrir honum,“ sagði
mamman.
„Mér leizt reglulega illa á hann. Eg lá
hérna í mestu makindum og var að hugsa.
Þá heyrði ég allt í einu skrjáfa í hríslunum
þarna og leit upp. Þá sá ég þetta ljóta refa-
dýr vera að læðast lymskulega í áttina til
mín. Augun í honum voru svo ljót og illi-
leg, að ég sagði honum að fara burtu,“ sagði
litla lambið og var auðsjáanlega talsvert
hreykið af frammistöðu sinni.
„Það var alveg rétt hjá þér. Ég er búin
að vara þig við ýmsum hættum og öðru,
sem þér er hættulegt, og þú verður að gæta
þín fyrir. En ég vil leggja sérstaklega ríkt
á við þig að gæta þín fyrir refnum.“
„Já, það skal ég gera, mamma mín. Eg
veit að þú vilt mér alltaf það bezta. Og svo
hefir þú reynsluna.“
„O, já, þú segir það satt, ég hefi reynsl-
/
una. Eg veit bæði gott og illt, sem við kind-
urnar verðum fyrir. - Hér er dásamlegt að
vera. Við skulum reyna að njóta þess, með-
an okkur gefst tækifæri til þess.“
★
Mamman fór að kroppa grængresið.
Litla lambið lagðist niður og virti fyrir sér
umhverfið.
Veðrið var yndislegt. Sc>lin skein í heiði.
Fuglarnir sungu, glaðir og kátir, fagnaðar-
söngva sína til lífsins og ljóssins. Dásamleg,
fjölbreytileg blóm breiddu krónur sínar
móti sólinni, eins og útbreiddan, fagnandi
faðm. — Það var friðsælt og draumfagurt
frammi í dalnum.
★
Þarna frammi í dalnum skiljum við nú
við litla lambið og mömmu þess. Við ósk-
um þess, að þeim megi líða þar vel. Og svo
þökkum við þeim fyrir allar skemmtilegu
stundirnar, sem við höfum átt með þeim.
ENDIR
KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKI KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKI
374