Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 4
„Sæll, Pétur. Er gott að kyssa Malín?" mat. Melker grípur hvert tækifæri sem gefst til þess að læðast þangað fram og smakka á góðgætinu. Litlar, bragðgóðar kjöt- bollur verða sérstaklega íyrir valinu. Melker er maður um fimmtugt, en hann virðist eldri vegna þess hve hann er þunnhærður. Hann hefur yndi af íþróttum og fer oft á skíði eða skauta, þegar viðrar til þess. Hann er einnig góður sundmaður, og án þess hann hafi hugmynd um, kemur það honum að góðu haldi I dag. Melker er ekkjumaður, og fram til þessa hefur Malín hugsað um heimili hans. En nú verður hann að leita sér að ráðskonu, þar sem Malín er að gifta sig og flytjast til borgarinnar. Hann er því ekki sérlega ánægður yfir brúðkaupi þeirra, þó að honum llki vel við brúðguma Malínar. Palli er ekki ánægður heldur. Palli er tíu ára og orðinn stór drengur, en honum finnst Malín hafa verið honum svo góð. Hann skilur þvl ekki, hvers vegna hún hyggst svíkja hann. Palli virðir hana fyrir sér, þar sem hún kemur ofan úr svefn- herberginu íklædd hinu fegursta skrúði, síðum brúðarkjól, slöri og með litla kórónu á höfðinu. Hann spyr varfærnislega: „Malín, þykir þér mjög vænt um Pétur?“ Malín stendur fyrir framan spegilinn og lagfærir slörið. Slðan snýr hún sér að bróður sínum. „Já, Palli, það þykir mér,“ svarar hún. „Þykir þér vænna um hann en mig?“ spyr Palli lágt. Nú faðmar Malín Palla að sér og skeytir ekkert um, hvort brúðarkjóllinn krypplast við það. „Nei, heyrðu mig nú, Palli," segir hún. „Mér finnst nú ekki hægt að líkja þessu tvennu saman. Og hvað sem gerist I heim- inum verður þú alltaf hann elsku Palli minn. Skilurðu það?“ Palli þrosir og lætur huggast um sinn. En honum finnst samt, að systir hans hefði getað beðið I nokkur ár enn. Faðir Palla kemur inn I stofuna. Hann er kominn í veizlufötin, kjól og hvftt. En honum hefur ekki tekizt að hnýta bindlð, og Malfn hefur ekki tíma til þess að hjálpa honum. Melker sér, að eitthvað angrar Palla, og hann spyr, hvað ami að. Palli segir, að honum þyki svo leiðinlegt, að Malfn skuli flytja að heiman. „Uss!“ segir Melker. „Malfn og Pétur setjast sennilega að hér hjá okkur, sannaðu til.“ „Heldurðu það?“ spyr Palli undrandi. „Já, auðvitað. Hefurðu ekki heyrt um íbúðaskortinn í borg- inni? Eftir mfnum útreikningi verða nýgift hjón að bíða i 200 ár eftir fbúð, svo að líklega verða úrslilin þau, að Malín og Pétur verða hér í risinu hjá okkur." „En hvað það yrði gaman!" kallar Palli upp. í sömu andrá kemur vélbátur að litla hafnargarðinum á Krákueyju, og myndarlegur, ungur maður í kjól og hvítu stekkur á land. Þarna er kominn brúðguminn, hann Pétur. Hann er kom- inn til þess að sækja alla fjölskylduna, og einkum þó brúðina, og ætlar að flytja þau til kirkjunnar. Palli er fyrst tilbúinn og hleypur niður að höfninni. Hann segir, að Malín sé alveg að koma. Pétur sér, að Palli er ekki í sem beztu skapi, og spyr, hvort hann hlakki ekki til að fara til kirkju. „Jú-ú,“ svarar Palli dræmt. „Jú, ég hlakka til, og ég hef líka hugsað um það, að fyrst Malín þurfti endilega að gifta sig, var gott að hún vildi giftast þér.“ „Jæja,“ svarar Pétur, „svona líturðu þá á málin. Já, ég skil vel, að þú sért ekki ánægður með að ég tek frá þér hana systur þína. En ég vona, að þú erfir það ekki við mig." „Nei, nei,“ segir Palli. „Mér likar líka vel við þig, en . ..“ Pétur klappar honum á öxlina og segir: „Þú mátt ekki segja en! Þú skalt vita, að mér íinnst þú vera alþezti mágur, sem hugsazt getur.“ „Mágur,“ endurtekur Palli. „Hvaða vitleysa? Ég get ekki verið neinn mágur, ég er bara tíu ára.“ „Jú, það er nú líklega, hvort sem þú trúir því eða ekki,“ svarar Pétur. Hann heyrir nú fótatak að baki sér og snýr sér við. Malín kemur ofan úr húsinu, og fini silkikjóllinn blaktir til og skrjáfar í sfðu pilsinu. Pétur faðmar hana að sér og kyssir hana. Og nú koma fleiri áhorfendur, þvi að Stína og Skotta koma hlaupandi. Og Skotta getur ekki setið á sér: „Sæll, Pétur. Er gott að kyssa Malín?“ „Já, þvf máttu trúa,“ svarar Pétur og kyssir Malín aftur. Og Stínu langar líka til að segja eitthvað. „Eru kossar góðir á bragðið? Eru þeir jafn góðir og ís?“ spyr hún. Pétur kinkar kolli. „Næstum jaín góðir og ís. Já, þú átt að vera brúðarmey, Stína. En hvað þú ert fín. Og ég held, að þú hafir fengið nýjar tennur?“ Stína opnar munninn og brosir breiðu brosi, sem sýnir allar fallegu tennurnar. „Já, þær voru ekki komnar, þegar þú sást mig siðast." Fólkið fer að koma sér íyrir í vélbátnum og vélin er ræst. Pétur og Malín halda þétt hvort utan um annað. Þau eru farin að verða óþolinmóð. Hvað tafði eiginlega Melker? „Palli," segir Malín, „hlauptu upp eftir og segðu pabba að flýta sér. Við megum ekki láta prestinn bíða.“ „Ég skal gera það,“ segir Palli. En áður en hann hefur stokk- ið í land, kemur hann auga á Melker. „Þarna kemur pabbi," segir hann. Og mikið rétt. Melker kemur á þeysispretti ofan úr húsinu og jakkalöfin slást utan í hann. Hann er dálítið móður, þegar hann kemur að bryggjunni, og áður en hann fer um borð leysir hann landfestar. Hann stígur öðrum fæti ó stefni bátsins og ýtir honum um leið fró. En sam- 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.