Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 19

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 19
Eftir matinn gengu þau um gamia hluta borgarinn- ar, unz þau komu aS fyrir- heitna staSnum, húsi H. C. Andersens. Jóhanna, Jóhann og Grímur fullvissa sig um, aS þau séu þarna á réttum staS. var mjög víðförull. Skrítin þótti Jóhönnu gleraugu ævintýraskálds- ins, enda eru þau vægast sagt gamaldags, lítil og einkennileg í laginu. H. C. Andersen hlotnaðist margvíslegur heiður [ lifanda lífi, og í safninu eru heiðursmerki ásamt ýmsum heiðursskjölum, sem hann var sæmdur. Þarna var bréf frá Friðriki krónprinsi, sem seinna varð Friðik VIII til H. C. Andersens skrifað 5. marz 1866. Þarna var líka brjóstnál ágæt, sem Andersen hefur borið, en hann hefur sennilega verið talsverður skartmaður, því brjóstnálin er sett demöntum og smíðuð úr gildu gulli. Búslóð H. C. Ander- sens er einnig til sýnis í safninu, skrifborð hans, sófi, ruggustóll og ýmislegt fleira. Á efri hæð hússins er bókasafn skáldsins mikið að vöxtum og sjálfsagt gott eftir þeirrar tíðar mælikvarða. Einnig eru þar bækur hans á ýmsum tungumálum. Á annarri hæðinni er einnig ýmislegt úr ferðum skáldsins, og það sem vakti hvað mesta at- hygli ferðafélaganna var vegabréf, sem útgefið er 6. apríl 1867, en skáldið var þá á miklum ferðalögum. Þetta vegabréf er að stærðinni til eins og meðal dagblað en ekki bundið inn eins og nú gerist. Þarna eru einnig ferðatöskur H. C. Andersens, hattaskja, stafur og regnhlífar. í þessum sýningarskáp er einnig kaðall, ekki ýkja gildur en þó nokkuð langur. Sagan segir, að H. C. Andersen hafi verið með afbrigðum eldhræddur og er hann gisti í hinum og öðrum gisti- húsum hafi hann jafnan haft kaðalinn við höndina til þess að geta bjargað sér út um glugga, ef eldsvoða bæri að höndum. Verk H. C. Andersens hafa verið þýdd á velflest tungumál heims. I stórum sal á efri hæð viðbyggingarinnar við hið gamla æskuheimili hans hefur verið komið fyrir safni með útgáfum á öllum tungumálum, sem vitað er til að út hafi komið. Þarna eru m. a. útgáfur á arabísku, kínversku, japönsku, íslenzku og ótal málum, sem of langt yrði upp að telja. En tungumálin, sem töluð voru af safngestum þennan dag, voru næstum jafnmörg, því þarna koma velflestir ferðamenn, sem til Odense leggja leið sína. ís- lenzku útgáfurnar standa við hliðina á útgáfum, sem út hafa komið í írak" og íran, og indverska útgáfan er ekki langt frá. Þarna eru einnig margar teikningar, sem listamenn ýmissa þjóða hafa gert til skreytingar á bókum skáldsins, og það er gaman að bera saman teikningar, sem gerðar eru í Kína, og þær, sem gerðar eru i Evrópu af sömu atburðum úr sömu sögum. Eins og ævintýri Andersens hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, þá hefur mikill fjöldi af ritverkum hans verið prentaður á blindraletri á ýmsum þjóðtungum. Sýnishorn af slíkum prentverkum eru í safninu. Einna fyrirferðarmestar og glæsilegastar að ytra útliti voru bæk- Þarna er Jóhanna við fhyndastyttu af H. C. And- ersen, og mynd af honum er i baksýn. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.