Æskan - 01.01.1970, Blaðsíða 35
John Lennon hefur stofnaS lítið fyrirtæki
sem nefnist Friður. Á stefnuskrá þess er
allt það sem getur leitt 'til friðar á jörðu,
hvort sem það er i hernaði eða annað.
Þær leiðir, sem Lennon og Yoko hafa
valið til áróðurs friðar, eru ærið einkenni-
legar og mikið umdeildar.
Lennon lætur það ekki mikið á sig fá
þótt fólk sé ósátt aðferðum þeim, er hann
notar við friðarboðskaþ sinn, en segir að
það sé einungis betra, því að þá sé meira
talað um það.
Fyrsta verk þeirra hjúa Johns og Yokos
var að leggjast í rúmið í eina viku og vildu
Friðarframleiðsla Johns Lennons
Plastic Ono Band, sem spilaði á rokkhátið-
inni, talið frá vinstri: Klaus Voorman, Alan
White, Yoko Ono, John og Eric Clapton.
John Lennon og Yoko Ono á bak við mynd
af plastkössum og segulbandstæki, með
tilheyrandi fylgidóti.
þau með þvi mótmæla öllu ofbeldi sem til
er í heiminum. John sagði við það tæki-
færi að hann hefði gefið mikið af pen-
ingum til góðgerðastofnana, en það hefði
minnst að segja, því það lengdi aðeins
gálgafrest þeirra er hans biðu. „Það þarf
að stoppa byssurnar," sagði hann.
Næsta verk þeirra var að gefa út plötu
með boðskap sinum. i Hotel La Reine
Elizabeth, Montreal, Kanada, 2. júní 1969
var í herbergi nr. 1742 samankominn hóp-
ur af friðelskandi fólki. Þar á meðal voru
dr. Timothy Leary sérfræðingur í LSD,
Tom Smothers, annar Smothersbræðra,
blaðafulltrúi Bítlanna, Dered Taylor, og að
minnsta kosti 36 aðrir friðarsinnar. Þau
sungu öll og klöppuðu undir [ laginu
„Give Peace a Chance“, sem allir nú
þekkja.
Næsta skref Johns og Ono var að fó
nokkra víðfræga karla í lið með sér eins
og Eric Clapton, sem er í hljómsveitinni
Blind Faith, Klaus Voorman, sem var
söngvari hjá Manfred Mann, og Alan
White, sem áður var með Alan Price. Þetta
eru eins og sjá má ekki neinir karlar af
lakara taginu. Verk þeirra var að fljúga
til Toronto í Kanada og spila þar undir
nafninu „Plastic Ono Band“ á rokk stór-
hátíð, sem þar var haldin. Meðal þeirra
er þar komu fram voru rokk framámenn
eins og Little Richard, Chuck Berry, Gene
Vincent, Bo Diddley og Doors.
Nýlega gaf John-Yoko út nýja plötu í
nafni „Plastic Ono Bands“ og heita lögin
„Cold Turkey" og „Don’t worry Kyoko
(Mummy's only looking for a hand in the
snow)“.
Eins og sjá má á myndum af John
Lennon undanfarið þá klæðist hann að
mestu í hvítt, en það merkir frið.
Lennon og Ono segja, að þetta allt sé
aðeins byrjunin, — og með því að nota
orðið friður, friður, friður aftur og aftur,
verði að lokum hægt að gera alla að frið-
elskandi mönnum, sem vilji frið alls staðar.
John Lennon.
35