Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 25

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 25
:• ss \ ss ií •i *¥¥■¥¥¥¥-¥¥¥■¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥■¥**¥■*¥*+*¥¥-¥¥•¥¥¥•* Það var einu sinni gömul kona, sem bjó ein í kofa niður við sjó. Hún var alein í heiminum, af því að hún var svo gömul, að allir voru búnir að gleyma henni. En hún átti sautján ketti og einn blágráan kettling. Á hverjum morgni fór gamla konan niður að sjó til að baða sig, og á hverjum morgni gengu sautján kettir og einn blágrár kettlingur yfir hvítan sandinn alveg niður að sjó með gömlu konunni, en lengra þorðu þeir ekki. Og þegar gamla konan-fór aftur heim í koíann sinn, mjálmuðu þeir allir og báðu um mjólk. Gamla konan setti þá upp stóra svuntu, tók sér fötu í hönd og fór út í fjós að mjólka kúna. Hún mjólkaði í fleytifulla fötuna. Blái kettlingurínn — Síðan fór hún heim með fötuna og hellti mjólk í sautján Ijósbláar skálar og eina svolítið minni handa Kettlingnum. Sjálf fékk hún sér líka mjólkursopa í krús. Svo drukku þau öll spenvolga nýmjólkina. Á eftir sleiktu allir kettirnir skál- arnar sínar þangað til þær voru tandurhreinar. En gamla konan þvoði krúsina sína. Síðan fóru allir kettirnir út í sól- skinið, en gamla konan fór í smá gönguferð. Svo vildi það til eitt sinn á miðjum sólskinsdegi að allt í einu kom ofsarok og það varð iskalt þrátt fyrir sól- skinið. Hárin ýfðust á köttunum sautján, sem áttu sér einskis ills von, og litli kettlingurinn var nærri fokinn um koll. Gamla konan fór út og sótti alla kettina og litla kett- linginn, því hún vissi, að þeim þótti slæmt að vera úti í Mundi þad ekki Strákur nokkur féll i vatn og var nærri dnikkn- aður, er maður einn bjarfi- aði honum. Strákurinn var syndur og þa'ö vissi maður- inn. — Þegar báðir voi-u komnir á jnirrt land, ávít- aði maðurinn strákinn fyrir að liafa ekki reynt að bjarga sér á sundi. — l>ú ert 1)6 syndur, orm- urinn þinn, ofi hefðir átt að hafa mannrænu í þér lii ]>ess að fljóta. — Já, víst er ég syndur. En ég mundi hreint ekkert eftir því. Þetta kom svo flatt upp á mig I rokinu. Hún bar þá alla inn í kofann, einn í einu, og þeir lögðust allir fyrir framan eldinn, hjúfruðu sig hver að öðr- um og steinsofnuðu. Þá var það að gamla konan fékk tannpínu. Tannpinan var svo vond, alveg hræðilega vond. Og þarna sat vesa- lings gamla konan, átti ekkert tannpínumeðal, enginn var þarna til þess að gefa henni eitthvað heitt að drekka, og enginn til að segja henni að þetta batnaði bráðum. Það var enginn hjá henni, nema sautján kettir og einn blágrár kett- lingur. Hún átti ekki einu sinni hitapoka. Gamla konan gat ekkert annað gert en farið upp í rúm og breitt sængina upp fyrir höfuð. Svo lá hún og hlustaði á storminn, sem reif í litla kofann hennar, svo hann nötraði og skalf. Ó, hvað hana vantaði hitapoka að leggja við kinnina. Blessuð gamla konan. Hún var í leiðu skapi og hálfkalt, og gat ekki hugsað um annað en bannsetta tannpínuna. Allt [ einu heyrði hún lágt þrusk í myrkrinu, eins og einhver væri að læðast að rúminu hennar. Svo kom eitt- hvað mjúkt og hlýtt og lagðist við vangann á henni, einmitt þar sem tannpínan var. Æ, hvað það var gott, næstum eins og að hafa hitapoka. Hvað gat þetta verið? Þegar hún gætti betur að, sá hún að þarna var þá litli blágrái kettlingurinn kominn og maiaði eins hátt og hann gat. Nú hlýnaði gömlu konunni, og tannpínan hvarf smátt og smátt. Síðan gieymdi hún, að hún hefði nokkurn tíma haft tannpínu og sofnaði sætt og rótt. Litli kettlingurinn sofnaði líka. Vindurinn ýlfraði og æddi um litla kofann þarna niðri við sjóinn, en enginn heyrði til hans, því gamla konan svaf, blágrái kettlingurinn svaf, og aliir kettirnir sautján sváfu vært fyrir framan eldinn. Óskastundin. r. •o o* •o o* •o o* ss •o ss o» 90 5* •o o* ss ss •o o* ss ss ss ss •o o* . •o 8S ss ss ss •o o» ss •o o* •o o» ss ss •o §s •o o* ss ss ss §8 §i •0 o* •o o» ss ss ss 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.