Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1966, Blaðsíða 16

Æskan - 01.03.1966, Blaðsíða 16
ÆSKAN HILDUR INGA: Sumarævintýri D ANN A „Hvað heila þessi fjöll þarna?“ spurði hann Geirmund, er gengið hafði til hans. „Vestara fjallið heitir Bjarnarfell og hitt heitir Kamb- ur,“ svaraði Geirmundur. Þeir sátu dálitla stund og virtu fyrir sér fegurð öræf- anna í skini rísandi sólar. Loks reis Geirmundur á fætur. „Jæja, drengir góðir,“ kallaði hann til gangnamannanna. „Okkur er ekki til lengri setu boðið. Komið þið hingað.“ Öll kannist þið við leikarann heimsfræga, Jerry Lewis. Hér er hann ásamt konu sinni og fjórum sonum þeirra hjóna, en alls eru synirnir sex. Lewis er mjög stoltur af þessum fríða hópi og segist nú þegar hafa á að skipa hálfu knattspyrnuliði. Gangnamennirnir komu nú allir upp á Kryppu til Geirmundar og Danna. Geirmundur tiltók siðan hvaða svæði hver gangnamanna skyldi smala. Að því búm1 gengu menn til hesta sinna, lögðu á þá, stigu á bak °S svo var lagt af stað. „Þú verður næstur mér, góði minn, við verðum aust- astir á gangnasvæðinu,“ sagði Geirmundur við Danna- Þeir riðu einnig af stað og héldu austur á bóginn. Smalamennskan gekk dálítið seint, féð var írelsinu fegið, elskt að heiðinni og vildi ógjarnan aftur niður tu byggða. Þeir lentu þvi oft í talsverðum eltingarleik við verstu fjallafálurnar. Danni var orðinn þreyttur; tekizt hafði að þröngva safu' inu niður í Hofshlíðina, þaðan var það rekið til réttai að Hofi. Hofsrétt stóð á stórri grasivaxinni eyri niðri ;l bakkanum við Djúpadalsána. Þangað var nú féð rekið með hávaða og gauragangi. Menn hlupu fram og aftuf> hóandi og sigandi, til að elta uppi kindur, er smugu ut úr mannhringnum. Sumir voru ríðandi, aðrir þutu uiu kallandi og smelltu með svipuólunum, svo að hvein *• Hundar geltu, hás og dálítið hrjúfur ærjarmur og hræðslU' legur og hveilur lambajarmur kvað við. Allur þessi marS' víslegi hávaði rann saman í undarlega hljómkviðu í um Danna, sem aldrei hafði verið við réttir áður. Þa var ekki laust við að hann væri dálítið ringlaður í um þessum látum. Brátt var þessu lokið, féð allt hneppt inn í réttma> hrópin og hundgáin hætti, aðeins þunglyndislegur aU jarmur og mjóar lambaraddir heyrðust við og við. Gangnamennirnir tóku ofan húfurnar, þurrkuðu sv*1 ann framan úr sér og brostu glaðklakkalegir á svip, elIlS og þeir hefðu unnið stórsigur. Sumir sögðu að nú va:|1 kominn tími til að hressa sálina, seildust niður í bakv‘lS ana, náðu í réttarpelana og fengu sér drjúga sopa. Danni virti lyrir sér fólkið, senr dreif að réttinni. Aða lega voru það karlmenn og krakkar, þó voru nokkraI konur og unglingsstúlkur með í hópunum, sem komu a dalabæjunum og neðan af ströndinni. Honum leizt mj11^ vel á þetta rösklega, útitekna sveitafólk. Hann stutltfist upp við réttargrindurnar og athugaði allt er fyrir atig11’1 bar. Allt í einu var þrifið fruntalega í öxl ltans og k0’1 um ýtt til hliðar. „Farðu þarna frá, strákhvolpur. Á hvað ertu að glúp'1, Danni leit undrandi á þann, er talað hafði til hallS Þetta var í fyrsta skipti, sem hann var ávarpaður í skam111 artón, síðan hann kom í sveitina. Karlinn, sem þrl hafði í öxl hans, var sver og dólgslegur, nefstór, lT,e slapandi neðrivör, svarta af tóbaki. Á kjálkum hans v‘l úfinn og ljótur skeggflóki, augun lágu djúpt og st<)1‘ brúnir slúttu yfir þau eins og klettabelti. 112

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.