Æskan - 01.11.1964, Síða 62
ÆSKAN
Nýjar bækur
frá LEIFTRI
Hvikul er konuást
eftir Guörúnu frá Lundi. — Þessi saga Guörúnar hefur hvergi
hirzt áður. Sagan gerist á fyrri hluta þessarar aldar og hefst á
því, er útflytjendur til Ameríku eru aö yfirgefa landiö. —
Heillar mig Spánn
eftir Prederik Wislöff. Spánn er heillandi land. Saga Spánar
er stórbrotin. Spænska þjóðin er glæsileg og tignarleg i fasi.
List hennar sérstæð, og margt sem vekur athygli ferðamanns-
ins.
Fullnuminn Vestanhafs
eftir Cyril Scott. Þýðandi Steinunn Briem. Fullnuminn Vest-
anhafs er framhald hinnar frægu bókar tónskáldsins og rit-
höfundarins Cyrii Scott — FULLNUMINN — þar sem hann
segir frá kynnum sínum af dularfullum spekingi.
Lending með lífið að veði
skáldsaga eftir J. Castle og Arthur Haily. Þýðandi Hersteinn
Pálsson. Viðburður sá, sem hér er lýst, gerist að nóttu. Stór
flugvél er þá á leið yfir hinn ókleifa fjallgarð milli Winnipeg
og Vancouver. í vélinni eru 35 farþegar, en báðir flugmenn-
irnir eru meðvitundarlausir. —
Bóndinn í Þverárdal
skáldsaga eftir Unu Þ. Árnadóttur. Una er skagfirzk og er
þetta fyrsta bók hennar. — Þetta er bók, sem vekja mun
athygli.
í vökulok
ljóðabók eftir Margréti Jónsdóttur. Margrét er landskunn,
bæði af sögum sínum og ljóðum.
Systurnar
skáldsaga úr Reykjavíkurlífinu eftir Ingibjörgu Jónsdóttur. —
Sagan um systurnar er ástarsaga, saga um örlög tveggja systra.
Smáfólk
tíu sögur eftir Guðrúnu Jacobsen. — Þetta er 5. bók Guðrúnar
og tvær síðustu bækurnar hefur hún sjálf myndskreytt. f sög-
um Guðrúnar Jacobsen skiptist á létt gamansemi og þung
alvara. Sumar sögurnar í þessari bók eru snilldarvel skrifaðar.
Maddaman með kýrhausinn
eftir Helga Hálfdánarson, er bók, sem mikla athygli mun
vekja. Helgi er hlédrægur, en hörkugreindur og glöggur fræði-
maður. Honum þykir illa hafa verið farið með Völuspá, merk-
asta kvæði á Noröurlöndum að fornu og nýju.
Stjörnuspáin
eftir R. H. Nylor. — Viltu þekkja s'jálfan þig og vita hvað
framtíðin ber í skauti sínu? Hefurðu gaman af að kynnast
lyndiseinkennum kunningja þinna og vina? —
Lífið í kringum okkur
eftir Ingimar Óskarsson — Ingimar er landskunnur, bæði af
útvarpserindum sínum og greinum í blöðum og tímaritum. í
þessari bók lýsir hann á sinn skemmtilega hátt f jölda mörgum
sérkenniiegum dýrum, bæði á sjó og landi.
Todda frá Blágarði
eftir Margréti Jónsdóttur. — Margrét Jónsdóttir er fyrir löngu
þjcðkunn, bæði af sögum og ljóðabókum. — Þetta er sagan um
TODDU litlu eða Þórdísi Sveinsdóttur.
Börnin í Löngugötu
eftir Kristján Jóhannsson. — Sagan gerist í Reykjavik. Höf-
undurinn er ungur kennari, og hann þekkir börnin í umhverf-
inu. Börnin í Löngugötu eru býsna mörg, og ekki er hægt að
lýsa þeim öllum.
Rósalín
eftir Johanne Spyri. Þýðandi Freysteinn Gunnarsson. — Rósa-
lín er átta ára. Hún heitir annars Þeresía, en er alltaf kölluð
Rósalín. Nafnið fékk hún af því að hún var svo elsk að blóm-
um. Þetta er falleg saga.
Þrjár í sumarleyfi — Trilla, Trína og ég.
Skólanum er lokið og þrjár telpur í sólskinsskapi halda í sum-
arleyfi. Þær eru 11 ára og hlakka til að hitta ættingja og vini,
sem eiga heima í sveitinni. Þar kynnast þær kettinum Gosa og
ienda í ótal ævintýrum.
Pétur og Tóbí.
Bókin er í senn litabók og lestrarbók. Öll börn hafa gaman af
ævintýrum, og öllum þykir þeim gaman að lita. — Þetta er
bókin, sem barnið vantar.
Nancy og leyndardómur gamla hússins.
Nancy er dóttir lögfræðings og hefur gaman af leynilögreglu-
sögum. Allt sem er leyndardómsfullt er henni hugleikið — og í
þessari bók kemst hún í eitt slíkt ævintýri.
Hanna tekur ákvörðun.
Hanna er komin á þann aldur, að ástin er farin að ólga í blóði
hennar og alvara lífsins að taka í taumana.
Matta-Maja verður fiveg.
Matta-Maja er líka að komast á leiðarenda. Hún er orðin
kunn dansmær, en braut frægðarinnar er stundum erfiðleik-
um háð.
Jói og flugbjörgunarsveitin
eftir Örn Klóa. Örn Klói er dulnefni, en höfundurinn er ís-
lenzkur piltur, Kristján Jónsson leikari, og er þetta 8. bók hans.
Sagan af Tuma litla
eftir Mark Twain. — Ekki þarf að kynna höfundinn. Hann er
heimsfrægur. Sagan af Tuma litla hefur áður komið á íslenzku,
en verið ófáanleg mörg undanfarin ár.
KIM-bækurnar —
KIM og gimsteinahvarfið (10. Kim-bókin) og KIM og brennu-
vargarnir (11. Kim-bókin). — Bækurnar um Kim og félaga
hans eru orönar svo kunnar, að ekki þarf annaö en minna á,
þegar ný Kim-bók kemur.
Bob Moran-bækurnar —
Kjarnorkuleyndarmálið og Smyglaraskipið, í þýðingu Magn-
úsar Jochumssonar fyrrv. póstmeistara. Bob Moran-bækurnar
eru sérstæðar í fiokki unglingabóka. Þær eru hetjusögur um
ofurmenni.
Zorro-bækurnar —
ZORRO og dularfulia sverðið og ZORRO bcrst á báðar hendur.
— Ekki þarf að lýsa Zorro. Unglingar um allt land þekkja
hann og fylgjast af áhuga með ævintýrum hans. Og spenning-
urinn eykst með hverri bók.
Blóðrefur
eftir Karl May, sem er þýzkur rithöfundur og talinn með þeim
snjöllustu, sem skrifað hafa Indíánasögur. Blóðrefur er 4. bók-
in í flokki Indíánasagna Karls May.
394