Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 22

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 22
í Barnatíma mínum 28. des. s.l. spjallaði ég við 3 ára telpu, sem heitir Helga Halldóra Ágústsdóttir. Helga-Dóra vakti mikla athygli. Hún söng og fór með margar vísur og eignaðist strax ótal aðdáendur sem sögðu, að gaman hefði verið að geta séð hana líka. Ekki er þó hægt að sjá í gegnum veggi hljóðvarpsins, en hér geta aðdáendur Helgu-Dóru séð hana. Eftir að Helga-Dóra kom fram hef ég hitt nokkur börn á svip- uðum aldri og svolítið eldri, og hef ég sérstaklega tekið eftir því, að þau hafa verið að læra vísur og lofa mér að heyra. Það er eins og þau séu ósjálfrátt að keppa við Helgu-Dóru. Það er ágætt! En um leið sannar það, að fjölmiðlunartækin hafa sterk áhrif, ekki sízt á börnin. Því þarf að gæta vel að öllu, sem þar fer í gegn. Ekki ætla ég þó að ræða það núna. Heldur segja, að mikið er gaman að vita, hversu mörg börn eru áhugasöm og dugleg að læra, bæði vísur og fleira — eins og t. d. um- íerðarreglurnar! Helga Halldóra Ágústsdóttir 3ja ára, sem kom nýlega fram í Barnatima Ingibjargar. Nýlega voru birtar tölur um slys hér á s.l. ári. Þær tölur voru of háar. Sum þessara slysa voru óheppni, en önnur vegna óvar- kárni. Hið eina, sem getur úr því bætt, er aukin umferðar- menning, og mikið er gert til að efla hana, bæði í skólum og annars staðar. Ef allir reyna að hlýða umferðarreglunum, hlýtur umíerðarslysum að fækka. Það hljóta að vera heimskir strákar, sem hanga aftan I bílum eftir að hafa heyrt um hin hræðilegu slys af þeim völdum, og síðast dauðaslys nú í vetur. Það hljóta líka að vera heimskir strákar, sem henda snjó- holtum í bíla. Oft skemmir það lakkið á bílunum og jafnvel hefur það sett I þá dældir og brotið rúður. Svo er annað, sem þeir íhuga kannski ekki. Bílstjóranum get- ur brugðið svo, að hann stígi óvart fastar á bensíngjöfina. Þá getur farið illa. Kannski missir hann stjórn á bílnum. Þá getur orðið árekstur. Kannski verður saklaus vegfarandi fyrir honum o. s. frv. Nei, enginn strákur vill að svo fari, því að strákar eru yfirleitt ekki illviljaðir. Þeir halda kannski, að það sé eitthvað sniðugt að henda í bíla og hanga aftan í þeim. — En þegar þeir hugsa betur um það og hugsa um afleiðingarnar, sem slíkt getur haft I för með sér, gera þeir það áreiðanlega ekki. Því enginn vill vera eins heimskur og hænsnin í umferðinni. — En sagt er, að þau gleymi öllum reglum! Eitt er líka gott að hafa hugfast: Það er ekki gott að treysta því, að bifreið geti numið staðar á jafn stuttu færi í hálku og á auðum götum. Því er bezt að halda sig í hæfilegri fjarlægð, hvort heldur maður er akandi, hjólandi, gangandi eða á sleða! Aukin umferðarfræðsla. I skólum hefur áreiðanlega gert mikið gagn. — En betur má ef duga skal — eins og þeir segja! Nú eru börnin ekki lengur hrædd við lögregluna. Ég vona samt, að viss ótti og virðing haldist fyrir lögreglunni. Þið vitið það, börnin góð, að lögreglumennirnir eru vinir ykkar, á meðan þið eruð löghlýðin og góð. Svo er það undir ykkur sjálfum komið, hvort sú vinátta helzt. Ágætri hugmynd f umferðarfræðslu yngri skólabarna hafa Ás- mundur Matthíasson og fleiri góðir lögregluforingjar komið í framkvæmd. í vetur hefur börnunum verið boðið í heimsókn til stöðva Umferðarlögreglunnar í Reykjavík. Þar hafa þau fengið að sjá skemmtilegan leikþátt, „Nýja reiðhjólið'1, eftir Ármann Kr. Einarsson rithöfund. Slíkt kunna þau vel að meta. Þau læra margt um leið og þau skemmta sér. Vísur Þorsteins Valdimarssonar úr ,,Vegastafrófinu“ eru sungn- ar í þessum ágæta leikþætti Ármanns. Og ég sendi ykkur hér tvö lítil lög, sem ég samdi fyrir þennan þátt. Það eru lögin um heimsku hænsnin í umferðinni, og strákaglannana, sem hjóla hlið við hlið I beygjunum. Ég læt hér aðeins laglínurnar rneð gítarhljómum, því að þannig njóta þau sín bezt. Svo geta þeir, sem ennþá grípa I gitarinn sinn, spilað þau og sungið fyrir yngri börnin. — Og vitanlega minnt þau á, að „Allir hlýða löggunni, sem vaxnir eru upp úr vöggunni“! Kærar kveðjur! INGIBJÖRG. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.