Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 20
Uppi á lofti í H. C. Andersensafninu er glerkassi á miðju gólfi.
í kassanum getur aS iíta ferðabúnað ævintýraskáidsins: Göngu-
stafi, regnhlífar, ferðatösku, fyrirferðarmikinn hatt og siðast en
ekki sízt: Kaðalinn góða, sem hann hafði ætið með sér og
ætlaði að nota til undankomu, ef eldsvoða bæri að höndum.
ur skáldsins á sænsku, en stutt frá þeim voru sömu sögurnar i
bókum, sem eru á stærð við frímerki. Og þarna eru postulíns^
styttur af söguhetjum úr ævintýrum skáldsins, en þær eru margar
hverjar mikil listaverk. Börnunum þótti gaman að hitta á sögur
eftir Andersen á islenzku, og bókinni var flett upp, þar sem
sagan Penninn og blekbyttan byrjaði. Næsta bók við var frá Hvita-
Rússlandi á máii þeirrar þjóðar, en hinum megin á írsku, hinu
gamla máli þeirrar þjóðar, keltnesku.
Á götuhæð í safninu er stór, hringlaga salur með málverkum
á öMum veggjum. Þessi málverk eiga að lýsa ýmsum mikilsverð-
um atvikum í lífi skáldsins. Þar er m. a. mynd af því, er hann
yfirgefur æskuheimili sitt. Þá er mynd frá bernskuheimili skálds-
ins, þar sem foreldrar hans sitja við borð, en drengurinn teygir
sig upp á eldhúsborðið. Fremst á myndinni eru skór tii viðgerðar
og skósmíðaverkstæði og skósmíðaverkfæri föður hans. Ótalmargt
fleira sáu þau Jóhanna og Jóhann, sem of langt yrði upp að
telja, því þá yrði ferðasagan of löng og kæmist ekki fyrir í
Æskunni.
Eftir að hafa skoðað sig um nægju sína í safni H. C. Andersens
héldu þau út á götuna og það var ekki síður gaman að skoða
umhverfið. Litlu lágreistu húsin snyrtilega máluð og vel við haldið
en í þeim flestum fór nú fram einhvers konar kaupskapur i sam-
bandi við hið íræga skáld. Þá var hinum megin við götuna ein-
kennilegur veitingastaður,- sem heitir „Undir Linditrénu", en úti
á gangstéttinni stóðu nokkur borð, og gestirnir sitja undir lindi-
tré í orðsins fyllsta skilningi. Þau héldu áfram út á Overgade og
út að ráðhúsi borgarinnar, en við það torg stendur einmitt dóm-
kirkjan, Knútskirkja. Fyrir framan ráðhúsið er likneski allmikið.
Þau hittu konu úr nágrenninu og spurðu hana, hvaða kóngur
stæði á stalli. Hún sagði, að vanalega væri fólkið, sem byggi
næst, fávísast í þessum sökum, en gat sér þess til, að þarna
væri Friðrik VII. Þótti þeim Jóhanni og Jóhönnu kóngur heldur
óárennilegur. Þau héldu síðan út í garðinn að baki Knútskirkju.
Auk mikils gróðurs og kyrrðar og friðsældar var þarna margt
fallegt að sjá, sérstaklega í höggmyndalist. Þar stóð m. a. mynda-
stytta af Hans Christian Andersen, sem ekki er heldur að furða,
því að garðurinn heitir ,,H. C. Andersens-garður".
Á eftir gengu þau eftir Vestergade og fóru í þúðir, og þó ekki
væri um stórverzlun að ræða, var ýmislegt smávegis höndlað.
Margt var merkilegt að sjá í búðunum á Vesturgötu, þar var m. a.
gamalt hesputré, en ekki þótti Grími það eins handhægt og
hentugt og þau islenzku, sem hann mundi eftir. Skór og silfur-
vörur, matvörur og efni í kjóla.
Klukkan var orðin fimm og umferðin minni, og Odense var
ósköp friðsæl og elskuleg í kvöidsólinni. Það var gott að hvílast
heima á hóteli eftir gönguna og jafnvel ennþá betra að borða
glóðarsteiktan kjúkling og franskar kartöflur. Eftir góðan málsverð
fóru þau út í „Den Fynske Landsby", sem liggur i útjaðri borg-
arinnar Odense. Endilega þurfti kortið að vera svo ógreinilegt,
að þau fóru örlítið fram hjá staðnum. Það kom ekki að sök, því
sveitin var fögur og þau höfðu mjög gaman af ökuferðinni. Að
iokum komust þau í hið fjónska sveitaþorp. Þar var margt
skemmtilegt að sjá. Húsin voru öll byggð í gömlum stíl. Þau
eru þannig byggð, að smiðaður er trérammi eða trégrind en
síðan fyllt upp í með einhvers konar steypu. í sumum húsunum
gaf að líta gömul búsáhöld, opin eldstæði, sem trúlega hefði
mátt taka í notkun hvenær sem var, og þarna voru skápar og
hillur og uppbúin rúm með himni. Þá var ekki síður gaman að
koma í búrið. Þar stóðu koppar og kyrnur á hillum og blámálað
postulín í hillum á veggjunum. Góifið var dáiítið farið að gefa
sig og í gegnum göt sást niður í kjailarann. í borðstofunni var
eitt rúm eða öllu heldur lokrekkja. Þar var skápur, sem á var
skrifað nafn og ártalið 1722, og þarna var sams konar áhald og
í Árbæjarsafninu til þess að strjúka þvott. Austurendi hússins
var trúlega sá merkilegasti. Það var mylla. Þarna inni voru geysi-
stór tannhjól smíðuð úr tré og útbúnaður, sem of langt yrði upp
að telja, og þeim Hönnu og Jóhanni fannst fróðlegt og merkilegt
að hafa kynnzt kornmyllu eins og þær gerðust í Evróþu á 16.
og 17. öld. Bæjarhúsin voru byggð umhverfis ferhyrnt hlað, stein-
lagt. Við eitt húsið stóð vatnspóstur, svo að ekki hefur þurft langt
að fara eftir vatninu. Og eins og á flestum dönskum bóndabæjum
var gamait vagnhjól uppi á einu húsinu, storkshreiðrið. Auk
myllunnar í húsinu sjálfu stóð gríðarlega stór vindmylla á hæð
við bæinn. Hún var ein af gömlu gerðinni og sýnilega ekki til
stórræðanna héðan af, en hjá myllunni var útiíeiksviðið í dálítilli
lægð. Þetta var nokkurs konar hringleikahús. Sviðið tók yfir
um það bil einn fjórða af hringnum en grasbekkir í kring og á
þeim sat fólkið. Sumir höfðu verið svo forsjálir að taka með sér
teppi, en aðrir leigðu sér einhvers konar púða til þess að sitja á.
Það ævintýri H. C. Andersens, sem átti að sýna þetta kvöld, var
Svínahirðirinn, og svínin létu ekki á sér standa, því þau voru í
lítilli stíu á miðju leiksviðinu. Lítið hús stóð þarna einnig. Það
var málað í gömlum stíl og var með stráþaki. Ferðafélagarnir
tóku sér sæti, og um leið gekk lúðrasveit út úr skóginum. I
lúðrasveitinni voru eingöngu ungir piltar. Framhald.
20