Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 9

Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 9
Hn Leti hoppaði og dansaði af eintómri kæti. „Húrra, húrra!" hrópaði hún. „Óli lengi lifi, húrra!" Síðan spiluðu þau öll systkinin — nema Leiður. Hann var ekki alveg ánægður með sitt hlutskipti enn. Hann lædd- ist frá systkinum sínum. Hann laumaðist eftir leynigöng- unum og hvíslaði: „Óli, Óli. Skelfing eru allir leiðinlegir!“ Hann hvíslaði aftur og aftur. En Óli virtist ekki taka eftir þvi. Óli bað nú strákana að vera með sér, en þeir sögðu nei. Hann vildi vera með stelpunum, en þær hlupu í burtu. Þá fór hann heim. Hann var leiður. Þá hélt Leiður þegar f stað til systkina sinna. Nú gátu þau öll verið glöð og ánægð. Hann tók lúðurinn sinn og blés nú hæst allra. Hin voru líka farin að þreytast ofurlítið. Þegar Óli kom heim, tók móðir hans á móti honum. „Komdu nú inn, Óli minn, og fáðu þér að drekka,“ sagði hún og lokaði hurðinni. „Ne-hei. Þið eruð öll leiðinleg," sagði Óli og hljóp upp í herbergið sitt. En móðir hans sagði aðeins: „Kannski það sért bara þú sjálfur, sem ert leiður, sonur minn, en ekki aðrir." Og Leiður hoppaði í loft upp af fögnuði og hvatti systkini sín til þess að leika fjörug og skemmtileg lög. Óli skellti hurðinni á eftir sér. Hann kastaði sér upp í rúmið sitt og grét. „Mamma sagði, að ég væri leiður," hugsaði hann. „Nei — það eru allir hinir!" Hann heyrði í systur sinni niðri. Hún var að leika sér. Nú grét hún ekki lengur. Hann hafði strítt henni í morgun. Hann sá Svönu litlu fyrir sér. Hann hafði skemmt höll- ina hennar. Hann hafði verið ókurteis við manninn, sem missti töskuna. Hann ætlaði að skipa Nonna fyrir, af því að hann nennti ekki að sækja bandið sjálfur. Hann settist upp og horfði fram fyrir sig. Hann sá allt í þoku. Svo þurrkaði hann tárin úr augunum og hélt áfram að hugsa. Hann hafði verið óhlýðinn og ókurteis við mömmu sína. Það fannst honum leiðinlegast. Allt í einu datt honum ráð í hug. Stóð ekki i boðorðun- um: Heiðra skaltu föður þinn og móður? Hann hentist fram úr rúminu og hljóp niður stigann. „Ég ætla að reyna að vera góður við aðra,“ hugsaði hann. Óli byrjaði nú hjá systur sinni. Hann fór inn í herbergið hennar og lék við hana góða stund. Hún Ijómaði öll af ánægju og gleði. „Óli ekki frekja," sagði hún og hristi höfuðið. Og viti menn. Um leið og Anna iitla hafði sleppt orðinu hvarf Frekja! Hviss! Það var alveg eins og hún hefði gufað upp. Allt f einu var hún horfin! Og systkini hennar þrjú voru ein eftir. Þegar Óli hafði leikið við systur sína all lengi, hljóp hann út. Móðir hans var að hengja þvott á snúrurnar. „Fyrirgeföu, mamma, hvað ég var ókurteis áðan.“ „Já, drengur minn. Það var fyrirgefið um leið. Ég vissi, að þú værir ekki svona frakkur, ÓIi minn.“ Og hljómleikarnir í eyra Óla dofnuðu enn. Skyndilega hvarf Frakkur greyið á sama hátt og systir hans. Hviss! Nú voru systkinin aðeins tvö eftir. Óli hijóp á harða spretti niður á leikvöll. Þetta var ekki fallegt. En Svana var farin! Hann horfði í kringum sig. Hann sá Svönu hvergi. Hún var sennilega farin heim. Þá gekk hann að sandkassanum. Þarna lácfu rústir hallarinnar. Þetta hafði verið fögur höll. Hann settist niður og lét sandinn renna um fingur sér. Hann var blautur. Kannski var hann blautur af tárum. Óli tók litlu skófluna, sem Svana hafði skilið eftir. Svo byggði hann nýja höll. Hann vandaði sig eins og hann gat. Hann stóð á fætur og virti hana fyrir sér. Þetta var íegursta höll, sem hann hafði byggt fram að þessu. Svo gekk hann aftur að höllinni og skrifaði stórum stöfum á þrepin: SVANA. Nonni litli gekk fram hjá í þessu. Hann sá ekki, að drengurinn ( sandkassanum var Óli. Annars hefði hann ekki þorað að fara fram hjá. „Þetta er fínasta höll, sem ég hef séð,“ sagði Nonni, en tók allt i einu eftir þvi, að þetta var Óli. Hann ætlaði að taka til fótanna. „Ekki hlaupa, Nonni. Á ég að byggja svona höll handa þér?“ Nonni starði á Óla. Var hann kannski að leika á hann? „Ég er ekkert að plata þig,“ bætti Óli við, eins og hann vissi, hvað Nonni hugsaði. Nonni Ijómaði allur af gleði. „Jaá,“ stamaði hann. „Sandkassinn minn er þarna! Ertu kannski alveg steinhættur að vera með þess leti þina?“ Og Leti hvarf á samri stundu. Hviss! Veslings Leiður var nú einn eftir og lék á lúðurinn sinn. Hann vonaði, að systkini hans mundu brátt koma aftur. Skömmu siðar gekk Óli heim. Hann var glaður og söng við raust. Hann sá, að hann þurfti að vera þolinmóður við systur sína. Hún skildi svo litið. Hún vissi svo lítið. Hún var aðeins tveggja ára. Hann vissi, að Svönu hafði þótt vænt um höllina sina. Auðvitað átti aldrei að skemma fyrir öðrum. Móðir hans opnaði dyrnar og bauð honum inn. „En hvað þú ert glaður, Óli minn. Nú á ég engan dreng lengur, sem er leiður á lífinu." 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.