Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 17

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 17
Ungir hljómlistarmenn^ í sumar sem leið flutti ,,Blikfaxi“ Flugfélagsins álitleg- an hóp ungra hljómlistarmanna til Vestmannaeyja. Þarna var á ferðinni Skólahljómsveit Kópavogs, næstum 50 ung- ir drengir og stúlkur. Hinir ungu Kópavogsbúar hlutu hin- ar beztu viðtökur í Vestmannaeyjum og síðdegis lék hljóm- sveitin undir stjórn Björns Guðjónssonar á Stakkagerðis- túni. Myndina tók Sigurgeir Jónasson á Vestmannaeyja- flugvelli f sólskini og fögru veðri við komuna til Eyja. Þegar halda skyldi heim um kvöldið, dró yfir þoku og seinkaði heimferð af þeim sökum um nokkrar klukku- stundir, börnunum til hinnar mestu ánægju, því margt fal- legt og skemmtilegt var að sjá í Eyjum. ________________________________________________________ °S skildu námsefnið, en að þau gætu þulið það orðrétt upp utanbókar. Þess vegna varð Lóa liæst í bekknum sínum eftir þetta og í uPpáhaldi hjá kennaranum. Þegar hún tók fullnaðarpróf, vorið sem hún fermdist, gaf kerinarinn henni verðlaunabók, sem hún gladdist mjög af og átti alla sína ævi. 19. Söngpróf Einn dag segir kennarinn í sunnudagaskólanum, sem Lóa gekk í: ,,Nú ætla ég að velja úr jaau börn, sem syngja bezt og eru ^agvísust. En til þess verð ég að prófa ykkur öll.“ Var nú byrjað a söngprófinu og börnin látin syngja eitt og eitt. Lóa var óttalega feimin að syngja ein fyrir kennarann og °H börnin og sárkveið fyrir, að röðin kæmi að sér. Loks kallaði Eennarinn á hana og bað hana að syngja fyrir sig lagið við Sdlrninn: ,,ó, mikli, mildi guð“. Þau voru nýlega búin að læra það. Aumingja Lóa vissi varla af sér, svo feimin var hún, en samt fór hún að syngja og söng skærri röddu lyrsta versið. Hún Lveið' fyrir því, að sér yrði vísað frá, af því að hún syngi ekki ltogn vel, en liún vissi að stofna átti kór með þeim börnum, sent reyndust hæf til þess. Hún beið andartak eftir að hún hafði lokið söngnum, milli ^°nar og ótta, en þá sagði kennarinn, um leið og.hann. klappaði Ijósa kollinn hennar: „Þú söngst vel og rétt, Lóa litla, þú verður ágæt í kórinn.“ lAlikið skelfing létti Lóu um lijartaræturnar. En hún vor- n<tl þeim börnum, sem ekki stóðust prófið. Framhald. reidi húsbóndinn ,lá, liann var afskaplega uppstökkur og erfiður í skapi húsbóndinn sá. Því til sönnunar er þessi saga: Dag nokkurn kom hann heim í vondu skapi og heimtaði að fá strax að borða. En vegna þess að vinnukonan hafði mat- inn ekki alveg tilbúinn, fór húsbóndinn um hana mörgum lierfilegum orðum og bað liana aldrei þrífast. Hún flýtti sér samt að hafa matinn til og færði honum súpuna. En af því að honum þótti súpan ekki nógu góð, tók hann súpuskálina og þeytti lienni út um gluggann og niður i garð. Einmitt í þessu var vinnukonan að bera inn steikina. Þegar hún sá aðfarir hús- bóndans, fleygði liún steikinni út i garð- inn á eftir súpunni. Siðan þreit' hún l)rauðið, smjörið, kartöflurnar, sósuna og ölið, einnig borðdúkinn með öllum borð- búnaði og lét allt flakka út um gluggann. — Ertu orðin hringavitlaus, manneskja? öskraði húsbóndinn. — Æ, fyrirgefðu, svaraði vinnukonan liin rólegasta, — ég liélt bara að þú ætl- aðir að borða úti i garði af því að veðrið er svo gott. Húsbóndinn gat ekki að sér gert að kíma við þessu rólega svari, og fylgir sögunni, að hann hafi reynt að stilla skap sitt upp frá þessu. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.