Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1964, Page 67

Æskan - 01.11.1964, Page 67
.ÆSKAN Barnaleikritið Mjallhvít hefur nú verið sýnt 40 sinn- um í Þjóðleikhúsinu. Uppselt hefur verið á flestar sýningarnar og þetta gamla ævintýri um Mjallhvíti og dvergana sjö hefur orðið mjög vinsælt á sviði Þjóð- leikhússins. Leikurinn var, sem kunnugt er, frum- sýndur s.l. vetur, en sýningar liófust aftur í Þjóðleikhúsinu á Mjallhvíti þann 8. nóv. s.l. og verður sýningum haldið áfram á leiknum fram eftir vetri. — Myndin er af Mjallhvíti og dvergunum. Bryndís Schram leikur Mjallhvíti, en dvergarnir eru leiknir af Árna Tryggvasyni, Gísla Alfreðs- syni, Lárusi Ingólfssyni, Valdemar Helgasyni, Flosa Ólafssyni, Guðjóni Sigurðssyni og Sverri Guð- mundssyni. Leikstjóri er Klemenz Jónsson. Teikna sporöskju. Með útbúnaöinum, sem liér er sýndur, er auðvelt að teikna sporöskju. Teiknaðu beina línu á pappírsblað, hún á að hafa sömu lengd og sporaskjan, sem a að diaga upp. Mældu nú frá hvorum enda smábút, og settu þar nál eða smánagla 1 2, sem silja eiga siðan fastir. Bittu svo fastan þráð við naglana, eins og sýnt er á myndinni. Þráðurinn á að vera svolitið lengri en sem nemur bilinu milli naglanna — og teikn- aðu sporöskjuna með þvi að láta vel yddan blýant fylgja þræðinum allan hringinn. Með þvi að slytta eða lengja þráðinn, eða með þvi að færa naglana inn eða út, er hægt að breyta lögun sporöskjunnar. ★ 399

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.