Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 38

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 38
>> — HvaS fékkstu í afmælisgjöf? — Nýju plötuna hennar Ingibjargar Þorbergs! Þetta segja krakkarnir núna. — Og við spáum því, að bráðum verði allir krakkar búnir að laera ,,Sé tunglið allt úr tómum osti“ og fleiri iög á þessari ágætu barnaplötu. Þótt platan næði ekki að komast á aðal jólamarkaðinn, selst > hún vel, enda lögin sérlega skemmtileg og textaframburður mjög skýr. GóS gjöf, sem börnin una sér vel viS. „Samt sem áður ættum við raunar að gera l>að,“ sagði Karen. „Hvað væri svo sem athugavert við að segja lionum alla sög- una?“ „Já, en hugsaðu jiér nú, að til ]>ín kæmi alókunnugt fólk og bæði um að fá citthvað af fötunum þínum. Hvað mundir ]>ú gera ?“ „Ég lield, að mér þætti slíkt allkynlegt. En þangað verðum við samt að fara og sjá, hvað gerist.“ Stína hristi höfuðið vonleysislega. Hún sagði: „Það er gott, að þið týnið ekki hugrekkinu, en ég sé enga leið fram úr þessu. Við þekkjum ekki þennan Ólsen og vitum ekki, hvar hann á heima, en að visu er auðvelt að gá að þvi i símaskrá. Og þaðan af síður þekkir hann okkur. Fjölskylda hans hefur í mörgu að snúast vegna veizluhalda þar í kvöld. Nei, okkur þýðir ckki að fara ]>angað með neitt mas. Dettur ykkur í hug, að nokkur megi vera að því að sinna okkur? Nei, mér finnst alls ekki við- eigandi á nokkurn hátt að gera þar ónæði núna.“ „Þetta veit ég ekkert um,“ sagði Björg, „en eitt er vist, að ég ætla að ná í jakkann og reyna að finna miðann með því móti. Mikið er i húfi og við megum alis ekki vera að mikla erfiðleikana stöðugt fyrir okkur. Það er skylda okkar að halda áfram. Er það ekki rétt?“ „Jú, en þetta er nú einu sinni allt dálitið sérkennilegt og trú- legt, að allar okkar skýringar þyki nokkuð skrítnar. Við skulum rétt einu sinni telja aðalatriðin upp fyrir okkur. Við ]>ekkjum tónlistarmann, sein hefur gefið skógarhöggsmanni jakkann sinn. Sá góði maður hengdi svo jakkann á trjágrein úti í skógi. Við- gerðamaður fór þar fram hjá á leið sinni til Sundköping og hirti jakkann. í Sundköping seldi hann svo jakkann skransala, sein aftur seldi Ólsen skipamiðlara jakkann, og liann ætlar að nota þessa umræddu flik við sérstök veizluhöld einmitt í kvöld. Þetta er nú öll okkar útskýring á þvi, hvers vegna við viljum fá jakkann, þegar að því kemur að krefjast hans.“ „Ég viðurkenni fúslega, að ]>etta er allt saman æði skrítið í augum þeirra, Sem ekkert vita um gang málsins," sagði Björg, „en vogun vinnur og vogun tapar. Við skulum nú athuga, hvar Ólsen skipamiðlari á heima, fara síðan þangað og sjá, hverju fram vindur. Nú gái ég í símaskrána." Ólsen skipamiðlari hjó i stóru og stæðilegu einhýlishúsi skammt frá vatninu. Lítill garður var framan við húsið og annar miklu stærri hak við það. Þaðan var mjög fagurt útsýni yfir vatnið og skógana. Nokkrir hílar stóðu framan við húsið. Stúlkurnar stönzuðu augnablik og virtu húsið fyrir sér. Svo sagði Björg: „Hvemig eigum við að byrja? Líklega verður skynsamlegast að ganga upp að aðaldyrunum, hringja dyra- hjöllunni og bjóða góðan daginn. Svo kcmur hitt af sjálfu sér.“ Síðan gengu þær upp að dyrunum og hringdu. Bið varð á að komið væri til dyra, enda sannaðist hér, að langt finnst þeim, sem húinn bíður. Loksins heyrðu þær fótatak inni fyrir og síðan voru dyrnar opnaðar. Kona kom út og tók kveðju þeirra. Hún virti þær fyrir sér undrandi en alls ekki óvingjarn- lega. „Hvert er erindi ykkar?“ spurði hún síðan. Stína var að því komin að snúa við og hlaupa niður tröpp- urnar, en Björg greip í handlegg hennar. „Eruð ]>ér frú Ólsen?“ spurði Björg svo. „Jú, það er ég,“ sagði konan. Svo varð aftur l>ögn, ó]>ægilega löng. „Ef þið ætlið að spj'rja um eitthvað, ]>á flýtið ykkur að komast að efninu, því ég hef mikið að gera,“ sagði konan svo. „Þannig er mál með vexti,“ sagði Björg, „að við--------—.“ Og nú varð aftur þögn, en svo sagði Björg: „Er herra Ólsen lieima?“ „Nei,“ sagði konan. „Það verður nokkuð langt ]>angað til maðurinn minn kemur. En hvert var erindið?" Nú urðu þær að standa sig. Frú Ólsen var að verða ergileg á svipinn og ætlaði að halla aftur liurðinni, en virtist síðan reyna að finna skemmtilegu hliðina á þessu og sagði í léttum tón: „Ef þið ætlið aðeins að vita, livað ég heiti, þá er ég lirædd um, að við höfum ekki fleiri umræðuefni." „Jú, okkur liggur fleira á hjarta," sagði Björg. „Já, látið mig heyra," sagði konan. „Þannig er mál með vexti, — að — við — — —.“ í því hili liringdi síminn inni í húsinu. „Bíðið augnahlik," sagði konan. Hún lokaði hurðinni og þær stóðu eftir á tröppunum og horfðu hver á aðra. Stína sagði: „Segðu henni allt eins og er. Við komumst ekkert áleiðis á annan liátt. Þegar liún kemur aftur — — — „Ef hún kemur aftur,“ skaut Karen inn i. „Auðvitað kemur hún aftur,“ sagði Björg gremjulega. „Getið þið enga hugmynd gefið mér. Hvað finnst ykkur, að ég ætti að segja lienni?“ „Ég ætlaði einmitt að segja þér ]>að,“ sagði Stína. „Segðu henni frá jakkanum og að við þurfum að fá leyfi til að skoða í brjóstvasann á honum. Segðu henni, að í hrjóstvasanum sé dálftið, sem við höfum not fyrir.“ „Ertu frá þér? Hún fellst aldrei á ]>að.“ „Jæja, hvað dettur ]>ér annað í hug?“ Björg var kjomin að þvi að láta hugfallast. „Ég veit ekki, livað gera skal. Eg hef ekki minnstu hugmynd um, hvað ég á að segja. Gefið mér einhverja góða hugmynd, en flýtið ykkur, — flýtið ykkur í öllum guðanna hrcnum. Hún kemur og spyr, hvað við viljum, ]>egar hún liefur lokið símtal- inu, og hún lokar dyrunum, ef við getum ekki gefið fullnægjandi skýringu. Þá höfum við tapað leiknum." Framh. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.