Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1966, Blaðsíða 8

Æskan - 01.03.1966, Blaðsíða 8
ÆSKAN Síö venjur Siðvenjur ýmsar og hjátrú hefur verið ríkjandi meðal Eskimóa áður fyrr. Hér koma nokkrar sögur af háttum þeirra og hjátrú. Andasæringar voru algengar og ákveðinn þátt- ur í tilveru hvers eskimóaþorps. Angákut voru þeir menn kallaðir, sem særðu fram anda. Það var mikil list og mikil viðhöfn í sambandi við það. Gat varað heilar nætur. Særingameistarinn skilur sál sína burt frá líkamanum, og á meðan búkurinn heldur sig inni í stofu, reikar sálin ýmist til guðdómsins í ríki liimnanna eða niður í djúp hafsins. Særingamaðurinn rekur púka og illa anda á brott, hann læknar þá sem veikir eru, hann breytir veðrinu til hins betra, bræðir ísinn af firðinum og dregur seli og aðra veiði nær. Særingamaðurinn er hin mikla hjálparhella, lækn- ir og verndari íbúanna. Galdramennirnir eru óþokkar, sem einvörð- ungu gera mönnum mein, ýmist eigin óvinum eða takast á hendur fyrir borgun að gera mönn- um illt. Aðferðirnar eru óteljandi og illt að verj- ast þeim. Helzta ráðið til að verja sig slíkum ófögnuði er að bera á sér verndargripi. Það eru ýmiss konar munir, sem fela í sér töframátt gegn illum öndum og hvers konar ásóknum. Þeir geta líka haft þá náttúru að vernda líf bezta hundsins, draga að veiði og búa yfir ýmiss konar mætti. Margir Eskimóar trúa á óvættir. Þeir trúa því að til séu verur sem búa í jörðinni, við strand- lengjuna. Þessar verur líkjast mennsku fólki í útliti að öðru leyti en því að þær eru neflausar. Þessar verur er hinir mestu hrekkjalómar, sem stela frá mönnum veiði og gera ýmsar aðrar skrá- veifur. Verur þessar eiga að ganga ljósum logum, oftast róandi á kajökum, og öðru hverju sjást Ijós í gluggum þeirra niðri í jörðinni. Aðrar verur eru þó sagðar hálfu verri og hættulegri. Ofan mittis eru þær útlits sem menn, en hafa hundsfætur. Þessar verur eru hin mestu óféti, og miskunnarlausar með öllu. Þær granda fólki unnvörpum, ráðast jafnvel á heil þorp og tor- tíma þeim. Um leið og dauðsfall kemur fyrir hjá Eskimó- ocj hjútrú. um, verður að bera alla húsmuni og öll skinn út úr húsi hins látna og allt látið standa úti undir beru lofti i 3 sólarhringa samfleytt áður en það er flutt að nýju inn í húsið. Ef kona missir barn sitt eða eiginmann, er hún vegna andanna sett í slæma klípu, sem varir vikum saman eftir að dauðsfallið hefur átt sér stað. Hún má ekki standa upp af rúmbálki sínum fyrsta mánuðinn á eftir, ekki tala upphátt, ekki beygja sig niður á gólf, ekki taka neitt til handargagns og ekki einu sinni bera sig eftir mat, en hún má neyta matar, sem aðrir rétta til hennar. En jafnvel eftir að hún má fara að hreyfa sig að nýju verður hún í ýmsum tilfellum að gæta varúðar. Hún má hvorki horfa til himins né á haf út, ekki nefna nöfn veiðidýra og hún á að gráta í heyranda hljóði bæði kvölds og morguns í heilt ár. Karl- maðurinn sleppur betur frá jressu, því þótt kona hans deyi, þarf hann ekki að syrgja hana nema þrjár nætur samfleytt. Að því búnu má hann fara út til veiða. 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.