Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1966, Blaðsíða 32

Æskan - 01.03.1966, Blaðsíða 32
Sigurður H. Þorsteinsson: a. i. j. p. frímerkjaþáttur V erSlaunaáetraunín 2. Að þessu sinni birtum við mynd af frímerki með mynd af íslenzkum jökli. Spurningin er: Hvaða jökull er þetta? Hvenær voru flugmerki með sömu mynd gefin út? Eins og áður verða tvenn verðlaun veitt fyrir að senda inn rétta lausn á þessari getraun einni, en auk þess verð- ur fjöldi verðlauna fyrir þá, sem senda inn sameiginlega lausn á öllum getraununum, þegar þær hafa allar verið birtar. Verðlaunin fyrir þennan hluta getraunarinnar eru eins og áður: Frímerkjaalbúm fyrir allt ísland og frí- merkjaalbúm fyrir lýðveldið ísland. Þessi albúm eru nú orðin geysivinsæl meðal unglinga, og því er hér tækifæri að eignast þau á auðveldan hátt. Sendið sem fyrst inn lausnir ykkar. Það skal tekið fram, að dregið er úr lausnum 5 vikum eftir að blaðið kemur út, svo að lausnir verður því vitan- lega að senda sem allra fyrst. Yfirstimplaður POSTSTIMPILL. Þá langar mig, lesandi góður, til að taka þig með i eitt af þessum skemmtilegu ævintýr- um, sem verða á vegi manns í frímerkjasöfnuninni. Ævintýri, sem a. m. k. hefur skilið cftir hjá mér ríkari þörf á að vera safnari af ]>ví tagi, er ekki fyrst og fremst hugsar um að eiga sem flest og dýrust merki, Jield- ur umfram allt að kynna sér til iilítar hvað hýr að baki því, sem hann liefur i iiöndunum, og una sér við atliugun þess. Er þetta ævintýri liófst var ég starfsmaður i endurskoðunar- deild Landsbanka íslands. Eftir áramótin var eigendum hlaupa- reikninga ávallt send útskrift af reikningunum ásamt umslagi árituðu til bankans, er ]>eir skyldu endursenda i staðfest- ingu sína á að útskriftin væri rétt. Meðal þeirra umslaga er bárust aftur til bankans var ótrúlegur fjöldi er sendandi hafði gleymt að frímerkja og hárust okkur ])VÍ óopnuð af l)réfadeildinni, sem annars tók yfirleitt frimerkt umslög og seldi siðan frímerkin til ágóða fyrir sjóð starfsmannafélagsins. Yfirstimplun. Meðal þeirra umslaga, er ég lagði frá til síð- ari athugunar vegna stimplun- ar á þvi, var eitt er í bili vakti sérstaka atliygli mína. Það var stimplað með venjulegum póst- stimpli, staðarlieitið Landakot. Auk þess var stimplað yfir stað- arheitið með venjulegum einn- ar linu gúmmistimpli, Minni Vogar. Ég hugleiddi nokkra stund, hvernig á þessu gæti staðið og ákvað að spyrjast fyr- ir um það við fyrstu hentug- leika. Umslag þetta lenti með flcirum í vindlakassa, cr ég geymdi slíka hluti í, og fljót- lega gleymdist það alveg. Næsta atriði ævintýrisins skeður svo ekki fyrr en vorið og sumarið 1964. Skátamót. Þá um vorið, eða nánar tiltekið 4.—7. júní hélt skátafélagið Hraunbúar i Hafn- arfirði 24. vormót sitt að Hösk- uldarvöllum. Að tillögu ýmissa i stjórn félagsins, var ákveðið að liafa sérstakt pósthús á mót- inu og var mér, ásamt Ásgeir K. Sörensen, aðstoðardeildarfor- ingja mínum, falið að sjá um þessa framkvæmd. Varð það úr, þar eð ekki fékkst að hafa opin- bert póstliús á mótinu, að við rákum þar einkapósthús fyrir liönd félagsins og voru gefin út sérstök merki er gilda skyldu sem burðargjald til næsta póst- húss, sem reyndist vera í Vog- um. Þar voru síðan allar póst- sendingar frá mótinu settar i venjulegan ríkispóst og fri- merktar með skátafrímerkjun- um. Átti ég um þetta allt mjög ánægjulega samvinnu við póst- meistarann í Vogunum, Árna Hallgrímsson. Sagan. Af viðtölum við hann og aðra, komst ég að þeirri nið- urstöðu að póstliúsið fyrir Vog- ana liafði verið flutt frá Landa- koti að Minni Vogum um ára- mótin 1958—1959. Leið nú sá tími er mótið stóð og samvinna mín við Árna. Það var svo fyrst undir lok júnímánaðar, er ég var að tina fram ýmislegt dót úr vindlakassanum mínum gamla, að ég rakst aftur á um- slagið frá 1958. Og nú fór ég i alvöru að verða forvitinn um, livernig stóð á þessari stimplUI1' Skýringin reyndist þá einfald' lega vera sú, að þegar pósthúsi® var flutt að Minni Voguni, v:l’ enn ekki húið að fá stimpil fyr' ir hið nýja pósthús og þvi v:l1 gripið til ]>ess, þann tima cr leið unz hann var tilbúinn, :|ð nota áfram gamla stimpiH1'0 frá Landakoti og yfirstimpl‘l staðarheitið með venjulegu111 stimpli með nafni póststöðva'" innar. Var í þessu tilfelli nota staðarheitið Minni Vogar. Þegar svo loks stimpill sá, er not° skyldi, kom, var staðarheil' á honum aðeins Vogar. Vogar — Minni Vogar. Þan"" ig atvikaðist það, að þótt pósl' hús hafi verið i Minni Vog""1 frá árinu 1958, hefur póststö með staðarheitinu Minni Voga' aðeins starfað þann mánaðaf' tíma, er vöntun var á nýj"111 póststimpli til staðarins. Það eru einmitt atvik eins oí ])etta, sem gera frímerkjasöf" unina þess virði að eyða i )>a"° tómstundum sínum. Að visu i"‘J segja sem svo, að gaman s fyrir hvern þann er allt í c'"" uppgötvar að hann liefur f"" ið verðmætt afbrigði. En þvl c!j nú eitt sinn þannig varið, •' því aðeins heita afbrigðin " brigði, að þau eru svo sjaldga^ að þeir sem finna þau, eru a eins fáir og menn verða ÍU lega þreyttir á að leita e"da^ laust að þvi, sem varla er ll!C^. að reikna með að þeir f'"1'1, Því er það hverjum í sjálfsv‘* ^ sett að leita afþreyingarinna' þvi að finna skemmtilegar s tað' reyndir, sem kannske eng>r ir hafa áður fundið, og þðtt l,íC séu ekki dýrar eða frumfund"|j þá eru þær engu að síður óblandinnar ánægju fyrir hye^ þann, scm verður á vegi þe*rI ef svo má að orði kvcða. HVER ER HANN? Myndin er tekin fyrir g’ um og er af hinum fræga söuH ara PAUL ANKA. 128

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.