Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1966, Blaðsíða 38

Æskan - 01.03.1966, Blaðsíða 38
ÆSKAN Ingibjörg Þorbergs. FERÐIN TIL LIMBÓ Iíæra Æska. Getur þú nú ekki sagt mér eitthvað um höfund barnaleikritsins „Ferðin til Liml)ó“, og líka um liöfund lag- anna i leiknum. Ég fór nýlega með mömmu að sjá leikinn og þótti svo gaman að öllum þeim ævintýrum, sem þau Maggi og Malla komust í, þegar þeim var skotið á loft í eldflauginni og áttu að lenda á tunglinu, en komust ])ess i stað til Limbó. Sigga. Svar: Ingibjörg Jónsdóttir er ungur rithöfundur, fædd i Reykjavík árið 1933. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavík árið 1953. Hún hefur sent frá sér fjórar skáldsögur og þrjár barnahækur: Músa- börn í geimflugi, en ui>p úr þeirri sögu er leikritið samið, Jón Gunnar og Þrír pörupiltar. Ingibjörg er gift Yngva M. Arnasyni, og eiga þau hjón sex hörn. — Ingihjörg Þorbergs hefur samið tónlistina i lcik- inn. Hún er fædd í Rcykjavik árið 1927. Stundaði nám í Tón- listarskóla Reykjavikur og lauk þaðan burtfararprófi 1952. Tók söngkennarapróf frá Kennara- skóla íslands 1957, var við nám i Dante Aligkieriskólanum i Róm. Ingibjörg hefur starfað við Tónlistardeild Ríkisútvarps- ins frá árinu 1949. Hún liefur sungið inn á allmargar liljóm- plötur, þar á meðal frumsamin lög, til dæmis „Hin fyrstu jól“. Meðal laga, sem Ingibjörg Þor- bergs hefur samið fyrir börn, má nefna Stjánavísur, Vornótt, Ólavisur, Aravísur o. fl. Ingibjörg Jónsdóttir. Inntöknskilyrði í Hjúkrunarskólann Kæra Æska. Getur þú sagt okkur, hvað við megum vera gamlar, þegar við getum byrj- að i Hjúkrunarskóla íslands? Tvær vinkonur. Svar: Inntökuskilyrðin i Hjúkrunarskóla fslands eru, að umsækjendur skuli vera fullra átján ára og ekki eldri en þrí- tugir. Undirbúningsmenntun skal vera gagnfræðapróf eða landspróf, og einkunnir í is- lenzku, reikningi og dönsku að minnsta kosti 6. Lengd náms- tímans er rúm þrjú ár. Námiö Svar: Það er sútunarsýran í kaffinu, sem gerir það að verk- um, að erfitt er að ná kaffi- blettunum úr. Sykur eða rjómi hefur ekkert að segja. Nýjum blettum er náð með þvi að hella gegnum þá sjóðandi vatni. Sé bletturinn orðinn þurr, cr hann nuddaður úr glyserini eða lagð- ur í glyserín yfir nótt. Við það leysist sútunarsýran upp, og er ])á hægt að þvo blettinn úr með vatni. er bæði bóklegt og verklegt. Bókleg kennsla fer fram á nám- skeiðum, sem eru 3 alls, cn verklega námið fer fram í hin- um ýmsu deiidum Landspital- ans og öðrum sjúkrahúsum og stofnunum, sem skólinn semur við. Námsgreinar eru yfir tut- tugu og er próf tekið i þcim flestum. Frekari upplýsingar getið þið fengið með því að skrifa sjálfar til skólans, en hann er til liúsa nð Eiriksgötu 34, Reykjavík. Frægasta bítlahljómsveit Svíþjóðar nefnist HEP STA^' Stofnandi sveitarinnar er Christian Petersson, 23 aia aldri. Hann er eins og aðrir meðlimir sveitarinoar sjálfsögðu með þykkt, bnint hár ofan á axlir. Fyrsta a* lék sveitin á ýmsum veitingastöðum fyrir litla gTC'* ðsl11’ kt"11 ið en nú eru þeir félagar orðnir svo vinsælir hjá saens táningum, að þeir ákveða laun sín sjálfir. Þeir liafa íjl í hljómleikaferðir til nágrannalandanna og alls stíl hlotið mikið lof æskunnar. 134

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.