Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 8
aö þeir væru vitlausir. Þess vegna vildu þeir ekki vera með honum. En hvað hafði eiginlega komið fyrir Óla? Litlar og furðulegar verur eða dýr læddust eftir leyni- göngunum sínum. Leynigöngin þeirra hétu hlust. Þau lágu inni í eyranu á Óla. Þessi dýr voru ormar — óþekktarorm- arnir. Þeir, sem nú áttu heima í vinstra eyra hans, hétu Frekja og Frakkur. En hinum megin bjuggu þau Leiður og Leti. Þau voru öll systkini. Og það var pabbi þeirra, sem sendi þau hingað og þangað. Þetta voru reyndar mjög furðulegir ormar. Þeir gátu tal- að og hlegið, sungið og spilað. Og í hvert skipti, sem nafn þeirra var nefnt, héldu þeir tónleika. Þeir léku nefni- lega allir á lúðra. Þá spiluðu þeir, dönsuðu og sungu og létu öllum illum látum. Óli hélt áfram að vera óþekkur. Stundum hlógu strák- arnir að óþekkt hans. Þá varð hann enn óþekkari á eftir. Hann hélt, að strákarnir vildu frekar vera með honum. En svo varð nú ekki. Og það fór brátt svo, að Óli varð leiður og fúll. Mamma hans var alveg orðin ráðalaus með hann. En systkinin Frekja og Frakkur, Leiður og Leti héldu há- tíð á hverjum degi. Alltaf var einhver, sem nefndi nöfnin þeirra. Dag einn, snemma morguns, var Óli að leika sér við systur sína. Þau höfðu leikið sér lengi og voru mjög ánægð. Þess vegna leiddist óþekktarormunum. Frekja var auðvitað frekust. Hún tók lúðurinn sinn hvað eftir annað og spilaði fjörug lög. Hún vissi, að Óli hafði gaman af því. Þegar því var lokið, hvíslaði hún: ,,Óli minn. Skelfing ertu mikil skræfa. Þú átt að ráða, drengur. Gleymdu því ekki. Taktu dúkkuna hennar og sýndu, hver ræður!" En það var svo einkennilegt, að Óli tók ekki eftir því, að nokkur væri að leika íyrir hann á lúður eða hvísla að honum. En samt gerði hann eins og Frekja sagði. Og Frekja stökk til Frakks, bróður síns. Hún skipaði honum að taka lúðurinn sinn og gefast ekki upp. Allt í einu þreif Óli dúkkuna af Önnu litlu og fleygði henni upp á skáp. Anna litia fór strax að væla, af þvl að henni þótti svo vænt um dúkkuna. Hún sagði kjökrandi: „Óli ná i dúk.kuna mína. Óli frekja.“ Og nú hefðuð þið átt að sjá fögnuð Frekju. Hún þreif í bróður sinn og hrópaði: „Það heppnaðist. Það heppnaðist. Hann er frekur.“ Síðan léku þau saman fjörugt lag og skemmtu sér konunglega. En rétt í þessu kom móðir þeirra inn. Hún sá strax, hvað hafði komið fyrir. „Þú ert orðinn hálfgerð frekja, Óli minn,“ sagði hún. „Náðu nú í dúkkuna fyrir systur þína og hættu svo þessari frekju." Frekja réði sér varla fyrir kæti. Hún kallaði nú til syst- kina sinna í kalltækið sitt og bað þau að koma til sín. En Óli vildi ekki hlýða mömmu sinni. Hann var ókurteis og sagði: „Iss, barasta. Þetta er ónýt dúkka, hvort sem er. Þú getur bara klifrað sjálf upp á skáp!“ Móðir hans fékk sting í hjartað. Gat þetta verið dreng- urinn hennar? Var hann í raun og veru orðinn svona óþekk- ur? Og henni, sem þótti svo vænt um hann. Óli rauk á fætur og hentist fram hjá henni. Hann heyrði hana segja: „Ertu svo líka orðinn frakkur, Óli?“ Óli þaut út um dyrnar. Honum leið ekki vel. Honum fannst allir vera leiðinlegir — nema hann. Allir voru vond- ir — nema hann. Og Frakkur gladdist með systkinum sínum. Óli hentist út á gangstétt og rakst á gamlan mann. Manninum brá svo mikið, að hann missti tösku, sem hann hélt á. Hann sneri sér að Óla og starði á hann litla stund. En Óli þaut í burtu, án þess að biðjast afsökunar. Hann kallaði aðeins til hans: „Farðu bara niður í töskuna. Ég skal senda vörubíl eftir ykkur.“ Maðurinn horfði undrandi á eftir honum og sagði: „Þetta er frakkur og ókurteis drengur." Og Frakkur dansaði og söng, spilaði og hoppaði af kæti. Þetta líkaði honum vel. „Meira af þessu, Óli. Meira af þessu. Svona áttu að vera!“ hrópaði hann. „Nú er gaman að lifa.“ En Óla fannst ekkert gaman að lifa. Honum fannst I rauninni ekkert skemmtilegt að láta svona. Samt hélt hann áfram að vera óþekkur. Hann gekk inn á leikvöllinn, þar sem margir krakkar léku sér. Hann fór fyrst að sandkassanum og settist þar. Svana var að byggja fallega og stóra höll. „Þetta er höllin mín,“ sagði hún og brosti út að eyrum. „Ég er drottningin og á heima í þessu herbergi." „Þetta er voðalega Ijót höll," sagði Óli og hló. Svana roðnaði og starði á Óla. Henni fannst þetta fal- legasta höll í heimi. Hún hafði verið að byggja hana allan morguninn. „Þú ert sjálfur Ijótur," sagði hún, áður en hún vissi af. Óli stóð á fætur og sparkaði í höllina. Hún hrundi þegar í stað. Allt varð ónýtt í einu vetfangi. Svana hágrét. Hún kallaði á eftir honum: „Fre-frekja. Ó-óli fre-frekja.“ Hún horfði á rústir hallarinnar. Hún hafði eytt svo mikl- um tíma í að byggja hana. Nú var hún gjörsamlega ónýt. Svana hélt áfram að gráta. En Frekja gladdist. Það var langt siðan hún hafði verið eins Jföð og nú. Systkinin sungu og spiluðu til skiptis. Þeim líkaði sérstaklega vel að eiga heima hjá Óla. Hann hélt áfram göngu sinni og hitti lítinn dreng. Hann hét Nonni. „Nonni,“ sagði Óli og settist í rólu. „Farðu og náðu fyrir mig í sippubandið þarna.“ Nonni horfði á Óla. Hann vissi, að Óli nennti ekki að ná í bandið. „Þú ert ekkert nema leti,“ sagði Nonni og hljóp á brott. Hann var háif hræddur við Óla. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.