Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 6
„Uss, hvað þú hefur atað þig mikið út, tröllabarnið þitt,“ segir Stina og réttir fram fingurna. Smátt og smátt tekst Skellu að koma öllu af borðinu ofan á gólfið, og hún skemmtir sér vel, einkum þegar hávaðinn er hvað mestur. „Nei, hættu nú, þetta endar með ósköpum," segir Melker ávítandi. „Stína og Skotta! Hlaupið fyrir mig út og sækið Malln. Segið henni að flýta sér, ef hún vill, að ég haldi lífi!“ „Ertu veikur?“ spyr Stína. „Ekki beinlínis, þetta er ofreynsla," svarar Melker aumlega. „Sjáðu, Skella er holdvot af grautarslettum. Ég verð að finna á hana þurran fatnað." Stína og Skotta fara, og Melker hleypur upp stigann til að sækja föt á Skellu í svefnherbergið. Skella notar tækifærið á meðan og rennir sér af stólnum ofan á gólfið. Síðan heldur hún í rannsóknarleiðangur um húsið. Hún fer úr borðstofunni í dagstofuna og þaðan fram í for- stofu. Loks fer hún fram I eldhúsið og inn í búrið. Þegar Melker kemur aftur með fötin, er Skellu hvergi að sjá. Skyldi hún hafa hlaupið til skógar? „Skella!" kallar Melker. „Hvar ertu? Komdu strax úr felustaðn- um! Komdu, ég ætla að flengja þig.“ Melker fer út og leitar kringum húsið. Hann kemur inn aftur og leitar í öllum herbergjum og stofum, en hann kemur hvergi auga á litla tröllabarnið. „Skella, Skella," vælir hann. „Komdu, ég er hættur við að flengja þig.“ Melker kemur loks fram í eldhús og finnur Skellu þar. Hún stendur inni í búrinu með stóra sultukrukku fyrir framan sig. Hind- berjasulta, namm, namm! Hún stingur litlum hnefunum á kaf ofan I rauða leðjuna og sleikir þá síðan af góðri lyst. Og mikill hluti suitunnar límist á hana sjálfa og föt hennar. Melker verður skelfingu lostinn, þegar hann sér Skellu alla ataða einhverju rauðu. ,,Ó, hamingjan góða! Skellu blæðir!!“ kallar hann. „Hún er öll ötuð blóði! Hjálp! Hjálp!" Hann kemst að raun um, að bezt muni vera að ná i móður telpunnar þegar í stað, og þýtur því af stað út. I sömu andrá koma Skotta og Stína inn. Þær lita á sultu- krukkuna og skilja þegar, hvað um er að vera. „Uss, hvað þú hefur atað þig mikið út, tröllabarnið þitt," segir Stína og réttir fram fingurna. Hún fjarlægir dálítið af sult- unni á öðrum vanga Skellu og stingur siðan fingrunum i munn- inn. Uhm, þetta er sannarlega bragðgott. Og Skotta fylgir dæmi hennar og bragðar á klístrugu, rauðu leðjunni á Skellu. Telpurnar hlæja allar og skemmla sér betur en nokkurn tima áður. Melker kemur aftur og er alveg örvita. „Hvað á ég að gera?" hrópar hann. „Ég finn Malín hvergi. Og hvað hefur komið fyrir Skellu?" „Hún hefur bara komizt í sultuna," segir Stína rólega. „Nú, ekki annað?" Melker léttir. „Jæja, þá hljótum við að geta bjargað þessu. Mér var annars skapi næst að kalla á björg- unarsveitina og sjúkrabíl. Getið þið nú hjálpað mér, te,lpur?“ „Sjálfsagt," svarar Skotta ákveðin. „Sæktu bala og bursta, þá skulum við sjá um, að hún verði hrein aftur." Skömmu síðar er Skella komin ofan í balann, og telpurnar tvær keppast við að þvo henni hátt og lágt. Framhald. Bjðrgunarlaun * A Skálanesi í Gufudalssveit bjuggu um miðja 18. öld hjónin Ari Jónsson og Hallfríður Þórðardóttir. Attu |iau inörg börn, þar á meðal l>órð og Jón. Þegar þeir bræður voru lil vika komnir, voru jieir látnir reka kýrnar i haga að sumr- inu. Eitt sinn er þeir liafa rekið |>;er, fara þeir að leika sér að því að vaða yfir leirvog einn, er þeir áttu leið hjá. Vildi l>á svo illa til, að þeir sukku niður i leirinn, og festust fætur þeirra í bon- um, svo að þeir geta með engu móti náð þeim upp úr. Stóð uú á harða aðfaili, svo að sjórinn dýpkaði fljótt á drengj- unum, og sjá þeir sér þarna bráðan bana búinn. Fara þeir þá að gráta hástöfum og reyna af öllum kröftum að losa fæturna. Allar slikar tilraunir reyndust árangurs- lausar, en sjórinn dýpkar jafnt og þétt og tekur þeim loks undir hendur. Þá l'innst jieim báðum eins og þeim sé allt i einu kippt upp úr, og geta þeir ]>ú vað- ið til lands og bjargað sér. — Þegar bræðurnir koma heim, segja þeir foreldrum sinum frá, hvaða hættu þeir höfðu verið í, og eins frá hinni undar- legu og óvæntu hjálp. — Næstu nótt dreymir Hallfriði, móður drengjanna, að til hennar komi kona, stór vexti og fríð sýnum. Hún ávarpar Hallfriði og spyr hana, hverju hún vilji launa lífgjöf drcngjanna i gær. Hallfríður þykist segja, að hún viti ekki hvers hún óski. Þá segir aðkomukonan: „Einn lilut áttu, sem mig langar til að eiga.“ Spyr þá Hallfríður, hvaða hlutur það sé, og segir þá hin: „Það er annað afturjúgrið á henni Búbót þinni.“ „Það er þér velkomið og j)ó að meira væri,“ þykist Hallfriður svara. Draumurinn var ekki lengri. En Hall- friður fékk ekki framar mjólk úr öðm afturjúgrinu á Búbót sinni, þó að það liefði verið mjólkurgefið liingað til, og átti hún ])ó kúna i allmörg ár eftir þetta. Sagnir af Vestfjörðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.