Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1966, Síða 28

Æskan - 01.03.1966, Síða 28
ÆSKAN Þú færð þeim mun fleiri stig sem afrek þín eru betri. Síðan eru stig afreka þinna í hverri grein lögð saman og þá fæst árangur þinn í þessari þrí- þraut. Skólinn sendir síðan árangur þinn til okkar, og mun Æskan birta árangur 20 fræknustu kepp- endanna (stúlkna sér og pilta sér) í hverjum aldurs- flokki. Æskan mun einnig birta skrá yfir þá skóla, sem bezta þátttöku eiga í keppninni. Sumarið 1967, í júní eða júlí, er ætlunin sú að efna til úrslitakeppni í þrautinni í Reykjavík. Þang- að eru boðnir 6 beztu stúlkurnar og 6 beztu piltarnir í hverjum aldursflokki eða alls 18 drengir og 18 stúlkur. Þeir, sem sigra þar, fá sérstaka viðurkenningu. En sú stúlka eða sá piltur sem flest stig hlýtur af öll- um stúlkum og piltum, fær sérstök heiðursverðlaun, sem sagt verður frá hér í blaðinu síðar. Ég er viss um að þér þykir gaman að vera með í þessari keppni. Hún er auðveld fyrir þig, því að þú hefur áreið- anlega oft farið í kapphlaup við félaga þína í skól- anum, margsinnis leikið þér að því að stökkva há- stökk yfir snúru og þá ekki ósjaldan kastað litlum knetti þegar þú hefur verið í „sto“ eða öðrum boltaleikjum. En samt ráðlegg ég þér að æla þig vel í vor og sumar þangað til keppnin hefst. Við, sem stöndum að þessari keppni, höfum þá trú, að iðkun íþrótta geri alla að hraustari og betri mönnum og þess vegna hvetjum við þig til þess að æfa þig oft, en stutt í einu svo að þú ofþreytir þig aldrei. Gættu þess að vera alltaf hlýtt klæddur, þegar þú byrjar æfinguna og ef þú ferð úr hlýju utanyfirfötunum, síðar meðan þú æfir, þá farðu strax í þau við lok æfingarinnar. Veldu þér mjúka malar- eða grasflöt til þess að æfa þig á. Varastu að hlaupa mikið eða stökkva á mjög hörðu. Ef íþróttafélag er þar sem þú átt heima, skaltu fá hjá því ieiðbeiningar og lánuð áhöld. Ef svo er ekki, getur þú mikið lijálpað þér sjálfur. Þú afmarkar Jrér 60 m hlaupabraut, býrð til tvær súlur með okum eða pinnum, sem Jíú getur fært upp eða niður og útvegar þér slá eða íþyngda snúru til að stökkva yfir hástökk, útbýrð gryfju með mjúk- um sandi til Jress að detta ofan í svo þú meiðir þig ekki, og loks þarft þú að eignast lítinn knött, sem er 80 gr. að þyngd (tennisbolti). Þegar þú ferð á æfingu, skaltu ávallt byrja á léttu hlaupi, þangað til Jiú finnur að Jrér er orðið vel heitt. Síðan tekur þú nokkrar léttar leikfimi- æfingar, sem þú hefur lært í skólanum. Ef Jrú hefur ekki verið í leikfimi, skaltu gera æfingarnar, sem ÆSKAN hefur birt að undanförnu. Þær eru mjög góðar. Þú mátt aldrei gleyma þessum undirbún- ingsæfingum, því annars getur farið illa. Vöðvar og sinar geta tognað og jafnvel slitnað við mikla áreynslu, ef ekki er „hitað upp“ fyrir æfingar og keppni í íþróttum. Þegar þú hefur lokið þessum undirbúningi, get- ur þú byrjað að æfa sjálfar keppnisgreinarnar. Ég skal gefa Jrér nokkrar leiðbeiningar í Jressum þrem greinum og byrja í þessu blaði á spretthlaup- inu. Við skulum fyrst æfa viðbragðið — upphaf hlaups- ins —. Það er mjög áríðandi að Jrú sért fljótur að bregða við til spretts, annars máttu búast við, að keppinautar þínir verði strax á undan Jaér og þú náir Jreim aldrei eða náir ekki góðum árangri. Þú byrjar á að gera strik þvert yfir enda brautar- 124

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.