Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 39
GE5®
SKÁTAOPNAN
Ritstjórn: HREFNA TYNES
22. febrúar, sem af skátum er almennt kallaður
„Thinking day“, og er hátíðlegur haldinn sem alþjóða-
dagur kvenskáta um heim allan, er eins og allir skátar
vita fæðingardagur hjónanna Lord og Lady Baden-Powell. Ný-
le9a kom I dönsku skátablaði grein um þau, og er hún skrifuð
af dóttur þeirra, Betty, en það vill svo til, að hún er eina barn
Þeirra hjóna, sem ég hef haft þersónuleg kynni af. Hér fer á
effir lausleg þýðing á greininni, sem ég vona þó að haldi mein-
ln9u sinni og tilgangi:
..Ef maður ætlar að kynnast foreldrum mfnum, eins og þau I
raun og veru eru, verður maður að sjá þau á heimilinu.
Lif þeirra og starf er mjög viðburðaríkt, og þau virðast ætfð
eiga i önnum, hvort sem þau eru að fara á mikilvæga ráðstefnu
eða fund, eða ætla að fara að mála hundakofann. Þetta sumar
er það lengsta timabil, sem foreldrar minir hafa verið i Englandi
um árabil, þess vegna eru þau stöðugt á ferðinni svo að segja
Um hverja helgi að heimsækja og vera viðstödd alls konar skáta-
sýningar og mót víðsvegar um landið.
Mamma hefur alveg sérstakan hæfileika, hreint undraverðan
°9 nærri ótrúlegan. Hún þekkir aftur fólk, sem hún hefur aðeins
séð einu sinni, og ekki man hún einungis hvað það heitir, heldur
einnig, hvar hún hefur hitt það, og allt virðist hún vita um þetta
fólk, liðan þess og aðstæður. Á sýningum, þar sem mikill mann-
fjöldi er samankominn, getur hún blaðalaust haldið ræðu af slik-
um eldmóði, að það er eins og það valdi henni ekki neinum
erfiðleikum, það er henni eðlilegt, þó að jafnvel sé allt að 30 000
manns samankomin. Svo þegar hún kemur heim, sezt hún við
ritvélina og skrifar þakkarbréf til allra, sem stuðluðu að því
að gera daginn, sýninguna eða hvað það nú var, ánægjulegan.
Siðan fer hún út f garð og fer að slá blettinn, þvo hundinn eða
gera eitthvað annað, sem enginn léti sér detta i hug, að al-
heimsskátaforingi myndi gera.
Pabbi var í móttöku hjá konunginum um daginn, þegar hann
kom heim, fór hann í elztu stuttbuxurnar sinar og gamla treyju og
fór niður að ánni til að fiska. Hann veiðir aldrei neitt, en að
standa þarna og dorga er þó það bezta, sem hann veitir sjálfum
sér að launum fyrir að taka þátt í svona móttökum eða einhverju
álika.
Þau eru bæði mjög mikið fyrir að rækta garðinn, og þau ganga
oft arm í arm um garðinn þveran og endilangan og gera ýmsar
áætlanir um það, hvernig þau ætli að koma hinu og öðru fyrir,
t. d. næsta ár. Hann er svo sem ekkert sérstakur þessi garður,
hann er bara svo einkar vinalegur og heimilislegur — er eitt-
hvað svo líkur nafninu á heimilinu okkar ,,PAX“, sem er latneskt
orð og þýðir „FRIÐUFT. Það er „andi" staðarins, sem gerir
staðinn að þvi sem hann er og gerir það að verkum, að fólk,
sem einu sinni hefur komið til okkar, vill koma aftur. Það er
eins og ylur og hamingja fylli staðinn og nái til okkar allra.
Og þessum hamingjunnar anda er viðhaldið af þessum tveim-
ur manneskjum, sem eru elskuð, virt og dáð af alls konar fólki
um heim allan. Þó eru þau ósköp venjulegar dauðlegar verur
rétt eins og annað fólk, með áhuga íyrir öllu, sem skapar heim-
ilið, sem þau elska og sem er þeim svo mikils virði.“
(H. T.)
Baden-Powell hefur sagt:
„Meðan þú llfir hér á jörð-
inni, áttu að reyna að láta eitt-
hvað gott af þér leiða, er var-
anlegt gildi hefur eftir þinn
dag.
Gott er að VERA góður, en
betra er að GERA eitthvað
gott.“
103