Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1966, Blaðsíða 29

Æskan - 01.03.1966, Blaðsíða 29
ítet/an. í Englandi er kirkja nokkur með fi'íegu málverki á einni rúðunni. pluggi Jjessi er kallaður „hetjuglugg- ir>n“. Og hetjan, sem um er að ræða, er ungur piltur. En ]>að, sem vitað er um ]>ennan 'lreng, gerðist fyrir mörgum árum. °g þar sem kirkjan stendur núna, Vai- ]>á eyðileg og tómleg slétta. Nistandi kaldur vetrarvindurinn ^eit tvo unga drengi í andlitið. Þeir höfðu villzt í myrkrinu. Eftir skamma stund urðu þeir gegnkaldir °6 sífellt herti frostið. Að lokum v°ru þeir alveg að þrotum komnir. keir megnuðu ekki að halda áfram. ÍJá ákváðu þeir að láta fyrirberast liarna úti í vetrarkuldanum og nið- úimmri nóttinni. Hvergi var skjói að finna, engin tré og engin liús. Svo settust bræðurnir þétt livor upp við annan. En það var skammgóður Vermir. Enn herti frostið og vindur- inn ýlfraði og næddi um þá. Stórir kalblettir mynduðust á andlitum þeirra og höndum. Allt í einu fór eldri bróðirinn úr jakkanum og vafði iionum utan um ln-óður sinn. Og eftir því sem tim- inn leið, klæddi liann sig úr fleiri spjörum og vafði um bróður sinn, til þess að hann frysi ekki i hel. Honum var sama um sjálfan sig, að- eins ef hróður hans væri lilýtt og liði vel. Næsta morgun fundust þeir í snjónum. Nokkrir menn voru á leið yfir sléttuna og fundu þá i fönninni. Og hvernig hafði gengið? Eldri bróð- irinn hafði frosið í hel 1 Hinn nist- andi kuldi og bitandi frost varð hon- um að bana. En yngri bróðirinn var enn á lífi og við góða meðhöndlun hjálpsamra manna náði hann brátt fullri heilsu. Eldri bróðirinn lét líf sitt til þess Hann lifir í dag. að bjarga bróður sínum. Hann var vissulega sannkölluð hetja. En mesta hetjan, sem nokkrusinni hefur lifað á þessari jörð, Jesús Kristur, lét líf sitt, til þess að bjarga okkur mönnunum. Þetta er boðskap- ur páskanna. Jesús sigraði dauðann. Og sigur páskanna er sigur þeirra, sem treysta Jesú. „Hann gaf líf sitt til lausnargjalds fyrir alla.“ Hann lifir í dag. Þ. innar, sem þú ætlar að hlaupa eftir. Krjúptu síðan niður fyrir aftan strikið þannig að tærnar á stökk- fæti þínum (stökkfótur, sá fóturinn, sem þú stekkur upp á eða hoppar á í parís) séu lþí>—2 fet frá strik- inu. Láttu síðan hnéð á hinum fætinum nema við^ tær stökkfótarins eða örlítið fyrir framan þær. Síð- an styður þú með fingurgómunum rétt aftan við strikið þannig að þumalfingurnir snúi að hvor öðr- um með axlarbreiddar fjarlægð, en hinir fingurnir beint út til hliða. Hafðu axlabreidd á milli hand- anna og gættu þess að rétta vel úr olnbogunum og láta handleggina vera lóðrétta frá öxlum. Nú skaltu standa upp aftur og gera holur, þar sem tærnar voru, nægilega djúpar til að þú getir spyrnt vel í þær, eða þú kemur fyrir í förunum viðbragðsstoð- um. Síðan tekur þú þér stöðu aftur eins og áður, spyrnir vel aftur í holurnar eða stoðirnar og lætur höfuðið síga örlítið niður (mynd 1). í þessari stöðu áttu að bíða þar til ræsirinn segir „viðbúinn". Þá lyftir þú mjöðmunum örlítið hærra en í axlahæð og hallar þér aðeins fram. (mynd 2). Þannig bíður þú þar til ræsirinn segir „nú!“ eða „hæ!“ þá spyrnir þú vel í með báðum fótum um leið og þú sleppir stuðningi handa í jörð og bolurinn lyftist. Hnéð á aftara fæti lyftist vel fram og upp undir bolinn. Hendurnar fara strax í eðlilega stöðu. Athugaðu þetta vel á mynd 3. Nú lileypur þú áfram með kröftugum skrefum og armhreyfingum og gætir þess að reisa þig ekki of fljótt upp. Þegar þú hefur hlaupið um það bil 15 rnetra átt þú að vera korninn í hlaupstöðu eins og sýnd er á mynd 4. Nú hleypur þú rakleitt í mark. Þegar þú ferð í gegnum markið átt þú að halla þér vel fram eins og mynd 5 sýnir. Bezt er fyrir þig að æfa viðbragðið 6—8 sinnum á hverri ælingu og hlaupa 20 rnetra eftir hvert við- bragð. í tvö síðustu skiptin skalt þú hlaupa alla leið í mark. Þessar leiðbeiningar ætla ég að láta nægja í bili. í næsta blaði skal ég kenna þér helztu atriðin í há- stökkinu og knattkastinu. Ég vona svo að þú hafir ánægju al' þessari þrí- þraut og fáir félaga þína til að æfa með þér. Sigurður Helgason. 125

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.