Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 38

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 38
SKÁTAOPNAN Ritstjórn: HREFNA TYNES Hvað þarf ég að gera til þess að verða skéti? r síðustu Skátaopnu — í jólablaði Æskunnar — vorum við búin að finna „lykilinn“ að skátastarfinu, þ. e. a. s. við vitum að það er Nýliðaprófið. Það fæst í Skátabúðinni, Snorrabraut 48— 62, Rvík. (Nú sé ég alveg, hvað þið hugs- ið: „Mikið ofsalega hlýtur þetta að vera stór búð að ná yfir svona mörg númer“). Þið getið ef til vill fengið Nýliðaprófið hjá skátaféiaginu á staðnum eða frá skrifstofu B.Í.S. Þið hafið kannski eitthvert ykkar heyrt söguna af honum Óla litla, sem fór út í heiminn til þess að leita að lyklin- um að kistunni hans afa (gullkistunni). En að finna þann lykil fylgdi sú náttúra, að einungis góður drengur gat fundið hann. Hann varð að sýna það á ferð sinni, að hann væri þess verður að finna lykilinn. Ótal hættur, torfærur og vandamál urðu á vegi Óla, og alltaf varð hann að finna leið út úr öllum vandræðunum. Eins er það með göngu ykkar í gegnum Nýliðaprófið. Þar eru ýmsar þrautir sem þarf að leysa, það er reyndar svo um öll skátapróf. Það má nefna dæmi eins og sannsögli, drengskap, hjálpsemi, heiðar- leika, svo eitthvað sé nefnt, og svo ýmis- legt, sem kennir ykkur að bjarga ykkur í daglegu lífi, og reyna einnig að verða öðrum að liði, ef svo ber undir, og þið skuluð ekki imynda ykkur að þetta sé leiðinlegt. Þetta er skemmtilegur leikur, ef maður notar skátaaðferðina, brosir og reynir að bera sig vel, en hendir fýlusvipn- um (ef hann er þá nokkur) út í hafsauga. Þegar ég var ung skátastúlka, sá ég mynd í skátabókinni, sem greyptist svo í huga minn, að ég hef aldrei gleymt henni síðan. Myndin var af tveimur drengj- um, mjög ólíkum. Undir annarri stóð „Skáti", en undir hinni „Sígarettu-buxna- vasa-hengilmæna“. Þetta eru líka ólík orð, og ólíkt það sem að baki býr. En við verðum að taka afstöðu. — Hvorum þessara tveggja drengja viljum við líkjast? Það er ákaflega mikið atriði fyrir ung- an dreng eða unga stúlku að vera í góð- um félagsskap. Það er margt að velja um, eins og t. d. skátafélög — K.F.U.M. og K. — Barnastúkur — Ungtemplarareglan — Kristileg skólasamtök — Æskulýðsfélög kirknanna — íþróttafélög o. fl. En — hald- ið ykkur frá sígarettu-buxnavasa-hengil- mænuhættinum. Þið eruð of góð og dýr- mæt foreldrum ykkar og fósturjörð til þess að lenda í því feni. Til hamingju með leitina að „lyklinum“. „Við verðum eitthvað að fara að hugsa fyrir Landsmótinu næsta sumar. Ég er að hugsa um að hringja í stelpurnar og hafa „rabb- fund" um ýmislegt. Við verðum að finna einhverja leið til að vinna okkur inn fyrir mótsgjaldinu og ýmsum útbúnaði. Margt getum við gert sjálfar, bara að vera nógu sniðugar. Ég veit meira að segja um tvær litlar stelpur á ísafirði, sem saumuðu sér tjald, við hljótum að geta eitthvað: „Halló, Gunna, hvernig lízt þér á að við komum saman heima hjá mér annað kvöld. Þú hringir í Ástu og Birnu, ég skal sjá um Stínu og Siggu, ha, fundarefni? Landsmóts-hugdettur, manneskja. Já, ekki dugir að gefast upp.“ Nú dettur mér nokkuð í hug. Við yrkjum vísu, sem við syngjum alltaf til að minna okkur á verkefnið, nú hef ég í það minnsta fyrstu línurnar: Á landsmótið langar mig lika að fara, og leiðin til þess er að spara og spara . . . æ, nú datt þetta alveg úr mér, stelpurnar verða að hjálpa mér.“ 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.