Æskan - 01.11.1964, Blaðsíða 65
ÆSKAN
JÓLAMYND
2&T ónlist.
Maður nokkur að nafni Napo-
lcon Bird frá Cheshire í Eng-
landi spilaði i 48 klukkustundir
samfleytt á pianó árið 1894 án
l>ess að endurtaka eitt einasta
lag. Þessir tónleikar voru fyrir
almenning og píanólcikarinn
spilaði allt saman eftir minni.
Hvaða einsöngvari sem bað
Bird að leika undir fyrir sig,
þurfti ekki annað en að segja
honum nafnið á laginu og tón-
tegundina.
í Disneylandinu hans Walt Disneys er Þyrnirósarhöll ein mikil. Hér birtum
við mynd af henni. Ykkar hlutverk er nú það að lita höllina, og þá sjáið þið
hvað' falleg hún er í raun og veru. Takið litblýantana eða litakassana fram.
1: Blátl. 2: Ljósblátt. 3: Gulbrúnt. 4: Grátt. 5: Ljósrautt. 6: Rautt. 7: Dökk-
blátt. Vinnið verkið með ró, þá kemur falleg mynd af höllinni, og kannski
verður hægt að hafa hana uppi á vegg.
Nicolo Paganini, einhver
mesti fiðlusnillingur, sem
nokkru sinni hefur verið uppi,
var talsverður leikari. Hann lét
gera sérstaklega mjóa strengi,
sem hann sleit af áscttu ráði,
þegar hann spilaði sem tryllt-
ast, og ævinlega lauk með því,
að hann spilaði á D-strenginn
einan. Þá komu upp kviksögur
um, að leikni Paganinis væri
yfirnáttúrleg og hann væri i
rauninni sonur myrkrahöfð-
ingjans sjálfs. Paganini neydd-
ist nú til að hrekja þessar
bjánalegu staðhæfingar með þvi
að sýna fæðingarvottorð sitt.
4 4
4
Það var líka sagt um Mozart
að hann væri á yegum myrkra-
höfðingjans þegar hann, átta
ára að aldri, kom ítölskum
áheyrendum heldur á óvart ineð
snilli sinni i píanóleik. Fólkið
hélt, að það væri demantsliring-
ur á hönd litla drengsins, sem
veitti honum þessa yfirnáttúr-
legu leikni og heimtaði að hann
tæki af sér liringinn, þegar
liann spilaði.
397