Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1966, Blaðsíða 20

Æskan - 01.03.1966, Blaðsíða 20
Neyzla tóbaks og áfengis fer ört vax- andi í okkar litla þjóðfélagi. Alltaf stækkar sá hópur, sem neytir tóbaks og áfengis, og alltaf iiækkar sú fjár- upphæð, sem eytt er í þessi nautnalyf. Sú upphæð er svo svimhá, að ég reyui ekki að nefna neinar tölur i því sam- bandi, en fyrir þær mætti byggja upp atvinnugreinar og liiúa að æskunni meira en gert er. Um tóbakið er ]>að að segja, að ])að iiefur slæm áhrif á taugakerfi mannsins, auk ]>ess er tó- baksnotkun löstur, sem menn byrja á af fikti. Engan langar í sígaretlu í fyrsta sinn. Unglingar, eða aðrir, sem byrja á reykingum, gera ]>að vegpa ]>ess, að þeir sjá aðra reykja og jafnvel halda sig minni menn, ef þeir fylgjast eklci með, en það er bin mesta f jarstæða. Sá, sem aldrei byrjar á tóbaksneyzlu, verð- ur heilsuhraustari, léttari í spori og út- litsbetri en sá, sem neytir mikils tóbaks, svo að við tölum nú ekki um ýmsa sjúk- dóma, sem tóbaksneyzla veldur, og ofl er talað um í ræðu og riti. Um áfengið má margt segja eins og tóbakið, en sæll er sá, sem aldrei neytir þess. Áfengisneyzla er að mörgu leyti liættulegri en tóbaksneyzia, ]>ar sem menn drekka frá sér ráð og rænu, og ennfremur getur hún vaidið slysum og dauða. Siglfirzkur æskulýður ætti að ganga á undan með góðu fordæmi fyrir æsltu- lýð annarra byggðarlaga og forðast neyzlu tóbaks og áfengis, en stunda hollar íþróttir, svo sem skíða- og skauta- íþróttir. Á sumrum förum við svo í fjallgöngur og syndum í sundhöllinni okkar, sem er ein bezta á landinu. Mcö þvi og góðum vilja getum við forðast neyzlu þessara eiturlyfja. Að lokum vil ég svo skora á yfirvöld |>essa bæjar, að gefa okkur tækifæri til að renna okliur á skautum nnnars stað- ar en á götunum. Anna Kristín Gunnlaugsdóttir- FRÁ UNGLINGAREGLUNNI VERUM ÖÐRUM TIL FYRIRMYNDAR Barnastúkan Kærleiksbandiö nr. 66 Barnastúkan KÆRLEIKSBANDIÐ NR. 66 í Hafnarfirði hefur nú starfað samfellt um áratugi og jafnan lialdið uppi þróttmiklu og fjölþættu starfi. Á hverjum vetri hefur stúkan æft eitt eða fleiri leikrit, og sum furðu stór, og alltaí hafa þau verið sýnd við frábærar undirtektir hinna ungu áhorf- enda. Hinn félagslegi uppeldisþáttur er annar sterk- asti þátturinn í starfi barnastúknanna, og það er einkar ánægjulegt að kynnast því, hve hann er víða vel ræktur. Stórgæzlumaður sat nýlega fund í barnastúkunni KÆRLEIKSBANDIÐ NR. 66, fjölsóttan og ágætan fund. Nokkuð á annað hundrað félagar voru við- staddir. Börnin fluttu sjálf ágæt skemmtiatriði, eldri félagar fluttu stutt ávörp og stórgæzlumaður ræddi við börnin ofurlitla stund, sagði þeim sögu og sýndi tvær fallegar kvikmyndir. Það, sem mér virðist sérstaklega einkennandi nú fyrir starf Kærleiksbandsins er það, hve marga og ágæta styrktarmenn hún helur úr hópi hinna full- orðnu. Er það til hinnar mestu fyrirmyndar og þyrfti að vera miklu víðar en raun ber vitni. Mynd sú, sem hérna er birt, er úr leikritinu ÁSA eftir Ragnheiði Jónsdóttur, skáldkonu, en það fluttu börn úr Iíærleiksbandinu í fyrravetur. Við þökkum KÆRLEIKSBANDINU ágæt störf og óskum því allra heilla. 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.