Æskan - 01.11.1964, Side 48
Hérna notum við sömu uppskriftina
i aliar kökurnar, en höfum bœði lögun
og gerð mismunandi, svo að i rauninni
virðast þetta vera margar uppskriftir.
Deigið: 125 g hveiti
110 g smjörlíki
40 g flórsykur
1 tesk. (sléttfull) vanillu-
sykur.
Hveitið er sigtað og smjörlikinu er
hrært saman við. Síðan er sykurinn
settur út i og allt er hnoðað saman.
Úr hluta af deiginu eru mótaðar mjó-
ar, sívalar lengjur. Einnig getum við
búið til þykkari lengjur. Við getum
blandað hökkuðum möndlum og rúsín-
um i deigið.
*
Það, sem hægt er að gera til þess að
deigið og kökurnar verði mismunandi:
Til dæmis tökum við l/s af deiginu og
hnoðum saman við það annaðhvort
kanel eða kakói. Siðan rúllum við deig-
ið i sivaia lengju. Sjá efstu mynd.
*
Siðan tökum við lengjuna, sem við
blönduðum kanel eða möndlum i, og
leggjum hana inn í afganginn af deig-
inu, sem við höfum flatt út. Síðan hnoð-
um við allt saman. Ýmist getum við
mótað það i ferkantaða eða sivala
lengju. Þegar við erum búin að móta
lengjuna, setjum við deigið á kaldan
stað, þannig að það harðni, þvi að þá
er auðvelt að skera það niður.
Mjóa lengjan er skorin niður þannig,
að hægt sé að móta kransa og kringl-
ur. Bezt er að velta lengjunum upp úr
dáiitlu hveiti. Þykkari lengjan er skor-
in í sneiðar. Tvær og tvær eru lagðar
saman og sulta á milli. Kökurnar eru
bakaðar í um það bil 15 mínútur. Það
má lika sleppa sultunni og setja t. d.
nougat-krem á milli, þegar kökurnar
eru bakaðar. Nougat-krem er búið til
þannig, að nougat og smjör er hrært
saman.
▼
Við^eíðií 4
Þegar göt koma á peysur og
annan prjónafatnað, ættið þið
að gera við þau, á meðan þau
píj ónafatnaði
eru ennþá lítil. Fallegast er að
gera við prjónafatnað með svo-
kölluðu prjónastoppi, og sést
viðgerðin þá oft alls ekki, ef
gert er við með sams konar
garni og flíkin er úr.
Þegar þið gerið við með
prjónastoppi, þá byrjið þið á
að klippa tvær láréttar línur,
aðra fyrir ofan, en hina fyrir
neðan gatið, eins og mynd A
sýnir, og rekið þannig, að
hliðar gatsins fáist lóðréttar
(standi hornrétt á fyrri linurn-
ar) og þræðið siðan með nál
röktu spottana í brugðninga
prjónsins á röngunni. Þetta er
einnig sýnt greinilega á mynd
A. — Því næst er stoppið sett
upp á þann hátt, að þrætt er
B.
til skiptis gegnum andstæðar
lykkjur efst og neðst á gatinu,
eins og sést á mynd B. Að iok-
um er stoppað eins og mynd C
sýnir; nálinni stungið í gegn-
um tvær lykkjur og þræðinum
síðan brugðið um bandið, sem
liggur úr fremri lykkjunni, sem
þrætt var í gegnum.
380