Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 43
Arngrímur Sigurðsson Tcl^nílcnr flnCrVf'líir
og Skúli J. Sigurðsson skrifa um luivll//lvcll llLI^VCýlcll
Ljósm.: Ólafur Árnason.
Klemminum fyrst, en hann var þá nýkominn heim frá námi. Hann
tók síðan við að fljúga flugvélinni í stað Agnars og flaug í marz,
april og maí, einkum til að kanna lendingarstaði á Suðausturlandi,
þvi að þar þóttu skilyrði verst fyrir sjóflugvélar. Voru flug þessi
farin á vegum Flugmálafélagsins. Lent var á ýmsum stöðum,
t. d. Stjórnarsandi, Fosssandi og svo Egilsstöðum. Flogið var
með póst og stundum fólk.
Með þessari flugvél var haldið uppi fyrsta áætlunarflugi, sem
svo mætti kalla, með landflugvél. Var það á vegum Flugmála-
félagsins. Flogið var á milli Reykjavikur og Hornafjarðar, en lent
var á mörgum fleiri stöðum, t. d. Vik, Kálfafellsstað, Kirkjubæjar-
klaustri, Fagurhólsmýri, Hellu og Skógasandi. Flugmaður i þess-
um ferðum var Björn Eiríksson, og fór hann fyrstu ferðina 6.
júní 1939. Ferðin tók um 3 tima. Að jafnaði var flogið einu sinni
í viku með póst, en einnig farþega og sjúklinga.
Síðari hluta septembermánaðar flaug Örn Ó. Johnson Klemm-
inum við síldarleit. Þar sem þetta var landflugvél, þótti nauð-
synlegt að hafa björgunarbát, og var það ein vindsæng ásamt
pumpu.
Síðasta póstflugið til Hornafjarðar fór Björn Eiriksson 16. febr.
1940, en 4. febrúar flaug Agnar síðast Klemminum.
Klemminn var mikið notaður til alls konar flugs. Sigurður Jóns-
son flaug honum mikið og lenti t, d. við Grænalón (með Pálma
Hannesson) og við Vatnajökul norðanverðan (með þýzkan vís-
indamann). Reyndist flugvélin jafnan hið bezta.
Þess skal að lokum getið, að Klemminn var fyrsta landflug-
vélin, sem lenti í Vestmannaeyjum (Agnar og Bergur G. Gíslason).
Klemminn flaug síðast um miðjan febrúar 1940. Þá vantaði í
hana nýjan mótor. Sigurður Jónsson pantaði hann, og var mótor-
inn sendur af stað til íslands með Gullfossi, sem komst þó
aldrei lengra en til Kaupmannahafnar. Þar var hann öll striðsárin
og flugvélin áfram mótorlaus í Reykjavík. Árið 1955 kom loks
nýr mótor, en flugvélin var þá orðin óflughæf að öðru leyti. Hún
er enn geymd og kann að verða gerð upp.
KLEMM KL 25E: Hreyflar: Einn 70/80 Hirth HM 60R. Vænghaf:
13,00 m. Lengd: 7,78 m. Hæð: 2,70 m. Vængflötur: 20,7 m^. Far-
þegafjöldi: 1. Áhöfn: 1. Tómaþyngd: 443 kg. Hámarksflugtaks-
þyngd: 650 kg. Arðfarmur: 207 kg. Farflughraði: 140 km/t. Há-
markshraði: 160 km/t. Flugdrægi: 650 km. Flughæð: 4.800 m.
Aðrar athugasemdir: Framleidd af Leichtflugzeugbau Klemm
GmbH, Böblingen, Þýzk.alandi.
WACO Z.K.S. TF-SGL
Þessa flugvél, TF-SGL, keypti Flugfélag Islands hf. nýja. Hér
flaug hún undir nafninu Haförninn.
Smíði hennar lauk 17. apríl 1940 (reynsluflogið 26. apríl) hjá
The Waco Aircraft Company, Troy, Ohio. Raðnúmer: 5237.
Hér á íslandi var hún reynd 6. júlí 1940. Flugmaður var Örn
Ó. Johnson. Daginn eftir var flogið frá Reykjavík til Raufarhafn-
ar (3:05).
Haförninn var mikið notaður til farþega-, póst- og sjúkra-
flugs; einnig til síldarleitar. Gekk rekstur hans vel, og 12. ágúst
1943 hafði hann flogið i 1831 tíma. Auk Arnar flugu honum
Björn Eiríksson (frá 18. 7. 42) og Sigurður Jónsson.
3. desember 1943 stórlaskaðist Haförninn í flugtaki á Horna-
fjarðarósi, er hann lenti á sandrifi, sem rétt flaut yfir. í flugvél-
inni voru, auk flugmannsins, tveir farþegar og sjúklingur i sjúkra-
körfu, en engan mann sakaði. Flugvélin var talin ónýt og flaug
ekki eftir það.
Sem dæmi um annir Hafarnarins má geta þess, að 22. júni
1943 fór Björn Eiriksson 6 ferðir fram og til baka milli Hafnar,
Egilsstaða, Búðareyrar og Breiðdalsvíkur með 3 farþega í hverri
ferð.
Ljósm.: Jón N. Pálsson. Ljósm.: Edvard Sigurgeirsson.
43