Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 48
átt uppi í ijalli einu í Skot-
landi bjó eitt sinn fátæk />
ekkja með litlum dreng sín-
um. Konunni gekk mjög erfiðlega
að sjá fyrir sér og drengnum. Nú
þegar vetur fór í hönd, ákvað ekkj-
an að fara til ættingja sinna og leita
hjálpar þeirra.
Hún lagði því af stað eins og leið
lá með drenginn í fanginu. Hún
vafði hann í föt og sjöl, svo að hon-
um yrði ekki kalt. Hún var ekki
komin langt frá heimili sínu, þegar
bylur skall á, og hún vissi varla,
livað til bragðs skyldi taka. Hún fór
úr sinni eigin kápu og vafði utan
um drenginn. Síðan lagði hún hann
undir klett í skjól fyrir vindinum.
Svo yfirgaf hún drenginn og fór að
leita hjálpar. Þegar hún var komin
skamman spöl frá klettinum, reið
yfir svo snörp vindhviða, að hún
svipti konunni til jarðar.
Næsta morgun fannst konan dáin
á veginum.
Hjálparsveitir komu fljótt til að
leita að drengnum. Það gekk vel að
finna drenginn grátandi undir klett-
inum. Hann var vel frískur og veðrið
hafði ekki orðið honum að meini.
Drengurinn óx upp og var kallað-
ur í herinn, þegar hann hafði aldur
til. Hann særðist og var tekinn til
fanga.
Síðar, þegar hann var laus úr her-
þjónustu, lerðaðist hann til margra
landa, en hann kom aldrei í kirkju.
Eitt sinn gekk hann inn í kirkju
til að hlýja sér, en ekki til að lilusta
á prestinn. Þetta var í Glasgow.
Presturinn, sem var roskinn mað-
ur, var í stólnum og talaði um kær-
leika Guðs til mannanna, sem þeir
ekki þökkuðu. Svo sagði presturinn
frá konunni, sem hafði lagt af stað
til að leita hjálpar fyrir sig og dreng-
inn sinn og lenti í vondu veðri. Til
þess að halda barninu heitu klæddi
hún sig úr kápunni sinni til að vefja
utan um drenginn sinn. Hún dó
svo sjálf úr kulda. Haklið þið ekki,
að þessi drengur hafi haft ástæðu til
að þakka móður sinni lífgjöfina?
Vesalings maðurinn fór nú að
hugsa. Hann gleymdi öllu í kring-
um sig. Hann vissi ekki fyrr en hann
var kominn út á götu. Hann sáónóð-
ur sína fyrir augum sér í snjóhríð
með drenginn sinn í langinu. Hvað
hafði hann gert til að endurgjalda
henni fórn hennar.
Nokkrum dögum síðar var barið
að dyrum á húsi prestsins og mað-
ur kom og bað prestinn að heim-
sækja mann, sem lægi lyrir dauðan-
um.
Presturinn fékk heimilisfang hins
sjúka manns. Hann staðnæmdist fyr-
ir utan dyrnar hjá hinum sjúka og
var þá gripinn miklum sársauka yfir
allri þeirri eymd, sem hann sá þar.
Hann áræddi samt að ganga inn í
húsið. Hann kom loks inn í óhreint
herbergi, sem angaði af vínlykt. Úti
í einu horninu lá sjúklingurinn á
fatahrúgu. Hann benti prestinum að
koma nær og bað hann fyrirgefn-
ingar á því, að hann hafði sent eftir
honum.
„Þér þekkið mig víst ekki,“ sagði
hinn sjúki. ,,Ég heyrði yður tala
um dreng, sem frelsaður var á und-
arlegan hátt. Þessi drengur er ég.
Síðan ég varð fullorðinn hef ég ferð-
azt víða um lönd og unnið mikið.
Það versta er, að ég hef aldrei viljað
leita til þess guðs, sem hjálpaði móð-
ur minni til að frelsa mig frá dauða.
Þrátt fyrir það hef ég aldrei getað
gleymt kærleika móður minnar og
fórnarlund.
Hún lagði líf sitt í sölurnar fyrir
mig. Nú vil ég gjarnan fá að hvíla
við hlið hennar í þeim kirkjugarði,
sem hún var jörðuð í.“
Presturinn fylltist meðaumkun yf-
ir allri þeirri eymd og neyð, sem
ungi maðurinn hafði fallið í. Að
endingu sagði hann unga mannin-
um frá kærleika [esú. Síðan báðu
þeir saman.
Presturinn heimsótti síðan hinn
sjúka mann á hverjum degi, þar til
hann dó.
Hann sá einnig um, að ungi mað-
urinn var lagður við hlið móður
sinnar.
Af þessari sögu getum við lært,
hve mikils virði er að eiga góða og
kærleiksríka móður. Þökkum guði
fyrir slíka móður.
Jóna K. Jónsdóttir þýddi.