Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1964, Side 49

Æskan - 01.11.1964, Side 49
Þegar Milla sá okkur, stokkroðnaði hún í framan og laumaðist í flýti út úr stofunni, en Peggotty reis á fæt- ur og heilsaði okkur himinlifandi. „Nei, það er þá hann herra Copperfield og ungi mað- urinn, sem var í skólanum! ... Verið þið báðir vel- komnir! ... En hvað það var gaman, að þið skylduð heimsækja mig á þessu heillakvöldi! ... Þetta er sá mesti gleðidagur, sem ég hef iifað, af því að hún Milla litla og hann Ham hafa í dag ákveðið að verða hjón, og betri mann getur hún Milia litla ekki fengið! ... Þér vitið það, Davíð, að ég hef þekkt hana Millu litlu, síðan hún var iítið barn og ég hef séð hana vaxa eins og blóm. . . . Hún er mér allt, . .. miklu meira en orð fái lýst ... Ég skyldi með ánægju leggja líf mitt í sölurnar fyrir hana! . . . Ég hef oft hugsað um, hvað hun ætti að taka fyrir, þegar hún er orðin stór . . . og nú fær hún mann, sem er svo einstaklega góður og tryggur í sérl . . . Haidið þið, að þetta sé ekki gleðidagur hérna í kotinu?“ Peggotty þerraði augun með handarbakinu, og eitt andartak vaið alger þögn í stofunni. Ég komst svo við, að ég gat engu orði upp komið, en Steerforth rétti Peggotty höndina og mælti: „Ég óska yður til hamingju, herra Peggotty. Þér eruð regluiegur sómamaður og eigið það sannarlega skilið að vera eins hamingjusamur og í dag! ... Og svo óska ég yður innilega til hamingju, Ham! . . . En nú skulum við skemmta okkur! . .. Skaraðu í eldinn, Copperfield minn góður, og sækið þér hana systurdóttur yðar, herra Peg- gotty. Fyrst það er hún, sem allt snýst um, verður hún að lofa okkur að sjá sig. Peggotty skundaði út og sótti Millu. Hún var kafrjóð í framan og heilsaði okkur mjög feimnislega, en það leið ekki á löngu, þar til Steerforth var búinn að eyða allri feimni, því að hann lék a als oddi. Við átum kex og siginn fisk um kvöldið, og undir borðum voru allir gfaðir og kátir. Allt kvöfdið ómaði stofan af ræðuhöldum, söng og kátínu. Þegar við Steerforth vorum á leiðinni heim, töluðum við ýmislegt um fjölskylduna, sem við vorum að koma frá. „En hvað hún Milla er stórfalleg lítil stúlka," mælti Steerforth, „og en hvað þetta er annars geðslegt fólk.“ „Já, það var gott, að við fórum þangað í kvöld,“ anz- „Nei, sjáðu,“ sagði Steeiforth, „það eltir hana Millu einhver skuggi... Hvað skyldi það vera?“ aði ég. „Það er unun að sjá, hvað þau eru öll glöð og ánægð.“ „En þessi strákur er nú nokkuð mikill þumbari handa annarri eins stúlku og henni Millu. Einnst þér það ekki?“ Ég varð dálítið hvumsa við að heyra þetta, en ég bjóst ekki við, að hann meinti neitt með því, sem hann var að segja og hafði orð á því við hann. „Ó, blómið mitt,“ sagði Steerforth og lagði handlegg- inn yfir herðarnar á mér. „Þú ert svo mikið blessað barn og vilt öllum svo vel ... Bara, að allir væru eins góðir í sér og þú.“ Við Steerforth dvöldumst í Yarmouth hálfan mánuð, en vorum ekki oft saman. Hann vildi endilega vera sem mest úti á sjónum og var þar því öllum stundum, en þess á milli gerði hann sér glaðan dag með sjómönnun- um í veitingahúsinu, og sjómennirnir sáu ekki sólina fyrir honum. Ég var oftast heima hjá Peggotty á kvöld- in og fór þó nokkrum sinnum til Blunderstone, svo að ég vissi minnst um það, sem Steerforth hafði fyrir stafni, CHARLES DTCKENS DAVÍÐ COPPERFIELD 381

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.