Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 9

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 9
Kóngurinn talar við börnin. hann hafa verið of lengi, opnaði hún hurðina og kallaði: ,,Flýttu þér, drengur. Við megum engan tíma missa.“ Síðan héldu þau öll af stað. Leið svo fram eftir degi, og kóngur kemur heim. Hann gekk inn í höllina. Hann bjóst við þ'ví að sjá börnin sín eins og venjulega. En ekkert þeirra birtist. Hann stanzaði andartak. Hélt, að þau væru ef til vill í feluleik. En ekkert þeirra gaf sig fram. Hann gekk áfram inn í viðhafnarstofuna. Þjónar hans tóku þar á móti honum. Kóngur var þreytulegur á svip. Hann grunaði, að ekki væri allt með felldu. Hann gekk rakleiðis til herbergis síns. Hann vildi ekki !áta neinn trufla sig. Síðan settist hann við borðið sitt og horfði um her- bergið. Þarna voru leikföngin. Dúkkurnar, bílarnir, bangsarnir, bækurnar, kubbarnir, litlu húsin, handbrúðurnar, útskornu stafirnir--------- Hvað var þetta annars? Hann stóð upp og nuddaði á sér augun. Hann var þreyttur. En sá hahn ofsjónir? Hann gekk að horninu, þar sem útskornu stafirnir voru venjulega í röð og reglu. Nú virtist þar allt á tjá og tundri. Hann leit aftur yfir dótið. Nú sá hann greinilega, að einhver hafði verið inni. Hann starði aftur é stafina. En síðan gekk hann að sæti sínu hryggur I bragði. Hann vissi ekki, hvað hann átti að halda. Allt í einu nam hann staðar. Hann sneri sér við og rannsakaði stafina að nýju. Hann sá fljótlega, að þeim hafði verið raðað saman. Og þegar hann flutti annan hvern staf fram, sá hann, að þeir mynduðu orð. Hann f|ýtti sér að lesa: Elsku pabbi. Okkur þykir enn vænt um þig. Mamma sagði, að þú værir svikari. Við trúum því ekki. Hún fer með okkur------------ En svo stóð ekki meira. Sá, sem hafði gert þetta, hlaut að vera hugmyndaríkur. En hann hafði ekki haft tíma til þess að gera meira. Og þó. Kóngurinn leit nú á brúðurnar. Lítil stúlka stóð við hliðina á tignum manni. Það var að vísu einn af vitring- unum frá Austurlöndum. Stúlkan benti með hendinni. Hann leit lengra og sá Ijótan kóng milli trjánna. Kóngurinn þaut strax á dyr. Hann þekkti Skógarkóng- inn. Hann vissi, að hann hafði áður ginnt konu hans. Hann tók nú hest sinn og fór geyst. Eftir nokkra leit fann hann börnin sín. Þau voru aðfram komin af þreytu og þorsta. En móðir þeirra hafði farið á undan þeim. Hún var horfin. Urðu nú miklir fagnaðarfundir. En kóngurinn sagði við börnin sfn: „Þið hafið reynzt mér vel, börnin mín. Mér þykir ekki minna vænt um ykkur en áður. Ég þykist vita, drengur minn, að þú hafir bjargað systkinum þínum með hugkvæmni þinni.“ En elzti sonur hans bætti við: ,,Þú kenndir okkur að hugsa, pabbi." Hann leit á þau og sagði: ,,Já, börnin mín. Auðvitað hefðum við kosið að hafa móður ykkar hér líka. — Og þó að ég sé stundum þreyttur og geti orðið reiður, skilur kærleikurinn allt. Við þurfum að læra að elska mennina." Fóru þau síðan öll heim í höllina og lifðu lengi. En börnin þroskuðust áfram og unnu landi sínu og þjóð mikið gagn. Þórir S. GuSbergsson. ÆSKAN Árgangurinn kostar aðeins 300 krónur. — ÆSKAN er stærsta og fjölbreyttasta barna- og unglingablaðið á islandi. — Upplag ÆSKUNNAR er nú 17 000 eintök. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.